Tölvumál - 01.01.2007, Side 40

Tölvumál - 01.01.2007, Side 40
4 0 | T Ö LV U M Á L inn á vef RSK. Þegar þar er komið inn, er hægt að biðja um áframsendingu yfir á vef Leyfisveitingakerfisins. RSK útbýr rafrænt undirritað skírteini með upplýsingum um notandann og sendir það til RÞ með kalli á vefþjónustu. Skírteinið er útbúið eftir SAML staðlinum. Loks er notandinn áframsendur frá RSK yfir á ytri vef LVK, með tilvísun á skilríkið sem sent var á RÞ. LVK notar þessa tilvísun til þess að kalla á vefþjónustu í RÞ, sem skilar út nýju SAML skírteini með auðkenningu notandans, rafrænt undirritað af RÞ. Kosturinn við notkun á SAML skírteinum er sá að kerfi sem byggja á notendaauðkenningu (eins og ytri vefur LVK) þurfa ekki að forrita sérstaklega kringum hverja nýja tegund auðkenningar. SAML skírteinið er eins uppbyggt hvort sem notandinn kemur inn auðkenndur með veflykli RSK eða með rafrænu skilríki (auðkenningar með mjög mismunandi öryggisstigi). Ytri vefur LVK þarf því eingöngu að ákveða (1) hvort notendum er hleypt inn og (2) hvaða aðgang þeir fá miðað við uppruna auðkenningar. Notendur sem auðkenndir eru með rafrænu skilríki, gætu því fengið réttindi til þess að framkvæma aðgerðir umfram þá notendur sem auðkenndir eru með veflykli RSK. Aðrar þjónustur í RÞ Þjónustur til rafrænnar undirritunar. Leyfi í LVK er gefið út á rafrænan hátt. Það þarf að vera hægt að staðfesta að þau leyfi sem gefin hafa verið út séu óbreytt frá upprunalegri útgáfu. Þetta er gert með rafrænni undirritun á leyfinu. RÞ býður upp á þjónustu til þess að undirrita rafrænt gögn og skjöl. RÞ tekur þá við skjalinu eða hakki af því og undirritar það rafrænt fyrir hönd Dómsmálaráðuneytisins. Undirritunin er svo geymd ásamt upprunalegu skjali, og er þannig hægt að bera það saman við þau leyfi sem notendur hafa fengið. Þjónustur Tekjubókhalds Ríkisins (TBR) RÞ inniheldur þjónustur sem hjúpa aðgerðir í TBR. Þjónusturnar gera kerfum kleift að skrá og bóka rafænt, innheimtubeiðnir í TBR. Einnig er hægt að skrá greiðslur sem inntar hafa verið af hendi, athuga hvort greiðslur hafa borist, fá greiðsluyfirlit o.s.fr. Þjónusturnar eru hannaðar eins almennar og hægt er, þannig að auðvelt er að nota þær í sem flestum kerfum sem bóka þurfa innheimtukröfur í TBR. Leyfisveitingakerfi Ríkislögreglustjóra Samhliða þróun RÞ var Leyfisveitingakerfi Ríkislögreglustjóra þróað (LVK). Kerfið gerir borgurum mögulegt að sækja um ýmis leyfi sem lögreglan veitir, á rafrænan hátt gegnum internetið. Kerfið er byggt upp á viðmótslagi (ytri vef) og á bakenda þar sem hið eiginlega LVK er hýst. Þjónustur sem tengja saman ytri vef og bakenda eru skráðar í RÞ og eru þannig gerðar aðgengilegar öðrum kerfum. Þannig væri hægt að tengja þjónustu sem flettir upp leyfum sem notendur hafa sótt um beint inn í önnur kerfi eða vefsíður, án þess að þurfa að forrita nýja tengingu við LVK. Næstu skref Fyrir utan þær þjónustur sem upp voru settar í tengslum við tilraunaverkefnið, þá var þjónustulagið hannað með tilliti til þess að auðvelt sé að bæta við fleiri kerfum í grunnlagið. Þannig er hægt að nýta þann högunargrunn sem búið er að koma upp og setja í rekstur. Hægt er að hugsa sér möguleikan á því að kerfi Þjóðskrár sem vel gæti passað í þessa högun. Þá væri hægt að nota millilagið til þess leyfa beina uppflettingu í þjóðskrá, annað hvort beint af vef eða gegnum kerfi þriðja aðila. Sameiginlegar þjónustur þjónustulagsins mætti svo nota til til auðkenningar og aðgangsstýringar. Stuðningur þjónustulagsins við rafræn skilríki opnar jafnframt möguleikann á því að gefa borgurum færi á að uppfæra valin gögn þjóðskrár, beint gegnum netið. Lokaorð Tilraunaverkefnið um Rafrænt Þjónustulag fyrir Dómsmálaráðuneytið snertir á mörgum þáttum sem nauðsynlegir eru í rafrænni stjórnsýslu. Þjónustulagið tekur á auðkenningarmálum, hvort sem er með veflyklum RSK, eða með rafrænum skilríkjum, og samstarfi var komið á við bankana um rafræn skilríki. Rafrænar undirritanir eru útfærðar og beinni tengingu við Tekjubókhald Ríkisins er komið á. Þjónustulagið byggir á SOA högun og gegnir þar hlutverki millilags, þar sem áherslan er á endurnýtanleika og stöðluð samskipti. Eftir um 10-15 ára þróun rafrænna einstaklingsviðskipta er orðið algengt að fólk sinni mörgum sínum daglegu viðskiptum gegnum netið. Sérstaklega hafa bankar og flugfélög nýtt sér internetið til að auka framboð og hagræði fyrir viðskiptavini sína. Almennt má segja að það séu ekki margir þættir viðskipta þar sem internetið kemur ekkert við sögu. Þegar almenningur er farinn að nota sér rafrænar þjónustur fyrirtækja eins mikið og raun ber vitni, er eðlilegt að ríki og sveitafélög fylgi í kjölfarið og fari að bjóða upp á aukna þjónustu við borgara gegnum internetið. Nú þegar eru góð dæmi um þjónustur sem stofnanir á vegum ríkisins veita borgurum, t.d. rafræn skattskil. Gera má ráð fyrir því að þjónustur á vegum hins opinbera verði sífellt fleiri og samþættari. Hætt er við að farið verði að byggja upp þjónustur án heildarhögunar, sem mun leiða til hærri kostnaðar og hærra flækjustigs en ella. Það er því til mikils að vinna fyrir ríki og sveitafélög að geta svarað kröfunni um aukna þjónustu á sem fljótlegastan og hagkvæmastan máta. Tilraunaverkefnið um Rafræna Þjónustulagið er mikilvægt skref í þá átt og opnar fyrir frekari möguleika á þróun þjónustumiðaðrar högunar á vegum ríkisins. Tilvísanir [1] SOAP. http://www.w3.org/TR/soap/ [2] SAML. http://www.oasis-open.org/committees/tc_home.php?wg_ abbrev=security [3] WSS. http://www.oasis-open.org/committees/tc_home.php?wg_ abbrev=wss [4] SOA. http://www.service-architecture.com/web-services/articles/ service-oriented_architecture_soa_definition.html [5] X.509. http://www.ietf.org/rfc/rfc2459.txt Núverandi högun RÞ 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3440

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.