Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 46

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 46
46 Mikil aðsókn á viðurði Ský hefur verið góð hvatning fyrir metnaðarfulla starfsemi félagsins. Svo virðist sem meðbyr og góðvilji með Ský sé í upplýsingatæknigeiranum meðal þeirra sem koma að eða starfa í UT málum. Það átta sig ekki allir á að félagið er óháð félagasamtök rekin án hagnaðarmarkmiða (e. non-profit) og hjá því starfar einungis einn starfsmaður. Undirbúningur viðburða, fundarstjórn og fyrirlestrar er allt unnið í sjálfboðavinnu og kemur alltaf jafn skemmtilega á óvart hve vel fólk tekur í taka þátt í að viðburðir verði að veruleika. Óeigingjarnt starf ritnefndar og faghópa félagsins heldur starfinu á lofti og einnig hefur stjórn Ský á að skipa mjög hugmyndaríkum einstaklingum sem gefa mikið af sér. Án félagsmanna væri engin starfsemi en félögum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu misseri. Tveir faghópar hafa tekið til starfa á árinu og stendur til að stofna 1-2 til viðbótar áður en vetri lýkur. Faghópur um vefstjórnun sem var stofnaður fyrir nokkrum árum hafði lognast útaf en í vor var ákveðið að endurlífga hann og hefur starfsemi hópsins blómstrað síðan hann tók aftur til starfa. Faghópur um rekstur tölvukerfa var stofnaður seinnipart síðasta vetrar og þar erum við að fylla inn í gat sem vantaði í starfið sem er vettvangur fyrir kerfisstjóra og aðra sem koma að rekstri vélasala og tölvukerfa. Einn faghópur hefur haft litla sem enga starfsemi frá árinu 2009 sem er UT-konur og nú er ljóst að ekki er áhugi fyrir að halda honum áfram og hefur hann því verið lagður formlega niður. Vefsíðan okkar, www.sky.is hefur tekið stakkaskiptum síðustu mánuði og eftir að vefútgáfa Tölvumála birtist þar á forsíðunni hefur umferð á hana aukist tölvuvert. Á síðunni er hægt að setja inn ummæli við greinar og deila á samskiptamiðlunum. Einnig hefur verið leitast við að halda Twitter umræðu á gangandi á forsíðunni á meðan á viðburðum stendur og er nú alltaf sett upp #merki fyrir hvern viðburð svo auðvelt er að fylgjast með. Ljósmyndum frá viðburðum er hlaðið beint inn á Facebook síðu Ský og þaðan yfir á Twitter og er þetta skemmtileg viðbót við starfsemina. Ský hefur síðustu ár tekið lítinn þátt í erlendu samstarfi en rétt er þó að nefna að félagið er aðili að þremur erlendum samtökum í upplýsingatæknigeiranum og reynir að nýta þau sambönd þegar hægt er. Þessi félög eru IFIP (International Federation of Information Processing) og þar eru nokkrir Íslendingar sem taka þátt í starfi hópa innan samtakanna. Tengiliður Ský er Anna Kristjánsdóttir og einnig hefur Marta Lárusdóttir verið virk í IFIP. Önnur samtökin eru EFMI (European Federation for Medical Informatics) en faghópurinn Fókus tilnefnir tengilið Ský við EFMI sem nú er Arna Harðardóttir. Ský stóð fyrir EFMI STC2010 ráðstefnu í samstarfi við EFMI árið 2010 sem tókst gífurlega vel og gaman var að taka þátt í. Að lokum má nefna að undirrituð hefur verið tengiliður Ský við CEPIS (Council of European Professional Informatic Societies) og meðal annars tekið þar þátt í verkefninu ICT WOMEN. Framundan er skemmtilegur vetur og dagskráin fram á næsta ár þegar tilbúin þó þar vanti enn inná viðburði á vegum faghópanna. Framboð viðburða á vegum annarra samtaka er einnig töluvert og frábært að sjá að mæting á Ský viðburði er eins góð og raun ber vitni. Ég hvet ykkur til að vera í sambandi ef eitthvað er og einnig að tengjast Ský á Facebook, LinkedIn og Twitter í gegnum forsíðu sky.is og taka þátt í umræðum þar. Sjáumst á viðburðum í vetur. Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský FRéttiR FRÁ skRiFstoFu ský

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.