Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 6
6 sinna að vísa á Facebook-vini sína sem mögulega nýja starfsmenn, og deila starfsauglýsingum á samskiptamiðlum. Kerfið gerir fyrirtækinu einnig mögulegt að þróa og hlúa að sambandi við einstaklinga, sem það hefur hug á að ráða í framtíðinni. Allt er þetta sett fram í vefkerfi sem lítur talsvert út og virkar svipað og Facebook. Enn lengra mætti ganga og virkja þannig yngstu kynslóðir starfsmanna, með því að gera þessa eða aðra nytsamlega þátttöku almennra starfsmanna að leik, með stigagjöf, umbunum, keppni milli deilda, og svo mætti lengi telja. Ascendify gefur t.a.m. starfsmönnum stig fyrir hverja vísun á nýjan mögulegan starfsmann, og birtir lista yfir þá sem hæst skora innan fyrirtækisins. Færsla virkni yfir á snjallsíma og spjaldtölvur er sjálfgefin þróun, með öllum þeim kostum sem fylgja því að hafa stöðugan, auðveldan aðgang að upplýsingum sem þessum. Hugbúnaður sem þjónusta (Software as a Service), þar sem kerfið er hýst í skýinu og starfar yfir veraldarvefinn, er önnur nálgun að sama markmiði, og eru sum mannauðskerfi þegar komin eða á leið yfir í þá högun. Þeirra á meðal er H3 2013, ný kynslóð mannauðslausna sem smíðuð er frá grunni af Tölvumiðlun. Lausnin er snjallbiðlari (en. Smart Client); hún bæði tengist gagnagrunni og uppfærir sig sjálfkrafa yfir nettengingu, en lítur út og hegðar sér eins og gluggakerfi. H3 er heildarlausn í mannauðsmálum, og samanstendur af nokkrum kerfiseiningum og viðbótum sem viðskiptavinir raða saman eftir umfangi og þörfum á hverjum tíma. Lausnin heldur til dæmis utan um ráðningar, fræðslu og áætlanir, og býður stjórnendum og almennum starfsmönnum aðgang í notendavænni sjálfsafgreiðslugátt. Möguleikarnir í frekari framþróun í kerfum sem styðja við mannauðinn og bæta þannig hag fyrirtækisins á fjölmarga vegu eru ótal margir, og takmarkast bara við ímyndunaraflið – jú og mannauðinn. Microsoft hefur sent frá sér Windows 8.1 stýrikerfið (október 2013). En það er breytt og bætt útgáfa af af Windows 8 sem kom út á síðasta ári. Windows 8 er magnað stýrikerfi, hraðinn er meiri en í eldri útgáfum, leitin er frábær, öryggi er gert hærra undir höfði og IE10 sem fylgdi Windows 8 fékk góða dóma. Windows 8.1 er ekki uppfærsla eða viðhaldspakki (e. service pack), heldur alveg ný útgáfa af stýrikerfinu. Þeir sem eiga núna Windows 8 leyfi þurfa ekki að örvænta þar sem Microsoft lofar því að þeir aðilar fái fría uppfærslu úr 8 í 8.1. SamþæTTing Tækja Það sem er hins vegar áhugverðast er sú tenging sem kemur milli tækja. Ef þú ert með PC fartölvu, spjaldtölvu sem keyrir Windows og Windows síma, þá verður hægt að setja Windows 8.1 upp á öll tækin, tengja þau svo saman með SkydDrive notanda. Þannig er hægt að hafa sama aðgang og stillingar á öllum tækjum. HVað er nýTT í WindoWS 8.1? 1. STarT­Hnappurinn kemur afTur Það sem nánast allir kvörtuðu undan í Windows 8 var að „Start„ hnappinn vantaði. Start hnappurinn kom fyrst í Windows 95 og hefur verið í Windows allar götur síðan, eða um 17 ár. Var ekki kominn tími til að breyta til? Persónulega saknaði ég hans ekki því að Start valmyndin sem kom í staðinn uppfyllti mínar þarfir og rúmlega það. En Microsoft hafa látið undan þrýstingi og sett Start hnappinn inn aftur, virknin er þó ekki eins og áður. Ef smellt er á vinstri músina, þá er farið beint inn í „Start„ valmyndina. Hægri smell á músina skila síðan upp valmynd með nokkrum stillingamöguleikum. 2. lock Screen SlideSHoW Í Windows 8 var einungis í boði að sýna eina mynd þegar tölvunni var læst, þá var valin sú mynd sem átti að vera í bakgrunni. Núna er hægt að velja heilu albúmin og þá fljóta myndirnar í skyggnusýningu yfir skjáinn meðan tölvan er læst. Þá er hægt að svara t.d. símtölum sem koma í gegnum Skype beint úr læstum skrá án þessa að skrá sig inn á tölvuna. Fleiri möguleikar eru í Start valmyndinni og fleiri stærðir af flísum eru í boði. Í „Start„ valmyndinni í Windows 8.1 er hægt að velja milli fleiri litafbrigða og mynda en í Windows 8. Þá er hægt að velja að nota sama bakgrunn og á skjáborðinu (e. dekstop). Einnig hefur verið bætt við 2 nýjum flísastærðum, einni lítilli og annarri stórri. Það er hægt að stýra aðgengi að smáforritum (e. apps) betur en í Windows 8 og með því að skoða „All apps„ er hægt að raða smáforritunum eftir nokkrum skilgreiningum. Einnig er hægt að stilla stýrikerfið þannig að hefðbundið skjáborð kemur upp sjálfgefið í stað sjálfgefnu Start valmyndarinnar. 3. SamþæTT leiT Leitin í Windows 8 er frábær en leitin í Windows 8.1 er enn betri. Þegar notandinn er í Start valmyndinni er nóg að slá inn leitarorðið og þá birtast allar niðurstöður, bæði þær sem eru á tölvunni og líka þær sem eiga við niðurstöður við á Internetinu. Þá er niðurstöðum raðað eftir því formi sem þær eru á. 4. HægT að Vinna beTur í SmáforriTunum í einu Þegar verið er að vinna með smáforrit er núna hægt að ráða stærðinni á milli appanna, eftir því hvort er hentugra, áður var bara hægt að skipta á einn fyrirfram skilgreindan hátt. Núna er kominn sleði sem er hægt að draga til og stýra stærðum að vild. Þó er bara hægt að vinna með tvö smáforrit í einu, sem er einu meira en helsti samkeppnisaðilinn. 5. SkydriVe SamTenging Samþætting við SkyDrive (Skýþjónustu Microsoft) er nánast fullkomnuð. Nú er hægt að vista skjöl beint á SkyDrive úr „File Explorer„ án þess að þurfa að setja upp sérstakt forrit til þess. WindoWS 8.1 ­ SneiSafullT af nýjungum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.