Bændablaðið - 27.08.2015, Side 14

Bændablaðið - 27.08.2015, Side 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Allt útlit er fyrir að berjaupp- skera úr náttúru Íslands verði með versta móti þetta haustið. Að sögn Þorvaldar Pálmasonar, eins af aðstandendum vefsins berja- vinir.com, er smá von til þess að það rætist örlítið úr aðalbláberjunum ef tíðin verður hagstæð það sem eftir lifir sumars og í byrjun hausts. „Aðalbláberin eru fljótust til og því helst von með þau. Annars eru bara engin ber, neins staðar. Þannig að uppskeran verður einfaldlega mjög lítil eða engin víðast hvar. En ég bendi á að það er talsvert af aðalbláberjagrænjöxlum, þar sem aðalbláber vaxa – til dæmis í Svarfaðardal. Ef það kemur svolítið hlýindaskeið núna þá er, eins og ég segi, smá von til þess að það verði hægt að tína eitthvað af aðalbláberj- um á þeim stöðum. Svo koma nú kannski einhver krækiber. Það má nú vera ansi hart til að þau láti ekki sjá sig. Verstar eru horfurnar fyrir bláberin.“ Þrátt fyrir að nokkuð sólríkt hafi verið vestanlands í sumar segir Þorvaldur að það nægi ekki. „Það var það kalt þannig að bjartviðrið dugar ekki til. Það ræður mjög miklu hvernig vorið er – og það var einstak- lega kalt. Svo skiptir máli hvernig sumarið er og það hefur líka verið kalt – og líka hefur vantað sól eins og á Norður- og Austurlandi. Við Berjavinir höldum úti Facebook-síðu og við höfum hvergi frétt af vænlegri sprettu. Ég óttast að þetta verði eitt versta berjaár í nokkurn tíma,“ segir Þorvaldur berjavinur Pálmason. /smh Slæmt útlit með berjauppskeru: Versta sumar í mörg ár Fréttir Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri: Lágmynd af Guðmundi Jónssyni afhjúpuð Þegar Hvanneyringar braut- skráðir vorið 1963 fögnuðu 50 ára skólaafmæli sínu tilkynntu þeir að þeir myndu færa skólanum lágmynd af Guðmundi Jónssyni skólastjóra er varðveita skyldi í Landbúnaðarsafni. Verkfærasafni var með lögum komið upp á Hvanneyri árið 1940 og munu fyrstu verk við það hafa komið í hlut Guðmundar, þá kennara við skólann. Guðmundur, sem síðar stýrði Hvanneyrarskóla um langt árabil, gerði m.a. fyrstu munaskrá safnsins, og mun hafa átt mikinn þátt í að velja þá gripi, sem til álita komu, gripi sem nú mynda elsta kjarnann í Landbúnaðarsafni. Nemendum Guðmundar þótti því að hann verðskuldaði minningamark í safninu. Laugardaginn 6. júní sl. komu þeir úr hópnum, sem heimangengt áttu, í heimsókn að Hvanneyri og afhentu gjöf hópsins. Lágmyndin er gerð af listamanninum Pétri Bjarnasyni. Henni var komið fyrir við innganginn í safnið. Orð fyrir nemendahópnum hafði Jón Hólm Stefánsson á Gljúfri í Ölfusi, en myndina afhjúpaði elsti félagi þeirra, Gunnar Jónasson á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Bjarni Guðmundsson hélt erindi um Guðmund og Jóhannes Torfason á Torfalæk mintist Guðmundar og kynna sinna af honum, en Guðmundur var föður- bróðir Jóhannesar. Þá flutti Gunnar Þórisson á Fellsenda í Þingvallasveit ljóðakveðju. Þeir Jón, Jóhannes og Gunnar voru allir í hópnum sem brautskráðist vorið 1963. Ásgeir, sonur Guðmundar, flutti þakkir afkomenda hans en þeim hafði verið boðið til samkomunnar. Athöfninni stjórnaði Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ og formað- ur stjórnar Landbúnaðarsafnsins. Að henni lokinni var gestum boðið til kaffisamsætis í Skemmunni á Hvanneyri. LbhÍ og Landbúnaðarsafnið þakka Hvanneyringum 1963 fyrir ánægjulega heimsókn og góða gjöf. Gunnar Jónasson afhjúpar, með tilsjón listamannsins, lágmyndina af Guðmundi Jónssyni fyrir hönd Hvanneyringa 1963. Jón Hólm Stefánsson, talsmaður gefenda, lengst t.h. og Björn Þorsteinsson rektor, lengst t.v. Listamaðurinn, Pétur Bjarnason, við lágmynd sína af Guðmundi skóla- stjóra. Smíðum bíllykla Smíðum og forritum Tímapantanir óþarfar Afar illa lítur út með berjasprettu þetta haustið og sérstaklega með bláberin. Matarhöll á Hlemmi Nýverið var greint frá því að Íslenski sjávarklasinn væri um það bil að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um að taka við rekstri á húsnæðinu við Hlemm, en framtíðarskipulag gerir ráð fyrir að þar verði rekin matarhöll. Borgin auglýsti eftir hugmyndum fyrr í sumar og var hugmynd Íslenska sjávarklasans talin vænlegust. Í kjölfarið var ákveðið að ganga til viðræðna við hópinn sem stendur að þeirri hugmynd. „Þetta er á algjöru byrjunarstigi,“ segir Þórir Bergsson veitingamaður á Bergsson Mathús, en hann er einn af þeim sem mynda þennan hóp. „Hópurinn ætlar að hittast fljótlega og við munum kasta á milli okkar hugmyndum um frekari útfærslur á þessari grunnhugmynd sem við lögðum fram. Svo þurfum við að fara með útkomuna úr því í samn- ingaviðræður við borgina. Það má segja að grunnhugmyndin sé nokkuð fastmótuð á þá leið að þarna verð- ur blandað saman matarmarkaði og tilbúnum götumat (street food) eins og við þekkjum frá Krásar- markaðnum sem hefur verið haldinn í Fógetagarðinum á laugardögum í sumar. Við sjáum fyrir okkur til dæmis bakarí, kaffihús og verslun með kjötafurðir – þar sem bæði væri hægt að kaupa tilbúna rétti en einnig hráefni. Við munum höfða til ferðamanna og hótelgesta – sem eru þarna víða í grenndinni – en einnig reyna að laða til dæmis Reykvíkinga til okkar úr úthverfunum. Þarna verður lagt upp úr því að hafa á boðstólum sælkeravörur og gæða hráefni sem sótt er í nærumhverfi,“ segir Þórir og tekur fram að þarna muni flestar matvælaframleiðslugreinar eiga sína fulltrúa – og jafnvel blómabændur. „Þarna verður allt skipulagt í þaula, enda er þetta lítið svæði. Við verðum með stjórn á markaðnum en ætlum samt að hafa hann dálítið „lífrænan“. Að sögn Þóris gera björtustu vonir ráð fyrir því að þetta verði að einhverju leyti farið af stað fyrir jólin. Hann segir að það geti þó allt eins verið, að það verði ekki fyrr en með næsta vori. Aðrir í hópi með Íslenska sjáv- arklasanum eru þeir Leifur Welding hönnuður og Ólafur Örn Ólafsson, framreiðslumaður og annar stofnenda Krás Götumatarmarkaðar. Niels L. Brandt, framkvæmdastjóri hins kunna matarmarkaðar Torvehallerne í Kaupmannahöfn, verður ráðgjafi hópsins. /smh Auðkúlurétt við Svínavatn, A-Hún. laugardaginn 26. sept. kl. 16.00 Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudaginn 25. sept. kl. 13.00 Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 25. sept. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardaginn 3. okt. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A-Hún. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 26. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 3. okt. kl. 13.00 Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V - Hún. laugardaginn 5. sept. kl. 9.00 Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudaginn 13. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 19. sept. Stóðréttir haustið 2015 Skrapatungurétt í A-Hún. sunnudaginn 20. sept. kl. 11.00 Staðarrétt í Skagafirði. laugardaginn 19. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 3. okt. um kl. 12.00 Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 25. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. laugardaginn 26. sept. kl. 9.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. laugardaginn 3. okt. um kl. 10.00 Þverárrétt í Vesturhópi, V-Hún. laugardaginn 26. sept. kl. 12.30 Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardaginn 3. okt. kl. 10.00 Fyrstu stóðréttir á þessu hausti verða í Auðkúlurétt við Svínavatn í Austur-Húnavatnssýslu þann 26. september. Mikill áhugi er fyrir stóðréttum ekki síður en fjárréttum ekki síst á meðal ferðamanna. Bændablaðinu hefur borist fjöldi fyrirspurna um réttirnar í haust. Hér er listi yfir stóðréttirnar sem að þessu sinni eru 18 talsins. Ekki voru þó fyrirliggj- andi upplýsingar um þær allar þegar blaðið fór í prentun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur fengið eru síðustu stóðréttir haustsins þann 3. október í Flókadalsrétt, Tungurétt, Víðidalstungurétt og í Þverárrétt. Listi yfir fjárréttir er á blaðsíðum 24 og 25 ásamt korti sem sýnir stað- setningu réttanna. Fyrirvari er gerður á að einhverjar villur kunni að hafa slæðst inn og verður þá reynt að bæta úr því í næsta blaði eftir því sem kostur er. Sömu leiðis eru ábendingar vel þegnar ef einhverjar réttir hafa orðið útundan í upptalningu blaðsins. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.