Tölvumál - 01.01.2007, Side 30
3 0 | T Ö LV U M Á L
breytt frá því að þau voru undirrituð. Þetta er sýnt á mynd 4.
Skilríki á snjallkortum
Einkalykil notanda er hægt að varðveita í rafrænum skilríkjum á marga vegu.
Í svokölluðum mjúkum skilríkjum er einkalykillinn varðveittur sem tölvuskrá
á tölvu notandans. Þegar einkalykillinn er varðveittur á hörðum miðli þá er
talað um hörð skilríki. Dæmi um harða miðla eru USB-tókar, SIM símakort og
snjallkort. Vandasamt getur verið að tryggja örugga varðveislu á einkalyklum
á einmenningstölvum notenda en hins vegar er auðveldara að útfæra
einkalykla á hörðum miðlum þannig að verndun þeirra sé ásættanleg. Það
gildir t.d. um rafræn skilríki á snjallkortum.
Útfærsla skilríkja á snjallkortum byggist bæði á vélbúnaði (kortinu og
lesara) og hugbúnaði notanda (reklum fyrir snjallkort og lesara og
undirskriftarbúnaði). Til að hægt sé að beita skilríkjum á snjallkortum þarf
notandinn því að hafa bæði hug- og vélbúnað uppsettan á tölvu sinni. Á mynd
5 kemur fram hvaða staðlar og viðmið eru í samskiptum milli snjallkorta og
vefþjóna, í gegnum lesara, rekil og vafra.
Útbreiðsla snjallkortalesara hefur fram að þessu verið takmörkuð en á síðustu
misserum hefur orðið bylting í þessum málum og nú orðið eru fartölvur frá
fjölmörgum framleiðendum með innbyggða kortalesara. Nýlegar tölur frá
innflytjendum fartölva á Íslandi benda til þess að nokkur þúsund tölvur hér á
landi séu með innbyggða lesara. Auk þess eru fáanlegir ódýrir lesarar sem
tengdir eru með USB-tengi. Að öllum líkindum verður þróunin hröð á næstu
mánuðum, eins og reyndin var með USB-tengi fyrir nokkrum árum.
Nú eru snjallkortaframleiðendur fjölmargir og misjafnt er hvernig kortin og
skipanasett fyrir þau eru uppbyggð. Tæknin er ung og viðmiðunarstaðlar enn
í þróun. Margir framleiðendur byggja þó á tæknilegum stöðlum eins og ISO
7816 seríunni.
Stjórnvöld og kortaframleiðendur í Evrópu hafa síðustu misseri gert átak
í þessum efnum, m.a. unnið að stöðlun korta og hugbúnaðar tengdum
þeim. Mest munar þar um European Citizen Card kortastaðalinn (ECC),
nánar tiltekið IAS-hluta hans, og ISO 24727 staðalinn fyrir millibúnað (e.
middleware). IAS stendur fyrir auðkenningu (e. identification), sannvottun (e.
authentication) og undirskrift (e. signature). Stefnt er að því að öll kort sem
byggjast á ECC IAS staðlinum geti átt samskipti við hvers konar hugbúnað
sem er samhæfður ISO 24727.
Þótt enn liggi ekki fyrir staðfesting frá stærstu hugbúnaðarframleiðendum um
stuðning við ISO 24727 í stýrikerfum eins og Windows eða MacOS má telja
fullvíst að hann verði kominn á árið 2007. Bæði Windows og MacOS styðja
nú þegar kort frá flestum framleiðendum sem eru leiðandi í mótun þessara
staðla og munu líklegast fylgja þróun þeirra á kortum.
Snjallkort eru auðveld og þægileg í notkun. Þegar notandi er á vefsíðu
sem krefur hann um skilríki stingur hann snjallkortinu í lesarann, velur
skilríkin í glugga sem opnast og slær inn PIN-númer sem opnar aðgang
að einkalyklinum. Auðkenning eða undirskrift er framkvæmd með lyklinum
á kortinu og því engin hætta á því að tölvuþrjótur geti náð lyklinum og falsað
slíka vottun.
Stilling vefþjóna fyrir auðkenningu
Tiltölulega einfalt er að stilla vefþjóna þannig að þeir krefjist sannvottunar
með rafrænum skilríkjum. Í Apache er bætt við fáeinum línum og enn
einfaldara er að stilla Microsoft IIS eins og sjá má á mynd 6.
Vefþjónninn þarf auk þess að þekkja skilríkjakeðjur sem hann treystir og því
þarf að skrá þær sérstaklega.
Rafræn skilríki geta meðal annars innihaldið kennitölu. Hægt er að nýta hvers
konar forritakóða til að lesa kennitöluna úr skilríkjunum og nýta til að stýra
aðgangi notanda. Á mynd 7 er dæmi um .ASP-kóða
á einfaldri vefsíðu sem les kennitölu úr skilríkjum
útgefnum af fjármálaráðuneytinu og birtir á skjá.
Mikilvægi rafrænna skilríkja
Rafræn skilríki nýtast á marga vegu, t.d. til að:
• Sannvotta og auðkenna sig gagnvart
fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum.
• Undirrita umsóknir, skuldbindingar, skjöl og
tölvupóst.
• Skrifa undir millifærslur í netbönkum.
• Samþykkja rafræn skjöl og reikninga
(rafrænt samþykktarferli).
• Tryggja öryggi í fjarvinnu og um þráðlaus
tölvunet.
• Tryggja öryggi tölvupósts.
• Dulrita samskipti.
Opinberir aðilar stefna að bættri þjónustu við
almenning og fyrirtæki með því að gera þjónustu
sem nú krefst auðkenningar aðila í eigin persónu,
og jafnvel undirskriftar, sjálfvirka og aðgengilega
yfir opin tölvunet. Þessar breytingar bæta verulega
aðgengi að stjórnsýslu og spara almenningi og
fyrirtækjum fjármuni og tíma. Íslenska ríkið notar
rafræn skilríki nú þegar, svo sem við afgreiðslu
tollskýrslna og við rafræn skil endurskoðenda
og bókara á skattskýrslum. Skattframtöl frá
atvinnumönnum hafa verið rafrænt undirrituð og
dulrituð undanfarin níu ár, og er nú um 100.000
slíkum skilað árlega. Bankar og sparisjóðir hafa
einnig unnið að innleiðingu dreifilyklaskipulags
í sinni starfsemi. Þar hafa verkefni sem krefjast Mynd 4: Undirritun skjals með rafrænum skilríkjum og staðfesting á uppruna og heilleika skjalsins.
2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3430