Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 31
31 fjármunum og á vegum hans eru fjölmargir lobbýistar. Þannig hefur reynst þrautin þyngri að ná í gegn lagabreytingum sem hafa það að markmiði að tryggja hag þeirra sem innan iðnaðarins starfa. Sem dæmi má nefna nýleg lög í Los Angeles sem kveða á um skyldu til að nota smokka við framleiðslu klámefnis. Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál en klámiðnaðurinn hefur barist gegn lögunum með kjafti og klóm og lætur nú á þau reyna fyrir dómstólum, samhliða því að ferðast um langan veg til að taka upp klám án smokka. Hin hliðin á peningnum snýr síðan að þeim sem klámiðnaðurinn reynir að ná til, en þar á meðal eru börn og ungmenni. Í Bretlandi hefur David Cameron forsætisráðherra lýst yfir vilja til knýja á um að fjarskiptafyrirtæki loki á klámsíður nema að viðskiptavinir þeirra óski sérstaklega eftir öðru. Þarna er því komin ein tillaga af tæknilegri lausn sem þarfnast gagnrýnnar umræðu. engar uppfinningar efTir Hins vegar hefur borið við að umræðan um tæknilegu þættina litist af pólitískum áherslum, það er að sérfræðingar segja í krafti tæknilegrar þekkingar sinnar að ómögulegt sé að framfylgja lögum um bann við klámi. Skýringar sem fylgja eru síðan pólitísks eðlis, t.d. á þá leið að boð og bönn séu alltaf slæm, klám sé ekki skaðlegt eða að lög samfélagins nái alls ekki til internetsins. Þá virðist gæta þeirrar tilhneigingar að líta svo á að internetið og tækni því tengd sé komið á endastöð og minnir sá þráður umræðunnar á þau fleygu orð sem eiga að hafa fallið í lok 19. aldar, að allt sem hægt væri að finna upp hefði þegar verið fundið upp. Ég vík að þessu þar sem ég tel nauðsynlegt að sérfræðingar með tæknilega þekkingu komi að umræðunni með skilningi á þeim forsendum sem hér hafa verið raktar. Ef við gefum okkur að nokkuð breið samstaða ríki um að núverandi ástand sé ekki viðunandi, hvernig eigum við að fara að? Hvernig getur tæknin hjálpað okkur til að vernda börn fyrir ágengi klámiðnaðarins? Ofbeldisklámiðnaðurinn mun alltaf reyna að finna sér leiðir framhjá lögum og reglum. En tækist okkur aðeins að búa svo um hnútana að 80% barna yxu úr grasi án þess að sjá ofbeldisfullt klám, þá væri til mikils unnið. Við getum ekki gefist upp frammi fyrir þessu viðfangsefni, þótt það kunni að virðast flókið. Vísindi án mannúðar, sagði Gandhi. Í umræðu um dreifingu ofbeldisfulls klám verður að gæta að mannúðinni. Annað getum við ekki leyft okkur þegar verndarhagsmunirnir eru þetta ríkir. Wise býður ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. - snjallar lausnir Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.