Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 40
40
Á síðustu misserum hefur það færst í aukana að íslenskir kennarar og
aðrir sem koma að skólamálum nýti sér samfélagsmiðla til að auðvelda
samskipti og dreifa upplýsingum um nýjungar sem tengjast námi og
kennslu. Þannig hafa myndast öflug starfssamfélög þar sem þátttakendur
sinna eigin símenntun- og starfsþróun með ýmsum hætti. Í október 2012
var MenntaMiðja stofnuð til að styðja við þessi sjálfsprottnu
grasrótarsamfélög skólafólks, sem við köllum torg, og styrkja tengsl
þeirra og fræðasamfélags háskólanna. Að baki MenntaMiðju standa:
Menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennara-
samband Íslands, Menntavísindasvið HÍ, Hug- og félagsvísindasvið HA
og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Á því tæpa ári sem
MenntaMiðja hefur verið starfrækt hefur margt áunnist í samstarfi við
starfssamfélög á Tungumálatorgi, Náttúrutorgi og Sérkennslutorgi. Um
þessar mundir er unnið að því að byggja á þeirri reynslu sem til er orðin
og fjölga starfss amfélögum skólafólks sem nýta sér upplýsingatækni, sér
í lagi samfélagsmiðla, til að stuðla að auknu samstarfi og miðlun
upplýsinga og þekkingar.
STarfSumHVerfi á upplýSingaTækniöld
Seint á tíunda áratug síðustu aldar var ég staddur á ráðstefnu um
tölvustutt nám í Bandaríkjunum. Á þessum tíma var umræða um
„þekkingarstjórnun„ að ná hámarki. Mishæfir gúrúar nýttu tækifærið til að
sannfæra jafnvel reyndustu stjórnendur um að með fjárfestingu í
upplýsingatækni myndi þekking flæða um ganga fyrirtækja þeirra eins og
Skaftá í góðu hlaupi. Þessi sami bjartsýnisljómi sveif yfir vötnum á
ráðstefnunni og var kynntur til sögunnar fjöldinn allur af töfralausnum sem
myndi auðvelda þekkingar stjórnun í fyrirtækjum og stofnunum. Sölumenn
hugbúnaðarlausna létu að því liggja að dagar hefðbundinnar
starfsþjálfunar væru taldir og nú myndi upplýsingatæknin sjá um að
fanga og miðla þekkingu hvenær og hvert sem hennar væri þörf.
Aðalfyrirlesarinn, Michael Milken, reyndur stjórnandi og mikill áhugamaður
um nám og starfsþjálfun, hristi því hressilega upp í gestum þegar hann
lýsti sinni reynslu af þekkingarmiðlun innan fyrirtækis. Hann fullyrti að til
þess að þekkingaryfirfærsla gæti átt sér stað milli samstarfsaðila mætti
raunveruleg fjarlægð milli þeirra ekki vera meiri en ca. 15 fet (um 5m) -
sama hvaða tækni væri til staðar.
Á þeim fimmtán árum sem hafa liðið síðan ég sótti þessa ráðstefnu hefur
margt breyst. Í stað fyrirferðamikilla borðtölva notumst við í auknum mæli
við öflugar fartölvur og snjallsíma til að halda okkur í sambandi við
samstarfsfólk hvar og hvenær sem er. Segja má að raunheimar og
netheimar hafa tvinnast saman þannig að það hefur núorðið litla merkingu
að tala um fjarlægð milli samstarfsfólks í mældum metrum. Nálægðin
felst í því hvernig okkur tekst að nýta samskiptatækni nútímans.
MenntaMiðja og starfssamfélögin sem tengjast henni hafa sprottið úr
nýju starfsumhverfi þar sem aukið upplýsingaflæði knýr áfram örari
úreldingu og nýsköpun þekkingar. Þörf er á nýjum aðferðum til að tryggja
að starfsfólk skóla búi yfir þeirri hæfni og þekkingu sem þarf til að sinna
kennslustarfi í breyttum samfélögum 21. aldar. Skólafólk hefur sjálft tekið
af skarið með myndun starfssamfélaga sem nýta nýjustu tækni til að
skapa nálægð milli dreifðra samstarfsaðila og stuðla að skilvirku
upplýsingastreymi, umræðu og samstarfi um nýjungar sem það varðar.
MenntaMiðja kemur að þessu breytta starfsumhverfi skólafólks með tvö
meginmarkmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi, að styrkja tengsl fræða-
samfélags háskólanna við þann vettvang sem hann þjónar og stuðla
þannig að auknu upplýsingaflæði milli þessara aðila. Í öðru lagi, að
rannsaka áhrif upplýsingatækni og samfélagsmiðla á símenntunarleiðir
skólafólks til að bæta skilning okkar á því hvernig þessi tækni getur best
nýst í því samhengi.
STarfSSamfélög SkólafólkS á neTinu
Upphaf MenntaMiðju má rekja til Tungumálatorgs (www.tungumalatorg.
is sem var stofnað í nóvember 2010 með stuðningi mennta mála-
ráðuneytisins og ýmissa íslenskra og norrænna sjóða. Markmið
Tungumálatorgs er að byggja upp öflugan samstarfs vettvang fyrir
tungumálakennara á netinu. Þannig eru vefurinn og samfélagsmiðlar
notaðir til að brúa bilið milli fjarlægra einstaklinga með það í huga að
bæta aðgengi að upplýsingum um nýjungar tengdar námi og kennslu
tungumála og fjölmenningarlegu skólastarfi. Vefur torgsins er tæknileg
umgjörð þess en hið eiginlega samstarf fer að mestu fram á
samfélagsmiðlum og sérstökum viðburðum, s.s. upplýsingafundum og
námskeiðum. Tungumálatorg gegnir þannig mikilvægu hlutverki í
símenntun og starfsþróun kennara og annars skólafólks með því að
skapa vettvang þar sem þátttakendur miðla þekkingu um kennsluaðferðir,
tækni og námsefni á opnum og aðgengilegum vettvangi.
Á síðasta ári komu tvö ný torg til sögunnar sem voru stofnuð eftir
fyrirmynd Tungumálatorgs. Það eru Náttúrutorg (www.natturutorg.is),
sem tengist starfssamfélagi náttúrufræðikennara, og Sérkennslutorg
(www.serkennslutorg.is), sem tengist starfs samfélagi þeirra sem koma
að kennslu nemenda með sérþarfir. Torgin móta sín eigin verkefni í
samræmi við þarfir samfélags þeirra og nýta þá tækni sem best hentar
hverju sinni. Sérstaklega vel hefur reynst að nýta Facebook þar sem
flestir Íslendingar eru þegar virkir notendur og hægt er að tengja
samskiptavettvang torganna beint inn í hið daglega netræna umhverfi
notenda. Stofnaðir hafa verið Facebook hópar þar sem aðilar að
starfssamfélögunum geta leitað eftir og skipst á upplýsingum um
nýjungar sem tengjast þeirra fagi. Eins og á Tungumálatorgi hafa
viðfangsefni torganna verið af ýmsum toga, t.d. símenntun,
upplýsingamiðlun, gerð námsefnis, þróun kennsluaðferða, notkun nýrrar
tæknilausna og þar fram eftir götunum.
Um haustið 2012 boðaði Menntavísindasvið HÍ til vinnustofu með Etienne
Wenger og Beverly Trayner um fræðslu og þjálfun í starfssamfélögum en
Wenger er upphafsmaður kenninga um starfssamfélög (e. communities
of practice) ásamt Jean Lave. Í kjölfar vinnustofunnar var ákveðið að
stofna MenntaMiðju til að styrkja tengsl fræðasamfélags háskólanna við
starfssamfélög skólafólks og þróa frekar hugmyndafræðina sem liggur
að baki þeirra með áherslu á markvissa notkun upplýsingatækni og
samfélagsmiðla til starfsþróunar.
mennTamiðja
MenntaMiðju er ætlað að vera umgjörð utan um sjálfsprottið grasrótarstarf
skólafólks. Mismunandi torg eru grunneiningar MenntaMiðjunnar og þar
fer fram hið raunverulega starf. Með MenntaMiðju er lögð áhersla á
tengingar milli stofnana, skóla og fræðasamfélags með gagnkvæman
ávinning allra aðila að leiðarljósi. Þannig er MenntaMiðja hugsuð sem eins
konar starfssamfélag starfssamfélaga.
mennTamiðja –
STarfSSamfélög
SkólafólkS á neTinu
Tryggvi Thayer er verkefnisstjóri MenntaMiðju og Ph.D. kandídat í stjórnun
og stefnumótun í menntun