Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 étur Pétursson reyndist flestum frjórri á hag- yrðinga kvöldi Karlakórs Eyjafjarðar, og orti nokkuð við- stöðulaust um sessunauta sína. Þar sem flestir hagyrðinganna áttu þingeyskan uppruna þótti Pétri um of: Þingeyingar þykja smart, þó er artin köld. Óþarflega er nú margt af þeim hér í kvöld. Hjálmar gleður liðið lítt, létt reynist undir að róa. Eitt er þó hérna andlit nýtt; andskotans fésið á Jóa. En harðast úti varð þó sá er hér skráir skítkastið frá Pétri. Það hafði lekið út meðal hagyrðing- anna, að ég hefði farið í ristil- skoðun. Það þótti Pétri verðmætt að vita: Um Árna verður sagt með sann sem í versta reyfara, að finna verði fyrir hann fullan skítadreifara. Þótt mjög sé Árni í málum fínum, mörgu ríður hann á slig og dreifir hægðasýnum sínum sínkt og heilagt yfir mig. Á heilsu Árna höfum minnst, en honum áfram miðar. Hans nú allvel höfum kynnst hægðum til baks og kviðar. Og til að bíta höfuðið af skömminni..: Þótt hann ýmsar hafi hitt holdugar geirvörtur, óþverrann fær aldrei stytt Árni Geirhjörtur. En svo verður aðeins uppihald á skítkastinu þegar Birgir nær að inna Pétur eftir ferðalögum fatl- aðra með Strætó í Reykjavík, sem hafa þó lítið með pólitík að gera: Margvísleg afglöpin mögnuð ég tel og mistökin hneyksluðu okkur, því ökumenn stóðu sig álíka vel og auðnulaus ráðherraflokkur. Og Pétur finnur líka pólitískan þef er Birgir spyr hvað honum þyki um það, að konur sitji nú alla helstu yfirlögreglustóla landsins: Ég harla lítið herma kann af hugarefni brýnu, en flestar eigna frama þann flokksskírteini sínu. Pétur var, líkt og aðrir þetta kvöld, spurður hvort treysta megi hag- yrðingum þennan dag 1. apríl: Samviskan þá svikið getur og sýnist brýnt að lag‘ana. Ég þeim treysti ekkert betur alla hina dagana. Svo var Pétur spurður út í þær skrokkskjóður sem Jóhannes á Gunnarsstöðum hlaut á þorrablóti Þistla nú í vetur, en Jói hlaut þar mikla höfuðáverka: Að orsökum má ýmsum leita, sem aðeins skemmtir fjandanum. Mér sýndist ráða svell og bleyta og síðan feikn af landanum. Aðspurður um vandræði Evrópu- sambandsins og bréfaskriftir Gunnars Braga utanríkisráðherra álítur Pétur helsu orsök vera: Við glappaskot hann gengi á svig og grimman bardagann, ef hann hógvær héldi sig við hluti sem hann kann. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Íslandsmeistaramótið í hrútadóm- um árið 2015 var haldið í Sævangi, Sauðfjársetrinu á Ströndum, 16. ágúst. Þar reyndu hrútaþuklarar víðs vegar af landinu á hæfileika sína, bæði vanir og óvanir. Keppnin felst í að leggja mat á fjóra veturgamla koll- ótta hrúta af Ströndum, finna kosti þeirra og galla. Þátttaka var betri en nokkru sinni fyrr í keppninni sjálfri, 53 kepptu í flokki óvanra (sem raða hrútunum í röð og rökstyðja matið, oft á gamansaman hátt) og 41 í flokki vanra (sem gefa hrútunum stig fyrir ýmsa eiginleika eftir kúnstarinnar reglum sem bændur kunna). Um 500 manns mættu til að horfa á og upp- lifa þessa einkennilegu skemmtun Strandamanna. Einnig var í fyrsta skipti haldið svokallað þukleinvígi, þar sem stórleikararnir úr myndinni Hrútar, Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, kepptu sín á milli í hvor væri flinkari hrútaþuklari og næði betra andlegu sambandi við sauðskepnuna. Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ fór með sigur á hólmi í flokki vanra þuklara og er því Íslandsmeistari í hrútaþukli árið 2015. Í öðru sæti í keppninni var Vilberg Þráinsson á Hríshóli í Reykhólahreppi, en í þriðja sæti var Bjarki Reynisson á Kjarlaksvöllum. Strandamönnum þykir sumum held- ur verra að verðlaunapallurinn hafi alfarið verið skipaður utansýslu- mönnum að þessu sinni. Í fyrsta sæti í flokki óvanra (þeirra sem stiga ekki hrútana) var Björg Helgadóttir frá Holti í A-Hún., í öðru sæti var Helga Gunnarsdóttir á Hólmavík (með Bjarnheiði Fossdal á Melum sem stuðningsfulltrúa) og í þriðja sæti varð Elínborg Birna Vignisdóttir á Hólmavík. Sérskipuð dómnefnd helstu hrútasérfræðinga landsins sá um dómgæsluna, ráðu- nautarnir Eyþór Einarsson, Jón Viðar Jónmundsson og Lárus Birgisson. Einvígi Theodórs og Sigurðar Einvígi þeirra Theodórs Júlíussonar og Sigurðar Sigurjónssonar, sem leika Gumma og Kidda í kvik- myndinni Hrútar, var kostulegt á að horfa. Þukluðu þeir hrútana með miklum tilþrifum og sendu hvor öðrum meinlegar athugasemdir inn á milli, við mikinn fögnuð áhorf- enda. Þeir báru sig reyndar einstak- lega fagmannlega að við þuklið og fengu mikið hrós frá dómnefndinni. Theodór hafði að lokum betur í þukleinvíginu, en hann var einn af fáum keppendum sem höfðu röðina á hrútunum nákvæmlega á hreinu. Vegleg verðlaun fyrir góðan árangur á hrútadómunum voru gefin af Ferðaþjónustunni Heydal í Mjóafirði, SAH afurðum á Blönduósi, Ístex, Bændasamtökunum, Mjólkursamsölunni (MS), Malarhorn á Drangsnesi, Sauðfjársæðingastöð Vesturlands, Indriða á Skjaldfönn og Sauðfjársetri á Ströndum. Sigurvegarinn í keppninni og Íslandsmeistari í hrútaþukli, Guðmundur Gunnarsson, varðveitir einnig í eitt ár farandgrip sem hagleiks- maðurinn Valgeir Benediktsson í Árnesi smíðaði úr hvalbeini og rekaviði og gaf Búnaðarsambandi Strandamanna fyrir áratug til minn- ingar um Brynjólf Sæmundsson sem var héraðsráðunautur á Ströndum í meira en 40 ár. Litprúðar lífgimbrar frá Drífu á Ósi Kaffihlaðborð var á boðstól- um og ókeypis á allar sýningar Sauðfjársetursins í tilefni dagsins. Happdrætti var haldið á hrúta- dómunum, þar sem líflömb frá bændum á Ströndum voru í vinn- ing og aðeins dregið úr seldum miðum. Litprúðar lífgimbrar komu frá Drífu á Ósi og Barböru og Viðari í Miðhúsum, en vel byggð- ir kynbótahrútar frá Sigríði og Ragnari á Heydalsá, Jóni og Ernu á Broddanesi, Gunnari og Pálínu í Bæ í Árneshreppi og Indriða bónda á Skjaldfönn við Djúp. Allar vinn- ingshafar voru á staðnum og gáfu sig fram þegar dregið var og fóru tvö líflömb til bænda á Ströndum, tvö á Vesturlandið og tveir vinningar fóru á höfuðborgarsvæðið, m.a. unnu tvö ung systkini, sem eiga heima í 101 Reykjavík, úrvals lambhrút. Meðfylgjandi myndir tóku Angantýr Ernir Guðmundsson, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Jón Jónsson og Trausti Rafn Björnsson. Íslandsmeistaramót í hrútadómum: Nálægt 100 þátttakendur MÆLT AF MUNNI FRAM 136 P Kiddi (Theodór Júlíusson) sá strax að þessi kind var ekki af Bólsstaðastofni þó að álitlegur væri bekrinn. Arnar Jónsson, fyrr- verandi forstöðumaður Sauðfjár- setursins, færir gullkorn Kidda til bókar. Það er Jón Stefánsson í Broddanesi sem heldur í Svala sem er í hans eigu. Þess má geta vanra dómara var svipur hjá sjón miðað við það sem áður hefur verið því að þeir áttu þar ekki mann á verðlaunapalli og um slíkt eru engin dæmi frá fyrri mótum. Kvittur kom upp um að ófarir- nar mætti að einhverju rekja til Jóns þar sem hann hefur mörg undangengin mót undanteknin- garlaust haldið í besta hrútinn. fyrir Stranda mennina eins og að sólin kemur upp að morgni að svo væri. Það er líklegasta skýring þess hvern óratíma það tók marga þessa reyndu dómara þeirra að koma Svala í efsta sætið í stigum. Fyrir miðju á milli tveggja glæsikvenna má sjá þann þekkta sauðfjárræktarmann, Sigurgeir Jóhannsson í Minni-Hlíð. Verðlaunapallurinn fyrir vana dómara. Sigurvegarinn að þessu sinni var Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum sem hampar hinu einstaka listaverki Valgeirs Bendiktssonar í Árnesi, Horft til himins, en Búnaðarsambandið gaf það á sínum tíma til minningar um Brynjólf Sæmundsson ráðunaut. Áreiðanlega á enginn einstakur stærri hlut að máli við að byggja upp hinn glæsilega fjárstofn Strandamanna en Brynjólfur. Í öðru sæti var Vilberg Þráinsson á Hríshóli og er hann mótbýlismaður Guðmundar og fjölskyldu hans. Þetta hlýtur að vera þeim Kjarlaksvallabændum mikil glæsibrag. Frammistaða þeirra bræðra var hins vegar frábær í þessari keppni og augljóst að þar fóru vanir menn með öll handtök og hugtök alveg síns eða hvatning áhorfenda. Gumma (Sigurður Sigurjónsson) varð aðeins náttúrubarnaskóla við Sauðfjársetrið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.