Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 50

Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 50
50 www.advania.is í heimili við Guðrúnartún upplýsingatækninnar Velkomin og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Skemmtileg umgjörð fyrir góð samskipti Verslun Advania býður gæðavörur frá þekktustu tölvuframleiðendum heims. Hún er líka staðurinn þar sem við greinum þarfir og veitum ráðgjöf, auk þess að vera þægilegur viðskiptavina. Punkturinn yfir i-ið er svo kaffihús Te & Kaffi, þar sem ljúffengir kaffidrykkir eru töfraðir fram. fundarstað, sýningarsal og kaffihús. H V ÍT A H Ú S I Ð /S ÍA 1 3 -2 2 9 2 Vetrarstarfið fer vel af stað og er mikil aðsókn á viðburði Ský góð hvatning fyrir metnaðarfulla starfsemi félagsins. Svo virðist sem mikill meðbyr og góðvilji með Ský sé í upplýsingatæknigeiranum meðal þeirra sem koma að eða starfa í UT málum. Það átta sig ekki allir á að félagið er óháð félagasamtök rekin án hagnaðarmarkmiða (e. non-profit) og hjá Ský starfar einn starfsmaður. Undirbúningur viðburða, fundar stjórn og fyrirlestrar er allt unnið í sjálfboðavinnu og kemur alltaf jafn skemmtilega á óvart hve vel fólk tekur í taka þátt í að viðburðir verði að veruleika. Óeigingjarnt starf ritnefndar og faghópa félagsins heldur starfinu á lofti og einnig hefur stjórn Ský á að skipa mjög hugmyndaríkum einstaklingum sem gefa mikið af sér. Án félagsmanna væri engin starfsemi en félögum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu misseri. Síðastliðið vor var enn einn faghópurinn stofnaður og styður hann vel við hugmyndafræði UTmessunnar um að styðja við og auka menntun, fræðslu og fræðistörf í UT. Þar er úrvalslið þeirra sem hafa áhuga á málefninu um að gera þurfi enn betur til að fá ungt fólk til að velja tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarf, nýta upplýsingatæknina betur í skólastarfi og hvetja til endurmenntunar starfsmanna í tölvugeiranum. Á aðalfundi Ský í febrúar 2013 var nýr félagi heiðraður, Anna Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Anna hefur í gegnum árið komið að starfi Skýrslutæknifélagsins með margvíslegum hætti en þó aðallega sem fulltrúi félagsins gagnvart IFIP (International Federation for Information Processing). Anna Kristjánsdóttir var kjörin í stjórn Skýrslutæknifélags Íslands 1987 – 1993, varaformaður félagsins árin 1989-1193. Anna var fyrsti menntunarfræðingurinn sem tók þar sæti. Hún hafði skrifað greinar í Tölvumál, einkum um erlend málefni og sett þau í íslenskt samhengi. Þar leiddi Anna meðal annars afmælisnefnd Ský 1993 þegar félagið varð 25 ára. Anna hefur unnið úr heimildum í sögu Skýrslutæknifélags Íslands og mikli fleiri gögnum sem varða upplýsingatækni í námi. Hún vinnur að ritun bókar sem varpar ljósi á hálfrar aldar skeið þessara mála í íslensku samfélagi. Anna á sæti í Öldungadeild Ský og er í stjórn nýstofnaðs faghóps um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT. Í febrúar gaf orðanefnd Skýrslutæknifélagsins út 5. útgáfu Tölvu- orðasafnsins á tölvutæku formi og afhenti félaginu það til varðveislu. Þar með lauk störfum þeirra sem hafa verið í orðanefndinni síðustu 35 árin eða samfellt frá árinu 1978. Mikið og óeigingjarnt starf hefur verið unnið á þeim árum og þakkar stjórn Ský þeim Sigrúnu Helgadóttur, Baldri Jónssyni, Þorsteini Sæmundssyni og Erni S. Kaldalóns þeirra framlag við að finna nýyrðum á sviði tölvutækninnar farveg í íslensku máli. Hægt er að nálgast Tölvuorðasafnið á vefnum www.sky.is og einnig yfirlit yfir þau rit sem orðanefndin hefur tekið saman í gegnum árin. Framundan er skemmtilegur vetur og drög að heildardagskrá vetrarins 2013 -2014 komin á vef Ský. Ég hvet ykkur til að vera í sambandi ef eitthvað er og einnig að tengjast Ský á Facebook, LinkedIn og Twitter í gegnum forsíðu sky.is og taka þátt í umræðum þar. Sjáumst á viðburðum í vetur. fréTTir af STarfSemi Ský: Anna Kristjánsdóttir gerð að heiðursfélaga í Ský. Orðanefnd Ský til 35 ára kvödd. Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.