Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fyrirtækið Íslensk hollusta var stofnað fyrir tíu árum og felst starfsemi þess í úrvinnslu á hrá- efni í boði hinnar villtu náttúru. Eyjólfur Friðgeirsson, líffræðing- ur og zen-búddisti, er stofn- andi þess og eigandi en forveri Íslenskrar hollustu var fyrirtækið Hollusta úr hafinu. Að sögn Eyjólfs var nafngiftin Hollusta úr hafinu tilkomin vegna þess að hugmyndin var að útfæra vörur úr þara fyrst og fremst – og selja þær. „Við söfnuðum stórþara, beltisþara og einnig fjörugrösum,“ segir Eyjólfur. „Þau eru mjög merki- leg og voru notuð í brauðbakstur í gamla daga og reyndar matargerð. Enska heitið á þeim er Irish moss, en okkar íslensku fjallagrös heita Iceland moss upp á ensku – en þau hafa líka lengi verið í okkar vöru- línu í ýmsum útfærslum,“ segir Eyjólfur um fyrstu vörurnar sem hann sendi frá sér. Beltisþarinn eins og besta nasl „Það er hægt að borða beltisþar- ann bara sem nasl, nánast eins og hann kemur úr sjó. Hann heitir enda laminaria saccharina á latínu því hann er með vott af sætum keimi og auðvitað saltur líka. Það er að vísu dálítið erfitt að verða sér úti um þennan þara, en núna kaupi ég hann vestan frá Stykkishólmi af fyrirtæki sem heitir Íslensk bláskel. Þeir eru með kræklingarækt rétt fyrir utan Stykkishólm og taka beltisþarann af kræklingalögnunum. Svo þvo þeir hann upp úr köldu vatni áður en hann er þurrkaður. Þá verður hann svona stökkur og góður. Hann vex mikið á kræklingalögnunum og er í raun til óþurftar þar og þeir eru farnir að leggja sérstakar lagnir fyrir beltisþarann því eftirspurnin hefur stóraukist á síðustu árum, en það eru margir alveg vitlausir í hann og svo þykir hann mjög hollur.“ Sölin voru lengi eina sælgæti Íslendinga „Ég byrjaði líka fljótlega að selja söl. Þau voru lengi vel eina sæl- gætið sem Íslendingar áttu kost á og hafa lengi verið þekkt fyrir bragðgæði og hollustu. Notkun á sölvum er talin hafa borist með írskum formæðrum okkar, en þessi þari er enn mikið notaður á Írlandi. Í kjölfarið fór ég að selja fjallagrös- in og ég held að ég sé stórtækasti fjallagrasasalinn á Íslandi í dag. Ég held að ég selji á annað tonnið af fjallagrösum á ári,“ segir Eyjólfur. Upphaf alls þessa – og grunn velgengninnar – rekur Eyjólfur til þess að hann var að prófa sig áfram árið 2006 með teblöndu til eigin nota. „Teblandan sam- anstendur af fjallagrösum, birki og ætihvönn og mér þótti hún svo góð að ég ákvað að láta reyna á að koma henni á neytendamarkað og sérstaklega hugsað fyrir ferða- menn. Það var auðvitað löngu áður en þessi sprenging varð, en þetta tókst samt og hefur bara vaxið með auknum straumi ferðamanna. Ég hef líka alltaf haldið áfram að selja fjallagrösin, bæði heil og möluð – því það finnst mörgum gott að nota þau í brauðbakstri til dæmis og út í hafragrautinn.“ Með 100 manns í vinnu Í byrjun tíndi Eyjólfur sínar nátt- úruafurðir eingöngu sjálfur, en eftir að hann fór að eldast og umsetn- ingin varð meiri hefur hann notið aðstoðar fjölmargra við öflunar á aðföngum. „Núna kaupi ég því meirihlutann af því sem ég vinn úr og ég segi iðulega að ég sé með um 100 manns í vinnu og það er ekki fjarri lagi – því það eru um 70 manns sem vinna við tínslu bæði á berjum og jurtum. Svo er starfsfólk í vinnu við úrvinnslu á þessum berj- um, því við erum með saft og sultur – auk þess sem við seljum óhemju mikið af ferskum berjum á haustin og auðvitað frosin yfir veturinn. En Eyjólfur er líka með krydd- og tejurtir sem eru eftirsóttar bæði af almenningi og veitingamönn- um. „Ég er með blóðberg sem ég sel mikið hér og líka úr landi – og salt sem Íslendingar og aðrar Norðurlandaþjóðir líka – unnu sjálfir í gamla daga. Það salt er dálítið sérstakt því þetta er í raun brimsaltur þari, sem er brenndur og eftir stendur þetta saltkrydd með eins konar „barbecue-bragði“. Lengi vel var þetta eina saltið sem var notað á Norðurlöndum. Þegar menn voru komnir með öskuna, þá bleyttu þeir hana upp í sjó og voru þá komnir með eins konar deig sem auðvelt var að breiða yfir steina og þurrka. Mér skilst að þetta verið það verðmætt að það hafi verið notað mikið sem afgjald af jörðum hér á Suðurlandi. Mörg örnefni eins og Saltvík og Saltnes eru væntanlega tilkomin vegna þess að þar fór fram slík verkun á brenndum þara. Það var svo ekki fyrr en á 15. öld sem það opnaðist fyrir innkaup á hvítu salti og við fórum að kaupa slíka vöru af Englendingum frá Miðjarðarhafinu.“ Íslensk hollusta selur nokkrum af bestu veitingastöðum á Norðurlöndum – þurrkað lyng og brenndur þari meðal eftirsóttra afurða í fjölbreyttri vörulínunni Eyjólfur er hér í ætihvannastóði, en ætihvönnin er mikilvæg nytjajurt hjá Íslenskri hollustu. Mynd / úr einkasafni Eyjólfur er hér í starfsstöðinni þar sem tekið er við berjum og unnið úr þeim. Myndir / smh Nokkrar úrvalstegundir af sultu og hlaupi sem Íslensk hollusta framleiðir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.