Bændablaðið - 27.08.2015, Page 16

Bændablaðið - 27.08.2015, Page 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Alþingi hefur samþykkt stjórnar- frumvarp sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra til breytinga á búvörulögum nr. 99/1993 þar sem meðal annars er fjall- að um stjórnsýsluverkefni sem Búnaðarstofa sinnir nú hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ). Markmið frumvarpsins var að einfalda og skýra tiltekin ákvæði búvörulaga, meðal annars vegna stjórnsýsluverkefna hjá Matvælastofnun (MAST). Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis gerðu umsagnaraðilar ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið en BÍ og aðilar tengd- ir landbúnaði mótmæltu flutningi þessara stjórnsýsluverkefna til MAST og lögðu til að verkefnin yrðu flutt í sjálfstæða stofnun undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis segir m.a.: ,,Nefndinni bárust efasemdir um að fela ætti Matvælastofnun umrædd verkefni þar sem þau eru einkum í ætt við þjónustu, fram- kvæmd búvörusamninga, áætlun- argerð og söfnun talnaupplýsinga en ekki eftirlit sem er meginhlut- verk stofnunarinnar. Með öðrum orðum var bent á að umrædd ver- kefni féllu ekki að þeim verkefn- um sem stofnunin sinnir nú þegar. Meirihlutinn tekur undir þessi sjón- armið og telur brýnt að verkefnin verði skýrt afmörkuð í sjálfstæðri einingu í skipulagi stofnunarinnar. Jafnframt bendir meirihlutinn á að umrædd verkefni má vinna óháð staðsetningu.“ Stjórnarfrumvarpið var sam- þykkt mótatkvæðalaust með minni háttar breytingum sem þýðir að verkefnin flytjast frá BÍ til MAST. Útfærsla og nánari tímasetningar liggja ekki fyrir en samkvæmt samkomulagi sem BÍ, MAST og atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið skrifuðu undir í desember í fyrra er stefnt að því að ljúka flutn- ingnum í lok þessa árs. Ráðherra skipar þriggja manna verkefnisstjórn til að útfæra hvernig og hvenær yfirfærslan á sér stað. Fulltrúi ráðuneytisins verður for- maður en síðan verður einn fulltrúi BÍ og einn fulltrúi MAST. Á stjórn- arfundi Bændasamtakanna 13. ágúst sl. var samþykkt samhljóða að tilnefna Jón Baldur Lorange sem fulltrúa BÍ í væntanlega verkefn- isstjórn. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis um flutning verkefna frá Bændasamtökunum til MAST: Telur brýnt að verkefni Búnaðarstofu verði afmörkuð í sjálfstæðri einingu Bændasamtök Íslands, Búnaðar- stofa auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktarstyrki vegna jarða- bóta á jörðum bænda á árinu 2015. Opnað var í byrjun sumars fyrir rafrænar umsóknir á Bændatorginu. Um 200 umsóknir höfðu verið skráðar í Bændatorginu þegar Bændablaðið fór í prentun, en í fyrra bárust rúmlega 1.200 umsókn- ir. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálf- virkt í skýrsluhaldskerfið JÖRÐ. Umsóknarfrestur er til 10. septem- ber 2015. Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum í reglugerð nr. 1100/2014 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2015, og reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015, í VIÐAUKA II og III, um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, gefin út af atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu og fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv. 5. gr. samnings um verkefni sam- kvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfs- skilyrði mjólkurframleiðslu, dags 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfs- skilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breyting- um. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um sbr. verklagsreglur um fram- kvæmt úttekta. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok. Á Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsregl- ur um framlög og úttektir. Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða Starfsfólk Búnaðarstofu í dag, talið frá vinstri: Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Ómar Jónsson, Ásdís Kristinsdóttir og Jón Baldur Lorange forstöðumaður. MAST er með höfuðstöðvar á Sel- fossi og starfsstöð í Reykjavík. BÚNAÐARSTOFA Framleiðsla og sala ýmissa búvara (tölur í kg) Júlí Maí til júlí Ágúst 2014 Hlutdeild % Framleiðsla 2015 2015 til júlí 2015 Júlí 2014 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 722.529 2.231.389 8.368.277 -3 0,7 5,5 28,40% Hrossakjöt 74.054 99.210 1.085.907 37 -31,2 -12,2 3,70% Nautakjöt 384.450 727.891 3.339.702 45,8 -11,3 -6,1 11,30% Sauðfé 0 22 10.081.740 0 0 1,9 34,20% Svínakjöt 613.925 1.741.050 6.621.668 21,6 12 1,9 22,40% Samtals kjöt 1.794.958 4.799.562 29.497.294 14,6 1,4 1,3 Sala innanlands Alifuglakjöt 737.932 2.104.320 7.976.488 -1,1 -2,3 1,5 32,50% Hrossakjöt 28.471 64.811 545.317 15,9 -2,8 -8,2 2,20% Nautakjöt 394.255 700.644 3.321.520 45,1 -15,1 -6,9 13,50% Sauðfé * 483.216 1.491.988 6.783.970 2 6,6 6,6 27,70% Svínakjöt 668.568 1.611.310 5.891.245 43,7 12,3 0,7 24,00% Samtals kjöt 2.312.442 5.973.073 24.518.540 16,7 1,6 1,2 Breyting frá fyrra tímabili, % Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa, safnar upplýsingum um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Nýliðun í mjólkurframleiðslu Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa auglýsir eftir umsækjendum um framlög vegna stuðnings við nýliðun í mjólkurframleiðslu. Er það samkvæmt verklags- reglum í VIÐAUKA V, (verklags- reglur um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu) í reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015, með síðari breytingum. Þeir sem hafa hug á að sækja um eru hvattir til að kynna sér áðurnefndar verklags- reglur. Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi. Umsóknareyðublað má finna á Bændatorginu undir Búnaðarstofa – Styrkumsóknir – Nýliðunarstyrkir – Nautgriparækt. Nánari upplýs- ingar veitir Búnaðarstofa í síma 563 0300 og á ak@bondi.is. Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 56,2 milljarða króna og inn fyrir 66,4 milljarða króna. Vöruskiptin í júní voru óhagstæð um 10,2 milljarða króna. Á vef Hagstofunnar segir að fyrstu sex mánuði ársins 2015 hafi verið fluttar út vörur fyrir rúma 332,4 milljarða króna en inn fyrir tæpa 338,4 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 5,9 milljörðum króna. Á sama tíma á síðasta ári voru vöru- skiptin óhagstæð um 9,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessu ári var því 3,9 milljörðum króna hag- stæðari en á sama tíma árið áður. Líkum má leiða að því að við- skiptahallinn væri mun meiri ef flytja þyrfti inn öll þau 30 þúsund tonn af kjöti sem íslenskir bændur framleiða hér á hverju ári. Útflutningur Fyrstu sex mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 61,3 milljarðar, eða 22,6% hærra en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 54,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 29,9% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,1% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 23,2% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli. Innflutningur Fyrstu sex mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 57,5 milljarðar, eða 20,5% hærra, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru og flugvéla. /VH Vöruskipti við útlönd: 5,9 milljarða króna halli Tjón vegna fugla: Færri tilkynningar en í fyrra Bændur eru hvattir til að skrá tjón af völdum álfta og gæsa á Bændatorginu. Þetta er annað árið sem bændur eru beðnir um að tilkynna um tjón af völdum fugla í ræktunarlandi sínu. Stjórnvöld hafa komið á laggirnar aðgerðahóp til að koma með tillög- ur um hvernig megi bregðast við vegna þess tjóns sem bændur verða fyrir, sérstaklega þeir sem stunda kornrækt. Forsenda þess að hægt sé að leggja mat á tjónið er að bændur fylli út tjónatilkynningu á Bændatorginu á þar til gerðu rafrænu skráningar- formi. Miðað við skráningu bænda þegar Bændablaðið fór í prentun mætti halda að tjón af völdum fugla í ræktunarlandi bænda þetta árið sé mun minna en í fyrra, því innan við 10 tjónatilkynningar voru komnar inn á Bændatorgið.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.