Tölvumál - 01.10.2012, Síða 13
13
vinsælastu aðferðafræðinni á bak við alhliða leikjaspilara. Enda
hefur sigurvegari keppninnar frá 2007 til dagsins í dag alltaf verið
byggður á Monte-Carlo trjáleit.
Árið eftir var keppnin haldin í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum og
til leiks mætti endurbættur CadiaPlayer því þrátt fyrir velgengni
fyrra árs þá sýndi forritið einnig veikleika í ákveðnum leikjum sem
nú höfðu verið rannsakaðir og aðferðafræðin aðlöguð. Ennþá
sýndi CadiaPlayer forritið að það var í fremstu víglínu varðandi
notkun Monte-Carlo trjáleitar í alhliða leikjaspilun því það gerði sér
lítið fyrir og sigraði keppnina aftur og varð með því fyrsta forritið til
að sigra hana tvisvar. Árið 2009 var keppnin haldin í Pasadena,
California í Bandaríkjunum, en það árið varð CadiaPlayer að sætta
sig við sjötta sætið á meðan nýr heimsmeistari var krýndur, forrit er
nefndist Ary þróað af Háskólanum í París. Ary hélt áfram
sigurgöngu sinni árið 2010 í Atlanta, Georgia í Bandaríkjunum en
CadiaPlayer náði þriðja sætinu. CadiaPlayer komst svo í annað
sætið í keppninni 2011 sem haldin var í Barcelona á Spáni en þar
bættist nýtt forrit, TurboTurtle, í hóp þeirra er sigrað hafa þessa
keppni. TurboTurtle var skrifað af fyrrverandi nemanda í Stanford
sem nú starfaði hjá Google. Í ár endurheimti CadiaPlayer
heimsmeistaratilinn í alhliða leikjaspilun og varð með því fyrsta
forritið til að vinna keppnina þrisvar sinnum.
lokaoRð
Í ár útskrifaðist ég með doktorsgráðu í tölvunarfræðum frá
Háskólanum í Reykjavík. CadiaPlayer byrjaði sem rannsóknar-
verkefni mitt í meistaranámi mínu við sama skóla og varð seinna
aðal verkfæri rannsókna doktorsritgerðar minnar sem var unnin
undir leiðsögn Dr. Yngva Björnssonar. Rannsóknir á alhliða
leikjaspilun falla vel að markmiðum greindra kerfa, því slík kerfi eiga
að geta starfað sjálfstætt, lært af sjálfsdáðum og brugðist við áður
óséðum tilvikum. Með rannsóknum tengdum CadiaPlayer ásamt
frábærum stuðningi frá Háskólanum í Reykjavík hef ég getað
ferðast til hinna ýmissa staða hvort sem er til að tala á ráðstefnum,
við skóla eða kynnast nýjum sjónarhornum. Það er óhætt að segja
að CadiaPlayer hefur reynst mér góður félagi sem hefur bæði leyft
mér að upplifa einstaka hluti og kynnt mig fyrir fjölmörgu
áhugaverðu fólki. Það var því sérstaklega ánægjulegt að
lokapunkturinn á námi mínu var að leiða CadiaPlayer til sigurs í ár
og gera hann að núverandi heimsmeistara í alhliða leikjaspilun.
Þessi forrit fá aðeins að vita reglur leiksins sem þau eiga að spila
með litlum fyrirvara og án þess að mannshöndin komi nálægt þurfa
þau að móta eigin skoðun á hvernig best er að spila leikinn.