Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 49

Tölvumál - 01.10.2013, Blaðsíða 49
49 eru það helst foreldra og aðrar fyrirmyndir sem eru mótandi áhrifavaldar þegar kemur að ákvörðun um nám og starfsframa en minna er vitað um það hvernig slík áhrif tengjast tölvunarfræði. Í skýrslu NCWIT er bent á að sú staðalímynd sem oft er birt í fjölmiðlum af tölvunarfræðingum sem „loner„ og „nörd„ er síðan styrkt af umhverfinu en ekki eru til nægar rannsóknir um efnið til að hægt sé að fullyrða um áhrifin. Hægt er að fullyrða að viðhorf til kvenna innan fags skiptir miklu máli og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á góðar fyrirmyndir hafa jákvæð áhrif. Þess vegna skiptir miklu máli ef reynt er að fá fleira konur til að velja tölvunarfræði að þær hafi góðar kven- fyrirmyndir og að kynna slíkar fyrirmyndir til sögunnar. Ein leið er að fá konur sem náð hafa langt á þessu sviði til að fara í heimsóknir í skólana til að sýna hvert nám í upplýsingatækni hefur leitt þær. 3. Í þriðja lagi nefnir skýrsla NCWIT áhrif jafninga en það getur verið erfitt að vera eina konan í hópnum og í minnahluta. Þetta er ein af röksemdafærslunum fyrir því að gera ætti forritun að skyldufagi á grunnskólastigi því það stuðli að því að öllum finnist þeir eiga heima í faginu og að þeir séu á meðal jafningja. 4. Í fjórða lagi er bent á áhrif fjölmiðla og dægurmenningar sem hefur sett fram fyrirfram ákveðnar staðalímyndir af „tölvunar- fræðingi„ og sérstaklega „forritara„ og þá er gjarnan sett samasem merki þar á milli. Hann er þá oftast karlkyns og mjög nördalegur. Mikilvægt er þess vegna að breyta staðlaðri ímynd tölvunar- fræðingsins því tölvunarfræðin býður upp á margt annað en forritun og er líka fyrir konur. Tafla 1: áHrifaþæTTir Sem Halda STúlkum frá TölVunarfræði (módel ncWiT) • Áhrif menntunar – bæði formlegrar og óformlegrar: Kennsluefni í upplýsingatækni sem ekki er í tengslum við áhugasvið nemenda og umhverfi sem er ekki hvetjandi fyrir stúlkur. • Fjölskyldan, samfélagshópar og fyrirmyndir: Ólík tækifæri stúlkna og drengja og mismunandi reynsla tengt tölvum snemma í lífinu. • Áhrif jafningja: „Stundum er erfitt að vera eina konan„. • Fjölmiðlar og dægurmenning: Tölvunarfræði er álitið karlafag og nördalegt. Heimild: National Centre for Women in Science and Technology, http://www.ncwit.org ecWT (european cenTre for Women and TecHnology) Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur frá upphafi beitt sér fyrir uppbyggingu tæknimenntunar á Íslandi með aðkomu að viðburðum, samstarfi um kennslu og menntun og með þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. ECWT er heiti á nýjasta átaki háskólans til að gera enn betur en HR mun nú í haust stofna miðstöð fyrir konur í tækni og vísindum. Markmið ECWT er að tryggja aukna þátttöku kvenna í menntun, nýsköpun, störfum og forystu í upplýsingatækniiðnaði og tengdum greinum, byggða á samstarfi fjölbreyttra hagsmunahópa með þátttakendum úr viðskiptaheiminum, frá hinu opinbera, háskóla- samfélaginu og hagsmunasamtökum. Miðstöðvar ECWT á Íslandi munu einblína á að fjölga konum í tæknigeiranum, sér í lagi í leiðtogastöðum og við frumkvöðlastörf með því að: • Hafa áhrif á stefnumörkun stjórnvalda og aðgerðir þeirra til úrbóta • Standa fyrir rannsóknum og mælingu á framvindu • Miðla þekkingu og stuðla að auknum samskiptum • Hafa áhrif á hindrandi þætti sem tengjast umgjörð og menningu í tæknigeiranum Verkefnið fékk styrk Framkvæmdasjóðs jafnréttismála sem hluti af áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og mun HR vinna náið með mennta- og menningamálaráðuneytinu um framkvæmd verkefnisins. Þar að auki er gaman að segja frá því að á dögunum var stofnaður hópur kvenna í tölvunarfræði, /sys/tur, sem er tengslanet kvenna í tölvunarfræðideild við HR en mikil áhersla er lögð á það innan háskólasamfélagsins að veita málefninu meiri hljómgrunn. upplýSingaTæknidagur kVenna HR mun í apríl 2014 standa fyrir sérstökum degi tileinkuðum konum í upplýsingatækni – GIRLS IN ICT 2014 en atburðurinn er hluti af ECWT verkefninu. Dagurinn á að vekja athygli á mikilægi þess að kynna upplýsingatækni fyrir konum og stuðla að því að störf við tæknigreinar séu aðgengileg og lifandi starfsvettvangur sem laðar til sín ungt fólk af báðum kynjum. Viðburðurinn er eitt af undirmarkmiðum í stefnumótun Evrópusambandsins um upplýsingaþjóðfélagið en markmiðið er að sambærilegur dagur verði haldinn um alla Evrópu á ári hverju. lokaorð Samkvæmt fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins nú í október, staðfesta rannsóknir að ef jafn marga konur og karlmenn störfuðu í upplýsingatækniiðnaðinum gæti verg þjóðarframleiðsla Evrópu hækkað árlega um 9 billjón evrur. Þá segir í tilkynningunni að upplýsingatækniiðnaðurinn mundi hagnast á þessu þar sem fyrirtæki þar sem eru með hærra hlutfall kvenna í stjórnarstöðum ná 35% hærra arðsemi á eigin fé og 34% meiri arð til hluthafa en önnur sambærileg fyrirtæki. Ýmislegt hefur verið gert undanfarinn áratug hér á landi .t.d. ávegum HR og UT-kvenna, til að fjölga konum í tæknigreinum og þá sérstaklega innan tölvunarfræði og þær aðgerðir virðast hafa haft áhrif því eins og sagði í upphafi þá er fjöldi kvenna sem sækja í fagið smásaman að aukast. En betur má ef duga skal og er hér með auglýst eftir góðum hugmyndum að verkefnum sem hvetja stúlkur til að kynna sér tæknigreinar.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.