Tölvumál - 01.01.2007, Side 19

Tölvumál - 01.01.2007, Side 19
Stórsýning tileinkuð tækniþróun og þekkingariðnaði Tækni og vit 2007 haldin í mars Stórsýningin Tækni og vit 2007, fagsýning tækni- og þekkingariðnaðarins, verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8. – 11. mars næstkomandi. Lögð verður áhersla á að kynna það sem hátækni- og þekkingarfyrirtæki hafa upp á að bjóða og skapa umræðu um þennan mikilvæga vaxtarbrodd í íslensku athafnalífi . Meðal þátttakenda á sýningunni Tækni og vit 2007 verða tölvu- og upplýsingatæknifyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, fyrirtæki í líf- og lyfjatækni og mörg öfl ugustu iðntæknifyrirtæki landsins. Að auki munu menntastofnanir, ráðgjafa- og fjármálafyrirtæki og ýmsar opinberar stofnanir koma að sýningunni, sem verður án efa einn stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í íslenska hátækni- og þekkingarsamfélaginu. „Nú þegar er búið að bóka rúman helming sýningarsvæðisins og því ljóst að mikill hugur er í tæknifyrirtækjum um þessar mundir. Við sjáum þetta jafnframt greinilega í upplýsingatæknigeiranum, þar sem íslensk fyrirtæki verða sífellt öfl ugri í útfl utningi íslensks hugbúnaðar, í fjarskiptum, þar sem ný tækni mun valda straumhvörfum á næstu misserum, í líftækni og lyfjaþróun, þar sem Íslendingar standa framarlega og í iðnþróun, sem verður sífellt tæknivæddari hér á landi. Krafturinn sem býr í þessum ört vaxandi tæknigreinum mun verða í aðalhlutverki á Tækni og vit 2007,“ segir Margit Elva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar. Í tengslum við sýninguna verður UT-dagurinn haldinn í Salnum 8. mars, en það eru forsætis- og fjármálaráðuneyti sem standa að honum. Á UT- deginum verður fjallað sérstaklega um rafræna þjónustu, rafræn skilríki og rafræn innkaup í þjónustu opinberra stofnana. Þetta er í annað sinn sem UT-dagurinn er haldinn, en sá fyrsti var 24. janúar á þessu ári og vakti mikla athygli. Jafnframt verða ýmsir aðrir viðburðir haldnir í tengslum við Tækni og vit 2007 og má þar nefna að framsæknustu fyrirtækjum landsins verða veittar viðurkenningar fyrir framlag sitt til tækniþróunar og atvinnusköpunar á viðburði sem haldinn verður í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni 9. mars. Vefur sýningarinnar, www.taekniogvit.is, hefur nú verið opnaður. Þar má fi nna allar nánari upplýsingar um framkvæmd Tækni og vits 2007. AP sýningar standa að Tækni og vit 2007 í samstarfi við forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Háskólann í Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og TM Software. AP sýningar, sem eru í eigu AP almannatengsla, stóðu m.a. að sýningunni Verk og vit, sem haldin var í mars 2006. T Ö LV U M Á L | 1 9 2.tbl-31.arg.indd 16.1.2007, 22:3519

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.