Tölvumál - 01.10.2012, Page 35

Tölvumál - 01.10.2012, Page 35
35 UNESCO skilgreinir menningariðnað sem þær atvinnugreinar sem „sameina sköpun, framleiðslu og markaðssetningu afurða sem eru óáþreifanlegar og menningalegar í eðli sínu“ (United Nations, 2008). Afurðir þessa atvinnugreina geta verið vara eða þjónusta sem oft varðar höfundarrétt. Ef litið er til þess að afurðirnar geta verið óáþreifanlegar og menningalegar í eðli sínu þá er hægt að segja að hluti af þeirri vöru og þjónustu sem er í boði í sýndarheimum falli undir þessa skilgreiningu. Þessar sýndarvörur geta verið tónlist, myndlist, stafrænar eftirlíkingar af vöru sem hægt er að kaupa utan sýndarheima, eða útlitsráðgjöf og áfram mætti telja. Einnig er hægt að mæta á viðburði eins og tónleika í sýndarheimum. Það sem hefur áhrif á framboð og eftirspurn í sýndarheimum er ekki eingöngu vörumerkin sem slík heldur líka skortur á framboði einstakra vara. Þeir sem búa til sýndarvöru gæta þess að fram- boðið fari ekki fram úr eftirspurninni. Ofgnótt er ekki endilega góð fyrir viðskiptin og neytendur vilja eignast það sem er einstakt eða framleitt í litlu magni. Lögmál framboðs og eftirspurnar virðast því fyllilega eiga við í hagkerfum sýndarheima, það sama má segja um val einstaklingsins og smekk (Salomon, Soudoplatoff, 2010; Lehdonvirta, V., 2009). Skiptar skoðanir eru á því hvort að hefð- bundin módel hagfræðinnar geti gengið inn í sýndarhagkerfum eða ekki. Eyjólfur Guðmundsson og fleiri fræðimenn hafa greint frá því að þeir hafi aðlagað hefðbundin módel hagfræðinnar til þess að nota í sýndarheimi. Sumir telja að hægt sé að nota hefðbundin módel hagfræðinnar óbreitt til þess að skilja sýndarhagkerfi og enn aðrir halda því fram að ekki eigi að tala um aðskilnað sýndarhagkerfa og þeirra hagkerfa sem eru utan sýndarheima. Að lokum eru til hugmyndir um að sýndarhagkerfi og „raun“ hagkerfi séu ekki af sama meiði en eigi sér engu að síður snertipunkt (Heeks, 2010). lokaoRð Skilin milli raunheima og þrívíddar-sýndarheima virðast verða óljósari með hverju árinu sem líður. Fyrir suma einstaklinga er ekki lengur um að ræða draumkenndan sýndarheim heldur raunheim sem hægt er að „logga“ sig út úr til þess að hvíla sig og nærast. Margar spurningar vakna þegar hegðun og virkni einstaklinga í sýndarheimum er skoðuð og er nánast hægt að færa allar spurningar sem við höfum spurt okkur hingað til í raunheimum inn í sýndarheima og spyrja þeirra þar, máta kenningar okkar úr öllum greinum félagsvísinda inn í sýndarsamfélög og rými. Við ættum að reyna að svara spurningum um lýðræði, siðfræði, tengslamyndun, nám, sálfræði, frávikshegðun, stjórnun, framleiðni og áfram mætti lengi telja. Það eru til heimar sem við sjáum ekki nema skrá okkur inn og taka þátt. Þeir heimar eru fyrir marga ótrúlega raunverulegir og þar fara fram viðskipti og félagsleg samskipti af öllum toga sem sannarlega er verðugt rannsóknarefni. Ef við gerum ráð fyrir að fólk taki með sér skoðanir sínar og gildi inn í sýndarheima þá er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvernig skoðanir og gildi frá fyrri kynslóðum passa inn í það umhverfi sem umræddur sýndarheimur býður upp á.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.