Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 10
10
Blindir og sjónskertir urðu snemma tölvuvæddir, enda kostir
rafvæðingar augljósir þar sem með tölvum er auðveldlega hægt að
stjórna leturstærð og birtuskilyrðum. Skjal sem er prentað út er
algjörlega óaðgengilegt fyrir sjónskertan einstakling getur með
einföldum aðgerðum orðið aðgengilegt í rafrænu formi. Með þróun
talgervla og aukinni áherslu á aðgengi í forritun verður tölvutæknin
aðgengileg blindum á eigin móðurmáli og báðir hópar standa jafnfætis
sjáandi þegar kemur að t.d. ritvinnslu. Þetta aukna aðgengi tryggir
blindum og sjónskertum atvinnu- og námstækifæri sem áður voru
óhugsandi eða öllu falli mjög erfið. Blindir og sjónskertir ættu nú að
geta sinnt til dæmis öllum skrifstofustörfum, án þess að lenda í
vandræðum.
aðgengi Hjá öllum
Þrátt fyrir að flestar þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru séu frekar
einfaldar í framkvæmd var aðgengi framan af ekki innbyggt í stýrikerfin
Það voru einhverjar tilraunir til þess en ekkert sem var nothæft fyrir
blinda og sjónskerta. Það var ekki fyrr en Steve Jobs og félagar ákváðu
að aðgengi fatlaðra væri ófrávíkjanlega krafa í öllum Apple vörum að
þróunin fór á fullt.
STækkun, Tal og punkTaleTur
Rafrænt aðgengi blindra og sjónskertra felst í þessu þrennu; stækkun,
tali og punktaletri. Stækkun getur verið ágætis lausn fyrir sjónskerta en
þá oftast ekki nóg að stækka letrið í einstökum forritum eins og til
dæmis innri stækkun í Outlook, heldur er nauðsynlegt að setja upp
sérforrit sem stækkar allt. Það sem oft á til að gleymast er sú staðreynd
að sá sjónskerti er alltaf sjónskertur, og þarf líka aðgengi að Windows
Explorer til þess að geta notað vélina jafnfætis öðrum sjáandi. Þar að
auki eru gæði leturs misjöfn og það krefst sértækrar tækni til að stækka
lélega gert letur í allt að 36x stækkun. Vegna þessa eru á Windows
stýrikerfum notuð sérstök stækkunarforrit, það eru Zoom Text forritið
frá AiSquared og Supernova frá Dolphin.
Þessi forrit eru þung í keyrslu og hafa áhrif á hraða og líftíma vélarinnar,
þau tryggja hinsvegar sjónskertum 100% aðgengi í öllu Windows
viðmótinu. Fyrir utan að stækka gefa þessi forrit notendum kost á því
að breyta litasamsetningum og litavali. Sjónskerðingar eru mjög
fjölbreytilegar og það sem hentar einum hentar alls ekki öðrum, en fyrir
marga sjónskerta er birta erting þannig að svokölluð „öfug birtuskilyrði“
(e. Inverted) henta þeim vel. Aðrir sjá bara ljósblátt eða alls enga liti og
þá er lítið mál að aðlaga vélina eftir því. Fólk sem notar stækkun er
mikið spurt út í skjái, hvort það sé ekki hentugast að nota eins stóran
skjá og mögulegt sé hægt að fá. Það er vissulega þannig að sumir hafa
not af stærri skjá og jafnvel tveimur, en þetta fer allt eftir því hvernig
sjónsviðið er. Ef notandinn er til að mynda með mjög þrönga rörsjón þá
er stærri skjár jafnvel bara til trafala. Þetta þarf því alltaf að meta út frá
þörfum einstaklingsins.
Tal
Komin er tölvuverð reynsla af notkun talgervla á Íslandi, það ar
tölvugerðum röddum sem með aðstoð sérstakra forrita geta lesið
tölvutækan texta. Þróaðir hafa verið nokkrir talgervlar fyrir íslenska
tungu; Sturla, Snorri, Ragga og nú síðast Karl og Dóra.
Með talgervli verður allur tölvutækur texti aðgengilegur blindum og
þessi tækni nýtist einnig sjónskertum vel þar sem viðkomandi getur
hvílt augun á meðan talgervillinn sér um að lesa lengri texta. Upplestur
á tölvutækum texta gagnast í raun mun stærri hópi eða öllum þeim
sem falla undir skilgreininguna „prentleturshömlun“ og getur þá bæði
komið alveg í stað lesturs eða sem stuðningur fyrir t.d. lesblinda.
Talgervillinn í sjálfu sér er hinsvegar ekki nóg til þess að textinn sé lesinn
upp, hann þarf stýriforrit sem finnur textann og ákveður hvernig hann
er lesinn. Það eru margar lausnir til fyrir þetta á markaðinum. Bæði
Zoom Text og Supernova bjóða upp á talstuðning, en fyrir alblinda er
algengara að nota sérhönnuð forrit fyrir tal eins og JAWS frá Freedom
Scientific og Nvda sem er ókeypis hugbúnaður og aðgengileg á nvda-
project.org. Þar fyrir utan er ótal smáforrita sem geta aðstoðað við að
lesa fyrir fram tilgreindan texta, eins og t.d. vefþulur.
Í aðgengisforritum eins og JAWS og NVDA er músin gerð óvirk, þar
sem bendilinn gagnast blindum lítið og fókus og aðgerðum stýrt með
TAB-takka, örvum og Windows flýtileiðum. Með TAB er hægt að færa
fókus frá innihaldi heimasíðu yfir í vefslóðareitinn og þar er hægt að
eyða með ctrl+a+del og skrifa nýja slóð, velja Enter og færa svo fókus
niður á innihald með TAB, talgervillinn les jafnóðum bæði til þess að
tryggja að notandinn vita hvar hann sé staðsettur og til þess að upplýsa
um innihald texta. Til þess að hægt sé að fara með TAB takka á milli
réttra reita þurfa þeir að vera skrifaðir rétt af hálfu forritara. Þetta er lang
oftast í lagi í dag og sú mikla og góða staðlavinna sem hefur verið
unnin hefur svo sannarlega borið árangur. Enn koma þó stundum upp
vandamál, þannig eiga mörg forrit erfitt með að finna texta í Chrome, á
meðan það gengur mjög vel í Firefox og hefur batnað í Internet
Explorer. Þetta breytist með uppfærslum, batnar og versnar á víxl.
að Heyra raddir
Talgervlar eru smíðaðir á mismunandi hátt og hafa þróast töluvert
undanfarin ár, frá því að vera tölvuröddin sem við þekkjum úr
framtíðarmyndum og hægt er að finna ókeypis á netinu (e. espeak) eru
þeir orðnir þýðari og jafnvel hálf mannlegir eins og nýju IVONA raddirnar
sem hlotið hafa mikið lof fyrir mannleg gæði. En það eru ekki öll forrit
sem styðja allar raddir og mjög mismunandi hvað einstaklingum finnst
þægilegt. Sumum finnst jafnvel betra að vera með ópersónulega
„dósa“ rödd á meðan aðrir eiga erfitt með að greina hvað hún segir og
hér hefur samþætt heyrnar- og sjónskerðing og aðrar viðbótafatlanir
mikið að segja. Þau forrit og tæki sem notast við talgervil setja sín
takmörk og styðja ekki endilega alla talgervla og þar að auk þarf alltaf
blindraTækni
Rósa María Hjörvar, fagstjóri tölvuráðgjafar, Þjónustu- og
þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda
einstaklinga