Tölvumál - 01.01.2007, Page 14
1 4 | T Ö LV U M Á L
Á Reykjavik.is er að finna á einum stað allar upplýsingar um stjórnkerfi og
stjórnsýslu borgarnnar og segja þau Andrea og Hreinn að aðaláherslan sé á
þjónustu borgarinnar og aðgengi að henni. ,,Talsverð áhersla hefur einnig
verið lögð á það að efla Rafræna Reykjavík, sem er sá hluti vefsins sem snýr
að rafrænni þjónustu við íbúa borgarinnar. Markmiðið er að þróa og bæta
enn frekar rafræna þjónustu á vefnum,” segir Andrea. Segir hún að Rafræn
Reykjavík sé einkasvæði eða ,,mínar síður” fyrir íbúa á vef Reykjavíkurborgar
þar sem hægt er að sækja um þjónustu borgarinnar. Jafnframt er möguleiki á
gagnvirkum samskiptum milli íbúa og borgaryfirvalda.
Allar upplýsingar á einum stað
Í dag eru fjórar algagnvirkar umsóknir í Rafrænu Reykjavík; umsóknir um
grunnskóla, tónlistarskóla, frístundaheimili, og sumarstörf hjá Vinnumiðlun
ungs fólks. Að sögn Andreu geta íbúar þannig skráð sig inn í Rafrænu
Reykjavík, fyllt út þessar umsóknir rafrænt og fylgst með afgreiðslu þeirra.
,,Með því að fara inn á ,,mínar síður” getur viðkomandi séð stöðu sinna mála
og fylgst með skilaboðum sem eru send út þegar staða umsóknar breytist. Til
viðbótar við þessar algagnvirku umóknir eru ellefu hálfrafrænar umsóknir og
fjöldi umsókna sem hægt er að nálgast á .pdf formi. Innan tíðar mun fríður
flokkur umsókna bætast í hópinn en gera má ráð fyrir að umsóknir í gáttinni
séu um 50 á hverjum tíma.”
Bein samskipti við borgarkerfið
Að sögn þeirra Andreu og Hreins verða á næstunni skoðaðir möguleikar
á því að bjóða upp á rafræna greiðslumöguleika í Rafrænu Reykjavík fyrir
umsóknir og þjónustu á vegum borgarinnar. ,,Vinna verður einnig sett af
segja Andrea Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri Rafrænnar
Reykjavíkur, og Hreinn Hreinsson, vefstjóri Reykjavik.is
Nýr vefur Reykjavíkurborgar, Reykjavik.is, var opnaður í maí á þessu ári eftir viðamikið
undirbúningsferli. Með nýjum vef er verið að leggja niður marga vefi sem svið og stofnanir
borgarinnar hafa haldið úti á eigin vegum sem reyndist notendum erfitt og heildarmynd
borgarinnar á vefnum var mjög óskýr. Á vefnum í dag er lögð áhersla á einfalda og skýra
framsetningu upplýsinga þannig að notendur finni fljótt það sem þeir leita að án þess að
þurfa að hafa þekkingu á borgarkerfinu. Tölvumál ræddi við þau Andreu Ósk Jónsdóttur,
verkefnisstjóra á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar, og Hrein Hreinsson, vefstjóra
Reykjavik.is.
stað varðandi innleiðingu á kerfi sem tekur á móti og heldur utan um erindi,
fyrirspurnir, ábendingar og kærur, sem þýðir að íbúar geta haft bein samskipti
við borgarkerfið í gegnum Rafræna Reykjavík og fylgt erindum sínum eftir,”
segir Andrea. Á næsta ári verður einnig sett upp þjónustugátt fyrir fyrirtæki
í Rafrænni Reykjavík og verður unnið áfram að því að koma sem flestum
umsóknum í alrafrænan umsóknarferil.
Hún segir að annað spennandi verkefni sem sé að fara í gang sé innleiðing
á rafrænu auðkenni og rafrænni undirskrift. ,,Líklega verður stuðst við nýja
lausn sem hefur verið í þróun hjá ríkinu og bönkunum sem gengur út á
það að nota örgjörva í debetkorti sem auðkennislykil. Með þessu er öryggi
upplýsinga tryggt og hægt er að bjóða upp á öflugri rafræna þjónustu.”
Jákvæð viðbrögð íbúa við Rafrænni Reykjavík
Samkvæmt Andreu og Hreini munu fyrrgreind verkefni efla Rafræna
Reykjavík og vefinn talsvert og opna nýja möguleika hvað rafræna þjónustu
Reykjavíkurborgar við íbúann varðar. ,,Við stefnum svo auðvitað að því að
halda áfram að vinna að bættri þjónustu við íbúa borgarinnar á vefnum. Við
gerðum könnun í sumar á þjónustu Rafrænnar Reykjavíkur og fengum mjög
jákvæð viðbrögð. Fólki fannst yfir höfuð auðvelt að nota þjónustugáttina og
var ánægt með þjónustuna. Þetta er mikil hvatning fyrir okkur að halda áfram
að efla og bæta rafræna þjónustu við íbúa borgarinnar. Vefurinn hefur einnig
farið í gegnum notendaprófun og var niðurstaðan mjög jákvæð þannig að við
teljum að við séum komin á gott skrið þó að verkið sé þess eðlis að það verði
alltaf að vera í stöðugri þróun,” segir Hreinn að lokum.
Einföld og skýr
Reykjavík.is
Viðtal: Halldór Jón Garðarsson
2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3214