Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 42
42 Heimasíða upplýsingatækninnar á Íslandi nefnist www.ut.is. Þar er meðal annars leitast við að svara spurningunni: Hvað eru rafræn viðskipti? Ástæða er til að vekja athygli á þessari vefsíðu og þá ekki síður tenglinum efst á síðunni, sem vísar í rafræn viðskipti: http://www. ut.is/rafraen-vidskipti/ Hver er ávinningur rafrænna viðskipta? Pappírssparnaðurinn er öllum augljós. Skyldubundin varðveisla pappírsgagna til margra ára er ámóta augljós. Tölur eru til um minni koltvísýring sem fer út í andrúmsloftið, sé hætt að framleiða og prenta á pappír. Örðugra er að gera sér grein fyrir vinnusparnaði af því að þurfa ekki að umskrá upplýsingar. Rafræn pöntun getur því sem næst „breyst„ í rafrænan reikning, þegar búið er að afhenda vörurnar. Pöntunin inniheldur upplýsingar um kaupandann og hvaða vörur hann vill fá. Birginn bætir við verðinu, margfaldar magn sinnum verð, leggur saman, reiknar VSK og sendir kaupanda reikning. Allt sjálfvirkt. Rafræn skeyti (t.d. pantanir og reikningar) berast hraðar en pappírinn. Biðtími eftir vörum styttist, greiðslur berast hraðar, afgreiðslutíminn styttist. Við þekkjum nokkur dæmi um þetta: Samkaup Á aðalfundi ICEPRO í febrúar 2012 komst Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra svo að orði: Samkaup hefur verið með EDI kerfið nú í rúm 10 ár í skráningu vörukaupa. Í dag er verið að skrá um 450 þúsund reikninga á ári og allt ferlið frá pöntun til móttöku reiknings fyrir 53 verslanir um allt land er rafrænt. Þetta hefur leitt til mikillar hagræðingar og álíta forsvarsmenn fyrirtækisins að ekki sé óvarlegt að áætla að sparnaður geti numið um 700 krónum á hvern reikning, sem reiknast til rúmlega 300 milljóna króna hagræðingar á ári. (Heimild: http://www.atvinnuvega radu neyti.is/radherra/raedurGM/nr/2804) reykjaVíkurborg Reykjavíkurborg var handhafi EDI bikarsins árið 2012. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 1. október sama ár, flutti Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar erindi. Á einni skyggnunni stóð þetta: Sparnaður af innleiðingu rafrænna reikninga í árslok 2012 • 75.000-80.000 af um 220.000 reikningum mótteknir rafrænt • Árlegur sparnaður á fjármálasviði um 60-70 mkr • Meðhöndlun og geymsla pappírs • Skráningar • Afstemmingar • Fækkun starfsfólks • Húsnæðissparnaður • Réttari og tímanlegri reikningar, skilvirkara eftirlitsferli, mikill tímasparnaður hjá mörg hundruð starfsmönnum • Samanlagður sparnaður 1.000 krónur á reikning? Birgir Björn klykkti út með orðunum: „Tíminn er kominn. Hver mánuður sem sveitafélög og fyrirtæki draga að innleiða rafræn viðskipti er tapað fé í hagræðingu og lækkun kostnaðar!„ (Heimild: http://www.samband. is/media/fjarmalaradstefna-2012/Birgir_BjornA.pdf) fjárSýSla ríkiSinS Fjársýslan hlaut ICEPRO verðlaunin og var handhafi EDI bikarsins árið 2009 fyrir „brautryðjandastarf í innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu„ eins og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra komst að orði. Fjársýslan hefur haft umsjón með móttöku reikninga fyrir hönd flestra ríkisstofnana. Þessa dagana er unnið að því að tryggja að allar stofnanri ríkisins geti tekið við rafrænum reikningum og er reiknað með að sá áfangi náist í lok ársins 2013. Samkvæmt tölum FJS tekur ríkið við um 500.000 reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu og er reiknað með að um 30% af þeim verði komin á rafrænt form fyrir lok ársins. Í framhaldinu verður unnið að því að styrkja verkferla innan stofnana og ná hærra hlutfalli reikninga á rafrænt form og þar með tryggja að ríkið njóti til fulls þess hagræðis sem áVinningur af rafrænum ViðSkipTum Örn Kaldalóns, framkvæmdastjóri ICEPRO

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.