Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 4
4 Mannauðsstjórnun er nýlegt fag, en verður sífellt mikilvægara í stjórnun fyrirtækja. Hörð árferði síðustu ára hefur fylgt frekari nauðsyn þess að hlúa vel að mannauðnum, en með aukinni starfsánægju fást traustir starfsmenn sem hafa frjórri hugsun, skila meiri framleiðni, og leggja meira á sig fyrirtækinu til framdráttar. Útkoman eru ánægðari viðskiptavinir og minni starfsmannavelta, sem hvort tveggja eru mikilvægir þættir í afkomu og árangri fyrirtækja. Traust og öflugt mannauðskerfi er mikilvægt tól þegar kemur að árangursríkri mannauðsstjórnun; það er tímasparandi, einfaldar allar greiningar og vinnslur, og minnkar líkur á villum og mistökum í ferlum tengdum starfskraftinum. Þannig gerir gott mannauðskerfi mannauðsstjóra kleift að nýta eigin krafta og krafta starfsmanna sinna enn frekar fyrirtækinu til góðs. HluTVerk mannauðSSTjóranS Í grunninn felst mannauðsstjórnun í því að halda utan um málefni starfsmanna í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Mannauðsstjórinn sér til þess að starfsmannastefnan sé í takt við heildarstefnuna og að innan fyrirtækisins sé hæft starfsfólk sem getur tekist á við þau verkefni sem framundan eru. Hann er mikilvægur hluti stjórnendateymisins, enda er mikilvægt að við stefnumótun sé tekið mið af núverandi hæfileikum, þekkingu og kunnáttu innan starfsmannahópsins. Ekki er síður mikilvægt að greina hvort hægt verði að bæta við nýjum starfsmönnum með þá þekkingu, hæfileika og kunnáttu sem þarf til vinna þau verkefni sem stefnt er að – nú eða þróa það upp hjá núverandi starfsmannahópi. Mannauðsstjóri passar upp á velferð bæði einstaklingsins og heildarskipulagsins þannig að ákvörðunum stjórnenda sem snerta starfsmenn sé framfylgt svo að mestur árangur og framleiðni náist. Mannauðsstjórar eru í lykilhlutverki í því að þróa fyrirtæki áfram og ná árangri. HVernig nýTaST mannauðSkerfi fyrirTækinu? Gott mannauðskerfi er hægt að laga að viðkomandi fyrirtæki, eftir stærð, umfangi, starfsmannaveltu og viðfangsefni. Mannauðs stjórinn getur notað kerfið til að halda utan um allar upplýsingar um starfsmanninn – svo sem þekkingu, hæfileika, kunnáttu og aðstandendur – til viðbótar við nafn, heimili, fæðingardag og svo framvegis. Laun og kjör eru sömuleiðis oft hluti af mannauðskerfi, og þar með talið orlof, launatöflur, lífeyrissjóðs- og stéttar félagsgreiðslur og aðrar vinnslur sem tengjast fjárhagslegri umbun. Kerfið auðveldar mannauðsstjóranum ráðningarferlið; býður utanumhald um starfsauglýsingar og umsóknir, samskipti við umsagnaraðila, skráningu og samanburð frammistöðu í starfsviðtölum og ráðningu starfsmannsins. Eins má nýta kerfið til að greina hvar þörf er á öflugra átaki í ráðningarferlinu, til að mynda ef verið er að ráða í mjög sérhæfð störf. Í kerfinu má einnig skrá og fylgja eftir verkefnum tengdum starfsmanni, þekkingarþörf hans, markmiðum, starfsþróun, frammistöðu, mætingu, hrósum eða umkvörtunum – og jafnvel tiltali eða öðrum samtölum stjórnanda við starfsmann, sem þarf að vera formleg söguskráning fyrir. Eins eru stundum skráðir í mannauðskerfið hlutir í vörslu starfsmannsins, svo sem símar, fartölvur, einkennisbúningar og aðgangskort. Þannig getur kerfið minnt mannauðsstjórann á að starfsmaðurinn þurfi að skila þessum hlutum við starfslok. Öflugt mannauðskerfi getur gefið notendum mismunandi aðgang að gögnum, svo stjórnendur geti unnið með og skoðað gögn fyrir sína undirmenn, skráð ráðningabeiðnir og frammistöðuviðtöl, svo eitthvað sé nefnt. Ekki er verra að gefa starfsfólki aðgang að því að uppfæra ákveðnar upplýsingar um sjálft sig, og auka þannig líkur á að þær upplýsingar innihaldi alltaf réttustu gögnin. Um leið minnkar álag á mannauðsdeild eða mannauðsstjóra, sem geta þá frekar sinnt verkefnum sem krefjast sérmenntunar þeirra eða reynslu. Upplýsingarnar í kerfinu flæða að sjálfsögðu á milli kerfiseininga, svo aldrei þarf að tvískrá upplýsingar, en þar með sparast tími mannauðsstjórans, og hætta á innsláttarvillum minnkar stórlega. Gögnin geta líka flætt yfir í önnur kerfi og á innri eða ytri vefi fyrirtækisins með innbyggðum vefþjónustum og samþættingar möguleikum, svo þar sé alltaf að finna nýjustu upplýsingar. af HVerju að noTa mannauðSkerfi? Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að fyrirtæki sem taka mannauðsmálin föstum tökum taki upp mannauðskerfi, en hér er stiklað á stóru: • Starfsmannastjórar og aðrir stjórnendur þurfa að fá tól og tæki til þess að sinna sínu starfi sem best, spara tíma og minnka líkur á villum við gagnaskráningu og -vinnslu. • Metnaðarfullir starfsmenn gera kröfu um aðgang að eigin upplýsingum sem varða fyrirtækið, svo sem skjöl (t.d. ráðningasamninga, launaseðla og fundargerðir), persónu- upplýsingar, starfsþróun, þekkingu, hluti í vörslu, starfs- og launaþróun o.fl. • Gott aðgengi að tölfræði og öðrum mælingum stuðla að eftirliti, eftirfylgni og betri árangri. Í góðu mannauðskerfi er hægt að halda utan um laun, ráðningar, mannauð, fræðslu, þekkingu, markmið, árangur og fleiri upplýsingar. Stjórnendur þurfa að hafa yfirlit yfir þessa liði og fylgjast með þróun á þeim til þess að ná fullnægjandi arðsemi vegna fjárfestingarinnar, enda eru laun stærsti staki útgjaldaliður flestra fyrirtækja. • Allt í einu kerfi. Það er mikil hagræðing í því að hafa allar starfsmannaupplýsingarnar í einu kerfi. Nægilega öflug mann- auðskerfi bjóða mannauðsdeildinni alla þá virkni sem þau þurfa að nota, í einni, notendavænni og traustri lausn. Þetta leiðir til aukinna afkasta deildarinnar þar sem ekki þarf að fara milli mismunandi kerfa með ólíka flýtilykla eða leiðir til aðgerða og upplýsingaöflunar eða -skráningar. faglegri mannauðSSTjórnun með aðSToð TölVuTækninnar Hólmfríður Steinþórsdóttir, vörustjóri mannauðslausnarinnar H3 hjá Tölvumiðlun

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.