Tölvumál - 01.01.2007, Qupperneq 41

Tölvumál - 01.01.2007, Qupperneq 41
T Ö LV U M Á L | 4 1 Þegar vara og þjónusta hins opinbera er fl utt yfi r á vefi nn eiga sér stað breytingar á formi, innihaldi og móttöku vöru og þjónustu,” segir Haukur, ,,Google vefurinn hefur eina línu að notendaviðmóti. Aðaleinkenni hans, einfaldleikinn, ætti að vera einkenni allra vefja. Hraði er annað einkenni. Birting opinberra upplýsinga á vef hefur myndað þrýsting á stofnanir að birta gögn sín án tafar og að hraða vinnslu þeirra í takt við þarfi r nútímans og vefsins. Ekkert einstakt formeinkenni vefsins er eins mikilvægt og í takt við þarfi r samtímans og hraði.” Gæði og öryggi opinberra gagna og þjónustu hefur batnað með tilkomu vefsins að mati Hauks. Þetta rekur hann til nýrra vinnsluaðferða sem og aukinnar notkunnar staðlaðra upplýsinga úr upplýsingakerfum. Innihald vefþjónustu Að mati Hauks þá eru upplýsingalögin frá 1996 að mestu framkvæmd með fulltingi nettækninnar. ,,Sennilega gengur hið opinbera lengra í upplýsingagjöf en höfunda þeirra óraði fyrir. Þannig er verið að birta upplýsingar sem stofnunum hins opinbera ber ekki skylda til að birta en menning vefsins og samtíminn kallar á að séu tiltæk. Þar má nefna netföng og jafnvel símanúmer starfsmanna, embættismanna og kjörinna fulltrúa sem gerir auðvelt fyrir almenning að eiga samskipti við fulltrúa sína og koma viðhorfum sínum á framfæri.” Mótttaka Internetþjónustu Haukur telur að hér á landi hafi lítið verið hugað að þeim grundvallarmun sem er á stjórnsýslu sem framkvæmd er nú eftir tilkomu Netsins og þeirri sem var tíðkuð fyrir tilkomu þess. ,,Í eldra afgreiðsluformi annaðist opinber starfsmaður afgreiðslu eða innti þjónustu af hendi. Hann þekkti oft út í hörgul fl ókin lög og reglugerðir sem málið varðaði og gat veitt borgurunum ráðgjöf og leiðbeint þeim við útfyllingu erfi ðra eyðublaða og við annað sem þurfti. Þegar þjónusta hins opinbera á vef er afhent á heimilum og á vinnustöðum er engin sérfræðingur til staðar. Notandinn kann að hafa aðgang að leiðbeiningasíðum þegar best lætur. Þessi breytta aðstaða borgaranna hefur bæði kosti og galla.” Hin góðu áhrif vefsins Mikið hefur verið ritað um lýðræðisáhrif vefsins. Haukur telur að fl estir séu nú sammála um að formbreytingin sjálf valdi þeim. ,,Einfaldleikinn, gagnsæið, Haukur Arnþórsson stundar nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og skrifar doktorsritgerð um áhrif upplýsingatækni á stjórnsýslu. Hann segir að rannsóknir sínar og annarra bendi til þess að Netið styrki lýðræðisleg gildi í samfélaginu á fjölmargan hátt og að þar leiki vefi r stjórnsýslunnar stórt hlutverk. Hann ráðleggur sveitarfélögum og öðrum stofnunum hins opinbera að leggja áherslu á einfaldleika, hraða, gæði og öryggi í þjónustu sinni á Netinu. Viðtal: Jón Heiðar Þorsteinsson styrkja lýðræðið Vefi r stjórnsýslunnar 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3441

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.