Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 12
1 2 | T Ö LV U M Á L
Það er mjög lítil efnisskörun á milli fyrrgreindra fl okka en tilgangur þeirra er þó
svipaður, að þjóna almenningi. Og eitt eiga allir upplýsingavefi r sameiginlegt;
gegnsæi í leiðakerfi er lykilatriði ef vefurinn á að teljast vera góður. Það
verður að vera auðvelt að fi nna þær upplýsingar sem eru á vefnum því ef svo
er ekki þá gagnast þær lítið.
Þörf á heildstæðri yfi rferð á vef ráðuneytanna
Ráðuneytin standa sig mjög vel í fréttamiðlun af því sem beint heyrir undir þau
og á vef stjórnarráðsins birtast nýjustu fréttir allra ráðuneyta. Undirstofnanir
ráðuneytanna sleppa við þessa yfi rferð sökum plássleysis. Ráðuneytin
standa sig almennt þokkalega hvað varðar notendavænleika vefja sinna og
njóta þess þar að samræmt útlit og viðmót hefur verið hannað fyrir þau öll en
þeim síðan gefi n sveigjanleiki innan þess ramma.
Leiðakerfi (valmyndir) eru að miklu leyti samræmd á milli ráðuneyta og oftast
þokkalega uppbyggð þó þau megi víða bæta. T.d. er óþarfl ega mikil áhersla
lögð á ráðuneytin sjálf og viðkomandi ráðherra sem er algeng sjálfhverfa í
uppbyggingu valmynda. Þetta eru upplýsingar sem tiltölulega fáir hafa áhuga
á og ættu því að hafa minna vægi en upplýsingar um þjónustu sem margir
nota. Einnig er oft óskýrt hvað er á bakvið hvaða tengla í leiðakerfum og þau
verða því ekki nægilega gegnsæ.
Sum svæði undirfl okka virðast ekki hafa verið uppfærð lengi og það vantar
greinilega töluvert á að allar upplýsingar séu auðfundnar á vef ráðuneytanna.
Sem dæmi má nefna að mér tókst ekki að fi nna á vef menntamálaráðuneytis
lista yfi r alla framhaldsskóla á Íslandi. Hvort hann er til þar veit ég ekki,
notendavænir?
Í þessum pistli verður fjallað um hvort
vefi r íslenskra stofnana séu notendavænir
fyrir almenna vefgesti. Umfjöllunarefnið er
víðfeðmt og því verður stiklað á stóru en þó
án alhæfi nga þar sem vefi rnir eru afskaplega
misgóðir hvað notendavænleika varðar. Til að
forða pistlinum frá því að leggja undir sig allt
blaðið ákvað undirritaður að setja mörkin við
ráðuneyti, sveitarfélög, heilbrigðisþjónustu
og skóla.
Eru vefi r
íslenskra stofnana
hugsanlega er hann á einhverjum öðrum vef tengdum ráðuneytinu en þá ætti
að vera hægt að fi nna þann vef frá vef menntamálaráðuneytis. Mér sýnist
vera þörf á heildstæðri yfi rferð á vefsvæðum ráðuneytanna út frá aðgengi
vefgesta að öllu því efni sem þar er en útlit og framsetning eru fín eins og
þau eru í dag.
Ágætir vefi r sveitarfélaga
Sveitarfélögin eru með jafn misjafna vefi eins og þau eru misjöfn sjálf, að
stærð og eðli. Þar er engin samræming í gangi heldur hefur hvert þeirra farið
sínar eigin leiðir með misgóðum árangri. Það segir sig sjálft að mun erfi ðara
er að skipuleggja vefi stórra sveitarfélaga heldur en smærri.
Almennt má segja að þessir vefi r sinni hlutverki sínu ágætlega, á fl estum
þeirra er mikið af efni, skipulag er oft ágætt og efnið því aðgengilegt
vefgestum.
Dæmi um góðan vef sveitarfélags er vefur Ísafjarðarbæjar, http://
www.isafjordur.is/. Leiðakerfi ð er miðað við notandann en ekki stjórnsýsluna
og það efni sem fólk hefur áhuga á er sett í öndvegi og tiltölulega auðfundið.
Fullt af fréttum, kynningar á uppákomum og margt annað áhugavert er
aðgengilegt af forsíðu vefsins. Eini gallinn við hann er að allt þetta efni á
forsíðunni myndar hálfgert kraðak sem væri hægt að laga með lítilli fyrirhöfn.
Svipað kraðak og oft verra hrjáir marga aðra sveitarfélagavefi .
Vefur Reykjavíkurborgar er alveg í sérfl okki hvað varðar umfang en hefur
að mörgu leyti heppnast vel þrátt fyrir það og eru þar margar góðar lausnir á
erfi ðum þáttum. Enda greinilega langmest lagt í hann af fé og vinnu.
Margir vefi r sveitarfélaga hafa greinilega versnað frá því þeir voru settir í
loftið. Líklega er því um að kenna að þegar þeir voru skipulagðir í upphafi
var ekki gert ráð fyrir efni sem síðar kom í ljós að þyrfti að vera á vefnum.
Efninu hefur því verið klastrað inn á vefi nn og sjaldnast með góðum árangri.
Þetta algenga fyrirbæri undirstrikar tvennt. Annars vegar nauðsyn þess að
hugsa vefi nn út frá því að geta bætt við hann efni í leiðakerfi og hins vegar að
vefumsjónarkerfi þurfa að vera þannig uppbyggð að auðvelt sé fyrir vefstjóra
að bæta við atriðum í leiðakerfi .
Útlit vefja í heilbrigðisgeiranum barn síns tíma
Þegar komið er að heilbrigðisgeiranum þá verður fjölbreytnin í vefhönnun
nær yfi rþyrmandi, alveg frá því að enginn vefur er til staðar upp í fína vefi .
Það er því enn erfi ðara að alhæfa um þetta svið en vefi sveitarfélagana.
Vefur landlæknis, http://www.landlaeknir.is/ er nokkuð lýsandi fyrir ástandið
almennt í þessum geira. Hann er fullur af áhugaverðum upplýsingum sem
eru settar fram í leiðakerfi sem er sprungið undan efninu. Útlitið er barn síns
2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3212