Tölvumál - 01.01.2007, Page 17

Tölvumál - 01.01.2007, Page 17
T Ö LV U M Á L | 1 7 liggi ekki fyrir. ,,Meðhöndlun reiknings kostar frá 200 – 5.000 kr. Mat fjársýslunnar er nálægt neðri mörkunum. Ríkið fær um 600.000 – 1.000.000 reikninga á ári svo það er auðvelt að reikna sig upp í háar tölur,” segir hann. Sé miðað við að það kosti 200 krónur að meðhöndla hvern reikning þá er árlegur heildarkostnaður ríkisins við meðhöndlun reikninga um 120 milljónir króna. Örn bendir á reynslu Dana af innleiðingu rafrænna reikninga ,,Danir eru um 5 milljónir og um 15 milljón reikningsfærslur ríkisins sem áður bárust bréflega, berast nú rafrænt. Þetta telja þeir að hafi sparað þeim um 100 milljón Evrur eða um 9 milljarða íslenskra króna fram að þessu.” Bergþór segir að það verði að hafa í huga að þessar tölur segi ekkert um hvað Íslenska ríkið geti sparað mikið. ,,Það er spurning um breytingastjórnun og pólitískan vilja. Mín skoðun er að það á að nýta tæknina til að minnka kostnað, auka gæði og bæta þjónustu. Við eigum ekki bara að horfa á mögulegan sparnað, en hann er nægur til að réttlæta verkefnið.” Kostnaðurinn við innleiðingu á rafrænum reikningum hjá sendendum og móttakendum rafrænna reikninga er óþekktur að sögn Bergþórs. ,,Fjársýslan þarf að byrja frá grunni en margir birgjar eru í dag að vinna með EDIFACT skeyti. “Það er mikilvægt að benda á að þó ríkið muni pressa á notkun XML, munu þeir sem eru að nota EDIFACT í dag ekki hætta því strax. Það eru ýmsar aðstæður og viðskiptaþarfir sem ráða því og reikna má með að EDIFACT verði áfram í notkun. Notendur EDIFACT munu frekar láta varpa reikningum fyrir sig yfir í XML til að byrja með. Ný verkefni og aukin virkni verður innleidd í XML og aðilar færa virkni sína yfir í XML þegar það hefur sannað sig í Íslensku viðskiptaumhverfi. Draumurinn er að í framtíðinni muni allt niður í smæstu fyrirtæki hafa aðgang að hagkvæmum XML lausnum.” Bergþór bætir því við að sparnaðurinn muni liggja í ýmsum þáttum, bæði hjá sendendum reikninga og móttakanda. Tilvikum þar sem mannshöndin kemur að máli fækkar, minni þörf verður á innslætti upplýsinga, villuhætta minnkar, upplýsingar verða meiri og betri og hægt verður að para saman pantanir og reikninga með skilvirkari og sjálfvirkari hætti en áður. ,,Afgreiðsluhraði eykst, vaxtakostnaður minnkar þar sem reikningar týnast síður og stjórnendur hjá ríkinu munu hafa betri yfirlit yfir skuldbindingar hjá sinni einingu”, bætir hann við. Að mati Arnar mun innleiðing rafrænna reikninga fela í sér meiri netvæðingu og bætta viðskiptahætti ,,Upphafsgögn varðveitast og ekki þarf að endurskrá þau, skráningarvillum fækkar. Reikningavinnslan gengur hraðar og menn fá greitt fyrr“, segir hann. Miðlun rafrænna reikninga Mörgum spurningum er enn ósvarað í innleiðingu og notkun rafrænna reikninga. Miðlun þeirra er eitt dæmi. Bergþór segir að stærri aðilar munu geta sent reikninga beint til ríkisins. Aðrir geta nýtt sér þjónustu fluningsaðila Bergþór Skúlason Örn Kaldalóns 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3317

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.