Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 48

Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 48
48 Mikil umræða hefur átt sér stað á síðustu árum um mikilvægi þess að auka hlutfall kvenna í tölvunarfræði og tengdum greinum. Þó að jákvæð þróun hafi orðið undarfarið þar sem t.d. aukið hlutfall kvenna innritaðist í tölvunarfæði í háskólum landsins á þessu ári, þá þarf að vinna áfram í þessum málum. Því miður gleymist stundum í umræðunni af hverju þarf að auka hlutfallið. Þessi umræða er mikilvæg núna þegar upplýsinga- tækniiðnaðurinn á Íslandi stendur frammi fyrir alvarlegum skorti á hæfileikaríku og vel menntuðu starfsfólki og það sem verra er, fyrirtæki á þessu sviði eru að flýja land í auknum mæli. af HVerju er þeSSi umræða mikilVægT? Árið 2012 kom út umfangsmikil skýrsla á vegum The National Center for Women & Information Technology (NCWIT) í Bandaríkjunum. NCWIT er bandarísk stofnun sem vinnur að því að leiðrétta kynjahlutfall í tæknigreinum og sér í lagi tölvunarfræði. Í skýrslunni eru teknar saman nýlegar rannsóknir og reynslan af aukinni þátttöku kvenna í tölvunarfræði. Markmiðið er að gera grein fyrir stöðunni og kortleggja það sem hindrar aukið hlutfall þeirra og að draga fram hver sé besta leiðin til að yfirstíga hindranir. Skýrslan tekur að auki saman helstu rök fyrir því af hverju þessi umræða er mikilvæg en þeim má skipta í þrennt: • Aukið hlutfall kvenna er nauðsynleg til að tryggja samkepp- nishæft vinnuafl • Þörf er á nýsköpun í tækni • Auka þarf starfsmöguleika kvenna Starfsfólk í upplýsingatækniiðnaðinum er mikilvægur hluti af vinnuafli í evrópska hagkerfinu en engu að síður er ekki hægt að manna störf tengd upplýsingatækni, jafnvel þó að atvinnuleysi sé til staðar í mörgum löndum. Þörf fyrir starfsfólk með menntun á sviði upplýsingatækni óx um 3% á árunum 2006 til 2010 en á sama tíma fækkaði útskrifuðum tölvunarfræðingum um 10%. Ef þessi þróun heldur áfram mun skorta um 900.000 starfsmenn á þessu sviði í Evrópu einni árið 2015. Í Bandaríkjunum er staðan svipuð þar sem ekki hefur tekst að ráða í nema hluta af nýjum störfum í upplýsingatækni og áætlað er að fram til ársins 2020 muni skapast um 1.4 miljón störf tengd tölvutækninni. Ætla má að þörfin sé einnig mikil hér á landi og mikilvægt er að kynna þennan stafsvettvang fyrir báðum kynjum svo þau geti tekið upplýsta ákvörðun um starfsval byggða á þekkingu. Við þurfum að fá til starfa bæði konur og karla með mismunandi bakgrunn og með fjölbreytta menntun til að vinna við margþætt störf tengd upplýsingatækni. Upplýsingatæknin býður upp á fjölbreytt störf sem ættu að henta báðum kynjum, s.s. störf við stjórnun, ráðgjöf, rannsóknir og kennslu og alla þætti hugbúnaðargerðar, s.s. greiningu, hönnun, forritun og prófanir. Ef tækni er þróuð að mestu leyti af öðru kyninu þá erum við hugsanlega að missa um 50% þeirra nýjunga, lausna og nýsköpunar sem hitt kynið gæti lagt til í þróuninni. Því þarf að skoða sérstaklega hvernig efla má konur í tækni og vísindum og þá sér í lagi í upplýsingatækni. Mikilvægt er að líta til kvenna og kynna þeim starfs- vettvang á þessu sviði sem er fjölbreyttur og áhugaverður og kveikja áhuga þeirra á að kynna sér fög á borð við tölvunarfræði, tæknifræði og verkfræði en einnig styttri námsbrautir. HVað er Til ráða? Rannsóknir hafa sýnt að ástæður þess að fáar konur sækja í nám og starfsframa í fögum eins og tölvunarfræði eru margvíslegar en í skýrsla NCWIT eru helstu fjórir orsakaþættirnir dregnir saman í eitt líkan (tafla 1). Það byggist á þeirri forsendu að skynjun, áhugi, sjálfstraust og ákvarðanir um nám og starfsframa mótist ekki í tómarúmi heldur eru það félagslegir áhrifaþættir sem móta ákvarðanir um nám og störf. 1. Hér er í fyrsta lagi nefnt hlutverk og áhrif menntunar og er þá er helst verið að vísa í áhrif námsefnis sem sjaldan er tengt áhugasviði stúlkna og áhrif námsumhverfis sem er ekki hvetjandi fyrir stúlkur. Kennslufræðirannsóknir hafa fjallað um mikilvægi þess að tengja námsefni við áhugamál og reynslu heim nemenda og einnig mikilvægi þess að nota virkar kennsluaðferðir sem hvetja til samstarfs. Rannsóknir benda einnig til þess að innan tæknigreina séu þessar aðferðir ekki notaðar í sama mæli og í mörgum öðrum greinum. Rannsóknir styðja þetta og sýna að helstu þættir sem fæla konur frá tölvunarfræði eru 1) óviðeigandi námsefni, 2) kennsluaðferðir sem ekki hvetja til samstarfs, 3) skortur á möguleikum til að taka áhættu og gera mistök og 4) of mikil áhersla á fyrirlestra miðað við verkefni þar sem hægt væri að taka virkari þátt og vinna að raunhæfum verkefnum. Eitt af því sem þarf að skoða eru kennsluaðferðir í tölvunarfræði og hvort breyta megi þeim til að laða að fleiri nemendur, ekki bara konur heldur einnig karlmenn sem gætu dafnað enn frekar í náminu með breyttum kennslu- aðferðum. Eitt af því sem auðveldlega má bæta er góð kynning á náminu og hvaða starfsmöguleikar eru fyrir hendi að loknu námi en kennsla og kynning á þessu efni hefur verið lítil, bæði í grunn- og framhaldsskólum landsins, og því mörg tækifæri til úrbóta. Þá þarf að leiðrétta þann misskilning að í tölvunarfræði sé einungis kennd forritun. Mikið er í umræðunni að auka forritunarkennslu í grunnskólum og framhaldsskólum og er það af hinu góða en það eitt og sér breytir ekki öllu. Það veldur áhyggjum í þessu samhengi að kennara vantar með viðeigandi menntun inn í skólakerfið og þá skortir einnig tækifæri til menntunar til að geta fylgt þessari þróun eftir. 2. Í öðru lagi er vísað í áhrif umhverfisins en þá er talað um áhrif fjölskyldu, nærsamfélags og fyrirmynda en stúlkur og drengir alast oft upp við mismunandi framkomu og hvatningu sem leiðir til mismunandi reynslu snemma í lífinu. Í nánasta umhverfi stúlkna konur og TölVunarfræði Ásrún Matthíasdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og Kristine Helen Falgren, fulltrúi Iðnaðar- og atvinnulífstengsla í Háskólanum í Reykjavík og fulltrúi fyrir ECWT á Íslandi.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.