Tölvumál - 01.10.2012, Síða 34
34
Sýndarheimar (e. virtual worlds) geta verið tvívíðir á netinu eins og
„facebook“ eða þrívíðir með þeim eiginleikum að margir
einstaklingar geta verið á sama tíma þátttakendur í leik eða
félagslegri samkomu af ýmsu tagi. Sýndarheimar eins og hér er
fjallað um eru í þrívíddarumhverfi á veraldarvefnum þar sem fólk
getur átt samskipti í rauntíma í gegnum myndræna persónu sína
eða AVATAR. Hér verður ekki gerð grein fyrir ólíkum þáttum sem
finna má í sýndarheimum út frá tölvuleikjafræðum eða heimspeki,
heldur er látið duga að tala um sýndarheima sem þrívíddarumhverfi
þar sem fólk getur átt samskipti í rauntíma hvort sem er í töluðu
eða rituðu máli. Hér verður reynt að gera grein fyrir menningu og
hagfræði í sýndarheimum og það er mikilvægt að átta sig á því að
samskipti fólks eru í rauntíma og að hugtökin væntingar,
forgangsröðun og virði eiga ekki síður við um hegðun fólks innan
sýndarheima en utan þeirra.
menning í sýndaRHeimum
Rannsóknir á menningu í sýndarheimum eins og hér eru til
umfjöllunar eru ekki gamlar og mismunandi skoðanir á lofti um
hvernig skuli staðið að slíkum rannsóknum og hvort að skilgreina
eigi hugtakið menningu með öðrum hætti í sýndarheimum en gert
er utan þeirra. Það sama er uppi á tengingum þegar fjallað er um
hagfræði í sýndarheimum.
Hér verður fjallað um menningu og hagkerfi í sýndarheimum og
reynt að tengja saman hugmyndir um hvernig menning og hagkerfi
fléttast saman í sýndarheimum.
Í gegnum tíðina hefur staðsetning (e. location) mótað menningu í
þeim skilningi að við getum átt samskipti við þá sem eru á sama
stað og við. Aukin samskiptatækni og fleiri möguleikar til þess að
ferðast á milli staða hafa breytt hlutverki staðsetningar í samskipum
okkar og í mótun menningarinnar (Paul, 2009). Ef við tökum
klassísku skilgreiningu mannfræðinnar á menningu sem dæmi þá
er hægt að tala um ítalska menningu, hollenska menningu og svo
framvegis sem heildstæðar einingar eins og áður hefur komið
fram. Ef við yfirfærum þessa skilgreiningu á sýndarheima þá má vel
hugsa sér að hver sýndarheimur sé heildstæð eining og beri
einkenni sinnar „menningar“ og umhverfis. Íbúar eða notendur
mismunandi sýndarheima deila sama svæði og sammælast um
ákveðin gildi innan sýndarheimanna. En þetta er ekki svona einfalt,
segjum að sýndarheimar geti lagt grunn að eða leggi til „landsvæði“
þar sem menning getur orðið til og þróast og við höfum mörg slík
landsvæði þá getur fólk ferðast á milli svæða og borið með sér
mismunandi menningarstrauma frá einum stað til annars eða með
öðrum orðum frá einum heimi til annars. Það er því varasamt að
skoða bara einn sýndarheim í einu í því skyni að skilgreina
menningu í sýndarheimum vegna þess að þá er ekki verið að
skoða heildarmyndina heldur verið að skilgreina menningu á einum
ákveðnum stað í einu. Afleiðingin af því að skoða einn sýndarheim
í einu, eða nota einn sýndarheim til þess að skilgreina menningu í
sýndarheimum, getur verið sú að það sem fólk flytur á milli sýndar-
heima verður okkur hulið, t.d. gildi, skoðanir og venjur, rétt eins og
fólk tekur með sér frá einum stað til annars utan sýndarheimanna
(Paul, 2009). Ef við göngumst við þeirri skilgreiningu að menning
séu „...þær hefðbundnu skoðanir og gildi, sem þjóðfélagslegir,
trúarlegir og samfélagslegir hópar flytja nokkuð óbreytt frá einni
kynslóð til annarrar“ (Guiso, Sapienza og Zingales, 2006, bls. 23)
þá má hæglega gera ráð fyrir því að fólk taki einkenni eigin „raun“
menningar með inn í þá sýndarheima sem það notar til samskipta
eða til að kaupa vöru og þjónustu af einhverju tagi sem er þá
athöfn tengd forgangsröðun þess.
Ef við gerum ráð fyrir að fólk taki með sér skoðanir sínar og gildi inn
í sýndarheima þá er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvernig
skoðanir og gildi frá fyrri kynslóðum passa inn í það umhverfi sem
umræddur sýndarheimur býður upp á. Það má velta því fyrir sér
hvort að ungir notendur og neytendur inni í sýndarheimum geti flutt
með sér arfleið fyrir kynslóða inn í það samfélag sem þar má finna.
Þetta er vert rannsóknarefni ekki síður en að finna leið til þess að
skilgreina hvað er menning í sýndarheimum. Þegar litið er til þess
að menning miðli tilfinningum og umhverfi mannlegs samfélags og
geti gert það í gegnum listsköpun hvort sem um ræðir tónlist,
myndlist, dans eða hvað annað mannlegt atferli þá er óhætt að
segja að menning sé til staðar í sýndarheimum. Þá má líka segja
að hver sýndarheimur búi yfir ákveðnum sérmenningarlegum
einkennum.
HagFRæði í sýndaRHeimum
Skiptar skoðanir eru um hvernig og hvort hægt er að nota sömu
módel í hagkerfum sýndarheima og við notum í hagkerfum utan
þeirra.
Rannsóknir á hagfræði í sýndarheimum hafa skipst í tvo megin
flokka, þær rannsóknir sem nota hagfræði til þess að skilja
sýndarheima og virkni viðskiptahátta í þeim og svo þær rannsóknir
sem nota sýndarheima til þess að reyna að skilja hagfræði (Heeks,
2010).
menning og HagFRæði
í sýndaRHeimum
Signý Óskarsdóttir. Gæðastjóri og kennsluráðgjafi Háskólans á Bifröst