Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 44
44
Eins og lesendur Tölvumála hafa vafalaust tekið eftir birtist síðastliðið
vor á vefsetri Skýrslutæknifélagsins ný útgáfa, sú fimmta, af Tölvuorða-
safninu. Að þessu sinni var orðasafnið eingöngu gefið út á veraldar-
vefnum. Fyrsta útgáfa orðasafnsins kom út árið 1983 á vegum Hins
íslenska bókmenntafélags og hafði að geyma rösklega 700 hugtök.
Engar skilgreiningar eða skýringar fylgdu hugtökunum. Í nýjustu
útgáfunni eru tæplega 6800 hugtök og fylgja þeim flestum skilgreiningar
og skýringar.
Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands hefur tekið saman efni í allar
útgáfur Tölvuorðasafnsins. Nefnd þessi var stofnuð árið 1968 til þess
að safna íslenskum orðum um tölvur og gagnavinnslu og þýða erlend
orð. Á tímabilinu frá 1978 til þessa dags hafa fjórir einstaklingar starfað
í nefndinni, þau Baldur Jónsson prófessor (d. 2009), Sigrún Helgadóttir
tölfræðingur (formaður), Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og
Örn S. Kaldalóns kerfisfræðingur.
Eftir lát Baldurs Jónssonar var ákveðið að vinna úr því efni sem safnast
hafði eftir að fjórða útgáfan kom út. Árangur af því starfi birtist í 5.
útgáfunni. Auk þeirra hugtaka sem bæst hafa við, hefur eldra efni verið
endurskoðað. Gerðar hafa verið minni háttar lagfæringar og breytingar
á því efni sem fyrir var í safninu.
Efnissöfnun fyrir þessa útgáfu hefur aðallega verið á veraldarvefnum.
Helst hefur verið stuðst við efni sem er aðgengilegt á vefsetrunum
http://foldoc.org/ (FreeOn-LineDictionary Of Computing), http://www.
wikipedia.org/ og http://whatis.techtarget.com/ (TechTarget). Frjáls
aðgangur er að öllu þessu efni.
Arnaldur Axfjörð hefur eins og áður unnið með nefndinni að orðaforða
um tölvu- og gagnaöryggi. Tryggvi Björgvinsson sat einnig nokkra fundi
þar sem sérstaklega var fjallað um orðaforða sem tengist Linux-
stýrikerfinu. Orðanefndin þakkar þeim báðum kærlega fyrir góða
aðstoð. Nefndin þakkar einnig þeim fjölmörgu sem hafa haft samband
við nefndina og lagt fram fyrirspurnir um orðanotkun. Þessar fyrirspurnir
hafa oft orðið til þess að nefndin hefur endurskoðað heiti sem þegar
hafa verið birt eða fundið heiti fyrir ný hugtök. Slíkar fyrirspurnir verða
einnig oft til þess að nefndin leitar að skyldum hugtökum og gefur þeim
heiti.
Stefán Briem sem ritstýrði þriðju og fjórðu útgáfu Tölvuorðasafnsins, tók
að sér að ganga frá efninu til útgáfu á veraldarvefnum. Viðar Másson hjá
Já-Spurl hannaði upphaflega vefviðmótið. Sama viðmótið er nú notað
og Viðar Másson hefur aftur séð um alla tölvuvinnu. Nú starfar Viðar hjá
fyrirtækinu Datamarket. Nefndin þakkar Viðari og forsvarsmanni
fyrirtækisins, Hjálmari Gíslasyni, fyrir ánægjulegt samstarf eins og fyrr.
Vefurinn er hýstur af fyrirtækinu Já Upplýsingaveitur hf. og er
forsvarsmönnum fyrirtækisins þakkað fyrir þá aðstoð.
Orðasafnið er aðgengilegt á vefsetri Skýrslutæknifélagsins, http://sky.
is/. Ákveðið var að setja þar inn meira efni til fróðleiks fyrir notendur. Á
vefnum má bæði leita í orðasafninu og nálgast prenthæft pdf-skjal með
safninu í heild. Einnig má finna þar upplýsingar um gerð 5. útgáfunnar,
um nefndarmenn og fyrri útgáfur. Finna má formála og inngang að
fyrstu fjórum útgáfum orðasafnsins. Einnig má sækja orðasafnið í
sérstöku TBX-sniði sem er ætlað fyrir þýðingaminni. Sú skrá var gerð í
tengslum við verkefnið META-NORD sem greint var frá í greininni
Máltækni á Íslandi (Sigrún Helgadóttir 2013). Einnig er rétt að benda á
að ritið Íslensk táknaheiti, sem nefndin tók saman og Íslensk málnefnd
gaf út 2003, er aðgengilegt sem pdf-skjal á vefsíðu orðasafnsins. Það
rit hefur ekki verið mjög sýnilegt en ætti að gagnast tölvunotendum þar
sem í því er listi yfir mörg tákn ásamt tillögum að heitum.
Á fyrri árum hafa undirrituð og Stefán Briem ritað ýmsa pistla í Tölvumál
um orðaforða í upplýsingatækni. Það er ekki markmið þessa pistils að
ræða sérstaklega um einstök orð. Hins vegar gæti verið áhugavert að
athuga hvaða aðferðum orðanefndin hefur beitt til þess að gefa
erlendum hugtökum íslensk heiti.
Ýmsar aðferðir eru nýttar við að finna íslensk heiti í stað enskra og á það
einnig við um aðrar fræðigreinar. Stundum eru ensku orðin þýdd beint
eins og t.d. diskur fyrir enska orðið disk (eða disc) og seguldiskur fyrir
magnetic disk. Stundum er reynt að finna íslensk heiti sem eru ekki bein
þýðing heldur lýsa merkingu hugtaksins. Sem dæmi um það má taka
enska heitið benchmark test sem í Tölvuorðasafninu heitir afkastaprófun.
Einnig mætti benda á þýðingu á enska heitinu analog. Orðabókarþýðing
er ‚hliðstæður‘ en það segir ekki mikið um merkingu hugtaksins.
Lýsingarorðið analog er notað um eitthvað sem breytist á samfelldan
hátt eða er sett fram með stærð sem breytist á samfelldan hátt.
Orðanefndin settist yfir þetta hugtak fyrir mörgum árum og lagði til að
notað yrði íslenska heitið flaumrænn. Flaumrænt merki er því andstæða
við stafrænt merki sem er sett fram sem endanlegur fjöldi stakra gilda.
Í einstaka tilvikum hefur þurft að taka enska heitið og laga það íslensku.
Má þar nefna orðin bæti fyrir byte, biti fyrir bit og kóti fyrir code.
Undanfarið hefur farið fram lífleg umræða um fyrirbæri sem nefnist app
á ensku og er ‚forrit fyrir spjaldtölvu eða snjallsíma sem oftast er sótt á
lýðnetið‘. Í mörg ár hafði orðanefndin glímt við að finna heiti yfir það sem
á ensku kallast application og ýmsar samsetningar með því orði, t.d.
application program, application software og application language.
Orðið application virðist hafa verið notað lauslega um hugbúnað sem er
notaður fyrir sérstakt verkefni sem er unnið í tölvu. Orðið application
sjálft er nánast óþýðanlegt. Heitið system software er notað um
hugbúnað sem stjórnar tölvukerfi og hefur verið kallað kerfis
hugbúnaður á íslensku. Orðanefndinni þótti því skynsamlegt að nota
orðið verk í heitum þar sem application kemur fyrir þar sem oftast er
verið að fjalla um hugbúnað eða annað sem tengist tilteknum verkefnum
um 5. úTgáfu
TölVuorðaSafnS
Sigrún Helgadóttir tölfræðingur, verkefnisstjóri á Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum