Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 201542 Vélabásinn liklegur@internet.is Öflugur 33" breyttur Toyota Hilux: Hilux alltaf vinsæll og verður það örugglega áfram Í febrúar 2014 prófaði ég 38 tommu breyttan Toyota Hilux frá Arctic Trucks. Sá bíll var beinskiptur, með 2500 vél sem skilar 144 hestöflum. Síðan þá hefur mig langað að prófa sama bíl með 3000 vélinni, sjálfskiptan og 171 hestafls vél. Bíllinn sem prófaður var nú er 33" breyttur hjá Toyota og er með ýmsum aukabúnaði. Skemmtilegur bíll á vondum vegum Munurinn að ferðast og sitja í þessum tveim Toyota Hilux er nánast enginn, en þegar kemur að vél og skiptingu er munurinn mikill. Snerpan í 3000 vélinni er mikil og sjálfskiptingin er óneit- anlega þægilegri fyrir flesta, þó svo að ég og fleiri vilji bara bein- skipta bíla þá eru fleiri sem kjósa sjálfskipta bíla. Ég fann mikinn mun á þessum 27 aukahestum frá fyrri bílnum sem ég prófaði. Á mikið breyttum bílum fylgir alltaf smá hljóð í stórum og gróf- um dekkjum, en á þessum bíl var það hljóð alveg í lágmarki. Á grófum malarvegi og vondum vegslóðum er bíllinn stöðugur og glettilega mjúkur, en þegar ekið var eftir góðum malarvegi fann ég aðeins fyrir leiðinda titringi þegar farið var yfir lausa smásteina sem lágu lausir á yfirborði vegarins. Sennilega mætti losna við þetta með því að minnka aðeins loft- magn í dekkjunum. Mikil dráttargeta Ég ók bílnum rúma 100 km í blönduðum akstri og var meðal- hraði hjá mér 45 km á klst. og eyðslan 8,9 lítrar af dísil á hundraðið. Hilux með 3000 vél- inni er gefin upp samkvæmt bæk- lingi 7,7 miðað við óbreyttan bíl. Hilux er með gormafjöðrun að framan og fjaðrir að aftan. Þessi fjöðrunarbúnaður hefur reynst vel og gerir bílinn stöðugan. Sem dæmi er veltipunktur Toyota Hilux 48 gráðu halli, en mjög fáir bílar þola svo mikinn halla. Þess ber þó að geta að bíll- inn sem ég var á er 33 tommu breyttur, með pallhýsi og ýmsu öðru sem þyngir hann og að ég var alls ekki að reyna við neinn sparakstur. Dráttargeta er 2.500 kg með kerru sem er útbúin með brems- um. Pallurinn er frekar lítill (mætti vera lengri), en málin á pallinum eru 154,5 x 151,5 cm. Gott verð á eigulegum bíl Þótt Hilux sé fyrir mér mest vinnu- bíll þá er hann vel búinn öryggis- lega. Loftpúðar allan hringinn inni í húsinu, stöðugleikastýring, ABS hemlunarkerfi með rafstýrðri hemlunardreifingu, hemlunarhjálp sem bætir í kraftinn á hemlun þegar er nauðhemlað. Grunnverð á sjálf- skiptum Hilux 3000 er 7.570.000, en með breytingum sem eru í þessum bíl kostar hann rétt tæpar 9.000.000. Ódýrasti Toyota Hilux bíllinn er beinskipti 2500 bíllinn og er hann frá 5.690.000. Hæð 1.860 mm Breidd 1.835 mm Lengd 5.260 mm Þyngd 2.050 kg Helstu mál og upplýsingar Í lok febrúar var töluverður viðbúnaður björgunarsveita á Suðurlandi vegna leitar að konu sem hafðist við í fjallaskála. Ástæða leitarinnar var að ekkert merki hafði komið frá sendi sem hún hafði meðferðis. Konan fannst og var talið að tækið hefði bilað, en svo var ekki því ástæðan var að tækið var innandyra í fjallaskála og einnig röng áskrift fyrir íslenskar aðstæður. Tækið sem hér um ræðir heitir SPOT og hefur verið umdeilt meðal manna um ágæti þess. Fyrir SPOT eru tvær áskriftarleiðir. Annars vegar að tækið sé alltaf í gangi og sendir staðsetningarhnit einu sinni á sólar- hring. Hin áskriftin er sú öruggari, að mínu mati, og sú áskrift sem allir eiga að nota hér á Íslandi, sem er að skrifa leiðina (ferlar leiðina) sem farin er og gefur upp staðsetningu á 10–30 mín. fresti. Getur verið erfitt að ná sambandi norðan við há fjöll Ókostur fyrir Ísland er að gervi- hnettirnir, sem tækið tengist, eru svo sunnarlega að þeir eru í u.þ.b. 7 gráðum upp til suðurs og geta því fjöll og dalir hindrað tengingu og þar af leiðandi merki frá tækinu. SPOT er þannig uppbyggt að ef ekki næst að senda á réttum tíma gerist það sjálfkrafa þegar samband næst. Sem dæmi að ef verið er að ferð- ast eftir veginum um norðanverðan Arnarfjörð á Vestfjörðum skyggja fjöllin á sendingu, en nyrst í hverjum dal og firði er samband og þá send- ir tækið. Á SPOT tækjum er takki sem merktur er 911, en sé honum haldið niðri í nokkrar sek. þá er búið að senda út neyðarboð eftir aðstoð. Handhafi SPOT sem hefur borg- að áskrift er einnig búinn að borga tryggingu um að björgunarleiðangur- inn sem kallað er eftir þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði vegna þyrlu eða björgunarsveit því þeir (þyrlan eða björgunarsveitin) getur sótt kostnaðinn í tryggingarfélag SPOT. Hægt að sjá heima í tölvunni hvar SPOT-tækið er statt Margsinnis hef ég ferðast með mönn- um sem eiga svona tæki og verið með í láni tæki sjálfur. Hvert tæki er með netfang (netslóð) sem hægt er að deila til vina og kunningja, það eina sem þarf að passa er að hafa tækið efst í bakpoka eða tösku þannig að sem minnst skyggi á sendingar og mót- tökuskilyrði fyrir tækið. SPOT getur ekki náð sambandi við gervihnetti sína inni í húsum og fjallakofum og því gott að skilja tækið eftir í gangi úti í u.þ.b. 15 mín. (reyna að hafa fría sjónlínu til suðurs þessar 15 mín.) þegar komið er á áfangastað. SPOT ætti að henta vel fyrir smalamennsku, rjúpnaveiðar, vél- sleðaferðir og fleira, en sama hversu tæknin er góð þá er ekkert sem kemur í staðinn fyrir ferðaáætlun fyrir ferð. Hægt er að fræðast meira um SPOT á vefsíðunni: www.findmespot.com. SPOT er eitt besta öryggistæki sem völ er á Hjörtur L. Jónsson Ekki fer mikið fyrir SPOT-tækinu. Breyttur Hilux á 33 tommu dekkjum. Myndir / HLJ Á mikið niðurgröfnum vegslóða var ég ánægður með hæðina undir bílinn. dekkjum og plássið virðist lítið, rákust dekkin aldrei í brettin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ekkert of mikið af tökkum, en allt sem þarf er þarna á þægilegum stöðum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.