Tölvumál - 01.01.2007, Síða 13
T Ö LV U M Á L | 1 3
tíma sem einnig gildir um marga vefi annarra stofnana í
heilbrigðisgeiranum.
Þetta ástand hefur óhjákvæmilega slæm áhrif á viðmótið
því ef vel á að vera þarf að taka skipulag vefsvæða í gegn
á gagnrýninn hátt á nokkurra ára fresti. Helst með aðstoð
utanaðkomandi aðila og í kjölfar góðra notkunarprófa.
Það er greinilega kominn tími á viðhald á vefsvæðum í
heilbrigðisgeiranum.
Framhaldsskólavefi r betri en hjá grunnskólum – Bæta
þarf skipulag
Að lokum eru það skólarnir og þeir eru að mörgu leyti í
svipaðri stöðu og heilbrigðisstofnanirnar. Vefi r grunnskólanna
eru margir orðnir gamlir sem sést vel á útliti þeirra auk þess
sem leiðakerfi margra þeirra eru orðin yfi rhlaðin og letur oft of
lítið. Á fl estum þeirra virðast nauðsynlegar upplýsingar vera
til staðar og ég efast ekki um að þeir foreldrar og nemendur
sem þurfa virkilega að fi nna upplýsingar þar takist það með yfi rlegu og
þrjósku. En grunnskólarnir gætu gert miklu betur.
Framhaldsskólarnir standa sig heldur betur þó þar sé víða pottur brotinn.
Vefi rnir þar eru almennt nýrri en hjá grunnskólunum og augljóslega meiri
peningar og þekking til staðar. En stærsti gallinn við marga framhaldsskólavefi
er að skipulagi þeirra er verulega ábótavant. Of mikil innanhúshugsun
virðist oft vera í gangi enda eru þeir vefi r oft unnir af þeim starfsmönnum
viðkomandi skóla sem hafa nægilega tölvuþekkingu til að smíða vefi . Þar
sem best er unnið eru vefi rnir fínir, þeir verstu eru ansi slæmir en fl estir eru í
kringum meðallagið.
Vantar heildarstefnu frá ráðuneytum
Undirritaður getur ekki varist þeirri hugsun að það væri góður kostur fyrir
heilbrigðis- og menntamálaráðuneyti að útvega grunnskólunum og litlu
heilbrigðisstofnunum tilbúna vefgrind sem þeir aðilar fylltu svo inn í með
eigin efni. Þetta myndi án efa spara umtalsverða peninga og skila mun betri
vefjum ef vel væri unnið. Það virðist augljóst að ekki er til nægilegt fjármagn
hjá þessum aðilum til að setja upp góðan grunnvef en margir þeirra virðast
ráða ágætlega við að uppfæra efni eftir þörfum.
Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting, allt að því bylting í vefvæðingu
stofnana. Vefi r sveitarfélaga hafa batnað mikið þó marga megi enn bæta
töluvert. Ráðuneytin voru að mörgu leyti í fararbroddi með góða stofnanavefi
en eru heldur farin að dragast aftur úr og full þörf á yfi rferð og breytingum
þar.
Vefi á að sníða að markhópum en ekki umsjónarmönnum
Það má segja að í heildina skorti frekar lítið á upplýsingar á vefjum stofnana,
það sem helst þarf að bæta er gegnsæi í leiðakerfum. Það er alltaf á ábyrgð
vefstjóra og eiganda vefsins að sjá til þess að vefgestir geti fundið þær
upplýsingar sem þeir leita að á sem stystum tíma og þar er víða pottur
brotinn. Bæði eru fl okkaskiptingar ekki nægilega skýrar og eins eru lýsiorð í
leiðakerfum ekki nægilega vel valin. Leiðakerfi n eru kort vefsins og ef það er
ekki skýrt á forsíðu hvar á að smella þá er gegnsæi vefsins ábótavant.
Leiðakerfi stofnanavefja eru greinilega oft smíðuð af innanbúðarfólki sem
hefur aðra sýn á þjónustu stofnunarinnar heldur en almenningur. Starfsmenn
skoða stofnun oftast út frá skipuriti en almenningur er að leita að ákveðnum
upplýsingum og þjónustu og reiknar með að sjá þær upplýsingar í leiðakerfi .
Það er auðvitað töluverð skörun á því hvernig starfsmenn og almenningur
sjá þjónustuna en það er óumdeilt að vefi á að sníða að markhópum en ekki
umsjónarmönnum því fyrir þá er vefurinn.
Notkunarpróf eru nauðsynleg
Langfl estir þeir vefi r sem voru skoðaðir þjást líka af því vandamáli að eftir að
vefur var opnaður hefur verið bætt við nýjum fl okkum, mjög misvel hugsuðum.
Mín reynsla er sú að oft eru slíkar ákvarðanir teknar af stjórnendum sem hafa
ekki nægilegan skilning á því hversu mikilvægt gegnsætt leiðakerfi er góðum
vef. Þessir vefi r hefðu allir gott af notkunarprófum þar sem gestir eru látnir
leita að fyrirfram ákveðnum upplýsingum. Slík notkunarpróf eru auðveld í
framkvæmd og er hægt að fi nna einfaldar leiðbeiningar um framkvæmd
slíkra á http://where.is/vidmot.
Gunnar Grímsson
Ráðgjafi og meðlimur í faghópi Ský
um árangursríka vefstjórnun.
Gunnar Grímsson
Með góðri rafrænni þjónustu hins opinbera þurfa borgarar síður að fara í
hinar ýmsar stofnanir landsins.
2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3213