Tölvumál - 01.10.2012, Page 10
10
Leikir og spil eiga sinn stað í hugum allra manna. Í bók sinni Homo
Ludens frá árinu 1938 sýndi hollenski fræðimaðurinn Johan Huizinga
fram á, svo að ekki verður um villst, að leikir eru eldri en menningin
sjálf [1]. Teningar og spil hafa öðlast nýtt líf í borðspilum nútímans, svo
sem Matador, en halda jafnframt sínu upphaflega gildi. Stöðug þróun
hefur orðið á teningum, spilum og borðspilum, og nýjar hugmyndir
koma upp reglulega eða gamlar hugmyndir fá nýjan búning. Þáttaskil
urðu með tilkomu tölvutækninnar og hefur hröð tækniþróun sl.
áratugi fært heimilum aðgang að leikjatölvum nútímans. Leikjatölvan
hefur nú verið til staðar í 40 ár og er hálf öld síðan fyrsti tölvuleikurinn
leit dagsins ljós; en hvenær byrjuðu Íslendingar að nota leikjatölvur og
hvernig hefur þróun leikjatölva verið hér á landi?
leikjatölvuR Ryðja séR bRaut
Leikjatölvur urðu fyrst vinsælar í Bandaríkjunum og síðar meir í Evrópu
og leit fyrsta leikjatölva dagsins ljós hérlendis rúmum áratugi eftir að
fyrsta leikjatölvan, Magnavox Odyssey, kom út í Bandaríkjunum 1972.
Leikjatölvur fengu fljótt ágætar undirtektir hér á landi. Fyrst um sinn
voru orðin leikjatölva og tölvuleikur ekki mikið notuð í blaðagreinum
fyrr en nýlegri kynslóð af leikjatölvum (á borð við Nintendo Entertain-
ment System (NES)) voru fáanlegar hérlendis. Hugsanlega gæti það
verið vegna þess að um nýjan tæknibúnað var að ræða og því engin
íslensk nýyrði til yfir tilheyrandi tæki og tól sem fylgdu leikjatölvunni.
Áhugavert er að sjá hve seint orðið leikjatölva birtist í íslenskum
orðabókum. Í útgáfu af íslenskri-enskri orðabók frá árinu 2009 er
leikjatölva til dæmis ekki skrásett orð [2]. Svo virðist sem orðið sé enn
þann dag í dag að ryðja sér leið inn í íslenskar orðabækur. Orðin tölva
og heimilistölva voru frekar notuð snemma á níunda áratugnum yfir
leikjatölvur. Leikjatölvur fortíðarinnar hafa margar hverjar verið
flokkaðar sem heimilistölvur og eru jafnvel enn flokkaðar sem slíkar,
þar sem að þær búa yfir eiginleikum heimilistölvunnar og leikjatölvunnar.
Í stað þess að nota orðið tölvuleikur líkt og tíðkast í dag var oft talað
um leik, forrit eða leikjaforrit [3].
Árið 1983 fór að bera meira á tölvuauglýsingum í Morgunblaðinu en
áður. Bókabúð Braga (Laugavegi 118) var ein þeirra búða sem seldi
ýmsar gerðir af tölvum og leikjum. Í tölvudeild búðarinnar var hægt að
nálgast tölvur á borð við Atari 400 (16 k.) og 800 (48 k.), BBC (32 k.),
Commodor-64 (64 k.) og Spectrum (48 k.) á verðbilinu 8.198 kr. til
25.689 kr. Tölvuleikir í sömu verslun kostuðu þá á bilinu 400-800 kr.,
eftir því um hvaða tölvuleik var að ræða og fyrir hvaða tölvu [4]. Þá var
sérstaklega tekið fram ef tölvan réði við mörg mismunandi forrit og
auglýsa Heimilistæki hf. Sinclair Spectrum 48 K þannig árið 1983:
„Ótrúlega fullkomin tölva bæði fyrir leiki, nám og vinnu“ [5]. Um sama
leyti voru tölvuspilin frá Nintendo, Game & Watch, að ná vinsældum
og nældi Tölvuspil hf. sér í einkaumboð Nintendo á Íslandi. Tölvuspil
hf. tókst að dreifa tölvuspilunum víðsvegar um landið og var m.a.
hægt að nálgast eintök á Djúpavogi, Þórshöfn, Hvammstanga og
Flateyri árið 1983 [6]. Síðar var Tölvuspil hf. í viðskiptum við
bandaríska varnarliðið á Íslandi og árið 1985 námu viðskipti þeirra yfir
þúsund bandaríkjadölum [7].
leiktækjasaliR nÁ vinsældum
Leiktækjasalir voru nokkuð vinsælir um miðjan níunda áratug síðustu
aldar. Um 1980 voru 4-5 slíkir salir reknir í Reykjavík, en þeim fækkaði
talsvert árið 1982 þegar salurinn Einholtið var hvað vinsælastur.
Stöðunum fjölgaði aftur yfir í 7-8 sali í Reykjavík árið 1984, og var L-116
(við Laugarveg) og Ásinn (Hverfisgata 105) tveir vinsælustu leik tækja-
salirnir það árið. Árið 1983 óskuðu íþróttafélögin á Akureyri eftir
einkarétti á leiktækjasölum þar í bæ, en sú tillaga naut ekki stuðnings
bæjarstjórnar [8]. Aðgangur að leiktækjasölum takmarkaðist við 14 ára
aldur og var hart tekið á þeim viðmiðum. Ungt fólk kom í leiktækjasali
ekki einungis til að spila leiki, heldur einnig til að hitta vini og fá einhvers
konar útrás. Þrátt fyrir að nýir spilakassar með nýjum og endurbættum
leikjum kæmu fram voru eldri leikirnir vinsælli en þeir nýju, leikir á borð
við Pacman, Galaga og ýmiss konar kúluspil [9]. Svo virðist sem það
hafi verið mjög sveiflukenndur atvinnurekstur að vera með leiktækjasal
snemma á níunda áratugnum. Helsta skýringin á því að mati Tómasar
Tómassonar, eiganda unglingastaðarins Villta Tryllta Villa, var sú „að
hér hafa aldrei verið settir upp vistlegir og skemmtilegir tölvuspilasalir,
þar sem fjölskyldan getur komið saman, heldur hafa tölvuspilin höfðað
til mjög takmarkaðs hóps.“ Hann bendir svo á að svokölluð video
veitinga hús hefðu slegið í gegn í Bandaríkjunum, þar sem fjölskyldan
gat fengið sér að snæða og spilað tölvuspil saman þar á eftir [10]. Í dag
má finna slíka sali á Íslandi og ber þar helst að nefna Keiluhöllina í
Öskjuhlíð [11].
Til eru eldri dæmi um leiktækjasali hér á landi eða frá árinu 1971 þegar
að Tónabær opnaði leiktækjasal í kjallara hússins en lítið var fjallað um
slíka sali á þeim tíma [12]. Þegar að leiktækjasalurinn var opnaður í
Tónabæ var haldið „opið hús“ þar sem 400 unglingar mættu til að
skoða sig um og hefur leiktækjasalurinn eflaust fangað áhuga margra
[13]. Leiktækjasalir á áttunda áratugnum voru ekki endilega með mörg
tölvuspil en þar var hægt að fara í fótboltaspil, kúluspil, leika billiard,
skjóta í mark og keiluspil svo eitthvað sé nefnt [14]. Árið 1979 fór af
stað umræða í Morgunblaðinu um slæm áhrif leiktækjasala þegar
Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi fullyrti „að í leiktækjasölum væri
leikin sefjandi tónlist og að þar væri andrúmsloft spilavíta og að vera
þar gæti jafnvel leitt til hnupls ...“ [15]. Þegar fréttin birtist í Morgun
blaðinu voru fimm leiktækjasalir í Reykjavík (Grensásvegi 7, Einholti 2,
Laugavegi 92, Bankastræti 11 og Aðalstræti 8) [16].
Leiktækjasölum fór síðan að fækka snemma á tíunda áratugnum um
það leyti sem sífellt fleiri eignuðust leikjatölvur og gátu menn þá spilað
uppHaF og þRóun
leikjatölva og
leiktækjasala Á íslandi
Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins og MA-nemi í tölvuleikjafræði og
-hönnun við Brunel University í London
Í leikjatölvunum er þannig hægt að
spila og spjalla við aðra
tölvuleikjaspilara, versla í gegnum
netið og hlaða niður tölvuleikjum og
öðru afþreyingarefni.