Tölvumál - 01.01.2007, Síða 43

Tölvumál - 01.01.2007, Síða 43
T Ö LV U M Á L | 4 3 eiga að verða eina eða helsta þjónustuform margra stofnana og ná til allra þurfa þeir að vera einfaldir. Í mörgum tilfellum gæti þurft að einfalda lög og reglugerðir til að gera þá að almenningseign. Í könnunum mínum kemur fram að menntunarstig almennings breytir nokkru um aðgengi hans að Netinu en þegar notkun opinberra vefja eru skoðuð er munur eftir menntun þó hlutfallslega töluvert meiri. Hærra menntunarstigi fylgir aukið aðgengi. Ef vefi r hins opinbera eru einkum fyrir hámenntað fólk verður hið opinbera að halda áfram með eldra afgreiðsluform þar sem svo hagar til og á þá ósótt hagkvæmniáhrif af vefþjónustu sinni.” Netsamskipti og vefurinn Haukur telur að samskipti milli almennings og hins opinbera hafi breyst mikið með vefnum og segir að þau séu jafnan greind í form, innihald og móttöku. Samskiptaformin á Netinu eru mörg en taka má til einföldunar ákveðið dæmi um fjögur form vefsamskipta: samskipti vegna vöru og þjónustu sem vefurinn býður, samskipti vegna leiðbeininga á vefnum og annars aukaefnis vefja, samskipti vegna fyrirspurna og leitun að aðstoð til netfanga sem gefi n eru upp á vef og í síðasta lagi bein þátttaka vefnotenda í málefnaferlum og á það einkum við opinber og stjórnmálaleg mál sem eru til umræðu og ákvarðanatöku. ,,Innihald samskiptanna breytist í takt við formið og móttakan einnig, hún þrengist eftir því sem lengra er gengið samkvæmt þeirri upptalningu sem hér er, vefþjónustan á erindi við alla, en þátttökusamskiptin oft við þröngan hóp. Vaxandi tilhneiging er hjá viðskiptafyrirtækjum að sleppa þróaðri samskiptaformunum, bæði birtingu netfanga og allri tjáningu notenda, væntanlega vegna kostnaðar. Þannig má sjá vefi lággjaldafl ugfélaga án allra netfanga og án símanúmera, nema gjaldskyldra númera fyrir þá netnotendur sem ekki skilja vefi nn eða eiga erindi út fyrir þjónustusvið. Hið opinbera getur væntanlega ekki úthýst símaþjónustu til útlanda nema í undantekningartilvikum.” Rafræn þátttaka Þátttaka og virkni almennings í opinberum málum er mikið í umræðunni. Tæp 40% svarenda í rannsóknum Hauks telja að hið opinbera eigi við sig samráð og samvinnu, hins vegar eru aðeins 4.4% þeirra virkir í stjórnmálum. ,,Rafræn þátttaka í opinberum málum er erfi tt mál og því sniðgengið af mörgum stofnunum. Það form af samskiptum opinberra aðila, þróaðasta form þeirra, vinnur gegn áhrifum helstu formeinkenna vefsins. Þannig dregur samráð við almenning úr málshraða og úr gagnsæi stjórnsýslu, ógnar gæðum og öryggi mála, dregur úr einfaldleika, en hefur þó neikvæðust áhrif á hagkvæmni og skilvirkni. Stjórnvöld sem leita ráða hjá almenningi um málefni sín geta orðið að auka við mannskap ef þau ætla að halda málshraða innan bærilegra marka, en líklegast er að ef opnað er upp á gátt fyrir þátttöku og virkni almennings fari hraðinn og kostnaðurinn verulega úr böndum. Rétt Mæling á netnotkun og tölvuaðgengi Mælingaraðferð Netnotkun / aðgengi (hlutfall) Mæling Sameinuðu Þjóðanna í ársskýrslu þeirra 2005 Óþekkt 67.5% Netnotkun Almenningur svarar spurningu um notkun Netsins og er miðað við að svarandi noti tölvu einu sinni á dag eða oftar. 76.3% Netnotkun eftir notkunarfl okkum Almenningur svarar spurningum um netnotkun sína. Meðtaldir eru allir sem sögðust nota tölvu frekar mikið, mikið og mjög mikið til einhverra tilgreindra, oftast margra, nota.. 87.1% Tölva í vinnu Hverjir meðal almennings hafa aðgang að tölvu í vinnunni. 74.1% Tölva heima Hverjir meðal almennings hafa aðgang að tölvu á heimili sínu. 90.6% Tölva heima og/eða í vinnu Hverjir meðal almennings hafa aðgang að tölvu á heimili sínu og/eða í vinnu. 96% Tafl a 1: Netnotkun og tölvuaðgengi á árinu 2005 Heimild: Haukur Arnþórsson er að minna á í þessu samhengi að fulltrúalýðræðið er til komið vegna praktískra ástæðna,” segir Haukur. Eykur opinber þjónusta á Netinu valdefl i? Eitt af þeim hugtökum sem Haukur vinnur með í rannsóknum sínum er valdefl i (e. “Empowerment”) en það vísar til samfélagsbreytinga sem gefur fólki sjálfstyrkingu og sterkari samfélagslegri stöðu. ,,Mínar rannsóknir sem ná til fólks á aldrinum 20-70 ára benda til þess að opinberir vefi r styrki stöðu almennings. Fyrirfram hefði mátt búast við að aðeins þeir sem nota Netið umtalsvert teldu stöðu sína hafa batnað. En ávinningur Netsins virðist ná til þeirra sem nota það sjaldan eða aldrei. Álykta má að fólk sem viti af lögum, reglum og öðru opinberu efni sem varðar það upplifi sterkari stöðu í samfélaginu. Þeir sem nýta Netið í sínu starfi telja þó miklu fremur en aðrir að staða þeirra hafi styrkst. Þeir hafa valdefl st meira en aðrir og búa að því á margan hátt í starfi sínu, til dæmis með breyttu og auknu starfsumfangi og verulega aukinni starfsánægju.” Haukur minnir á hina gríðarlegu Internotkun Íslendinga en hann hefur í rannsóknum sínum greint blæbrigðamun í notkun og aðgengi þeirra að tækninni. ,,Samkvæmt mínum athugunum hafa nánast allir aðgang að tölvu sem tengd er Netinu eða 96% þjóðarinnar. Notkun er þó breytileg, 87.1% fólks á aldrinum 20-70 ára segist nota Netið. Ef litið er til hópsins sem notar tölvur lítið eða 12.9% svarenda kemur í ljós að 2.8% hans er einsleitur hópur eða fólk milli 50-70 ára með undir 200 þúsund í mánaðarlaun og með grunn- eða fagmenntun. Þetta samsvarar 5.600 manns. Hópur sem aðeins notar Netið mikið til eins verks stendur kannski veikt, en það eru 7.2% svarenda eða sem samsvarar um 14.000 manns. Þótt tölvunotkun almennings geti aukist verulega verður að telja að þátttaka í íslenska upplýsingasamfélaginu sé bæði almenn og mikil.” Almenningur vill bætta þjónustu Rannsóknir Hauks benda til þess að íslenskur almenningur vilji betri þjónustu á vefjum hins opinbera. ,,Almenningur gat komið með eina ábendingu til opinberra aðila í rannsókn minni og það nýttu sér 222 þátttakendur. Af þeim nefndu 159 að þjónusta hins opinbera á vefnum þyrfti að batna. Við þær aðstæður gæti verið tímabært fyrir opinberar stofnanir að koma fram með enn betri, einfaldari og umfangsmeiri þjónustu á vef en áður. Ennfremur er rétt að minna á að talið var að vélræn þjónusta opinberra aðila yrði mjög óvingjarnleg og ómanneskjuleg og skrifaðar voru um það bækur á síðustu öld. Raunin er önnur. Eigin afgreiðsla borgaranna virðist auka sjálfstæði þeirra og styrkja stöðu gagnvart hinu opinbera og þegar best lætur draga úr framandleika opinberra stofnana í huga borgaranna,” segir Haukur að lokum. 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3443

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.