Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Bændablaðið Kemur næst úr 10. september Landbúnaðarsýningin Libramont 2015, sem haldin er árlega fjóra daga seinnipartinn í júlí í Libramont-Chevgny í Suður- Belgíu, var afar vel sótt í ár. Alls voru gestir sýningarinnar um 220 þúsund talsins og þar af m.a. hópur ungra íslenskra bænda, en dvöl á sýningunni var hluti af ferðalagi þeirra um Evrópu. Líkt og undanfarin ár var sýn- ingin afar fjölbreytt og margt áhuga- vert að sjá og skoða enda voru um 800 sýnendur á Libramont í ár með yfir 5 þúsund tegundir tækja og tóla auk 3.500 kynbótagripa. Allt fyrir alla Það má heita að á sýningunni séu öll helstu landbúnaðartæki sem völ er á og öll helstu og þekkt- ustu vörumerkin bæði í dráttarvél- um, heyvinnuvélum eða öðru því sem bændur nota við sín daglegu störf. Vissulega verða ekki miklar breytingar á þessum vélum og tækj- um ár frá ári en alltaf er þó eitthvað nýtt sem kemur og alltaf er einhver framþróun sem betur fer. Þeir sem hafa farið oft á landbúnaðarsýningar sjá því alltaf eitthvað nýtt og áhuga- vert í hvert skipti og var sýningin í ár engin undantekning. Hauggasorkuver fyrir minni búin Þegar rætt er um rekstur á hauggasorkuverum erlendis hafa sjónir manna oftast beinst að stærri kúabúunum, þar sem hingað til hefur ekki þótt hagkvæmt að vinna gas úr tiltölulega litlu magni af skít. Nú kann að verða breyting á þessu en fyrirtækið Biolectric kynnti á sýningunni heildarlausn fyrir kúabú í hauggasframleiðslu. Kúabóndi getur sem sagt í dag keypt heildar- lausn, bæði gerjunartank og allt stýrikerfið fyrir gerjunina ásamt öllu orkuframleiðslukerfinu. Kerfið virkaði afar áhugavert og í fyrsta skipti sem undirritaður, sem hefur allnokkra reynslu af landbún- aðarsýningum, rekur augun í heild- stæða lausn sem virðist geta hentað fyrir a.m.k. einhver íslensk kúabú. Jan Palmaers, sem er einn af eigendum fyrirtækisins, sagði að kerfið væri hannað fyrir 600 þús- und lítra mjólkurframleiðslueiningu eða 55–60 kýr. Þær þyrftu einnig að vera í fjósi þar sem eru lokaðir flórar vegna þess að orkuvinnsla á skít frá opnum haughúsum væri mun erfiðari. Aðspurður um muninn þá sagði Jan að væru kýr á rimlum þá þyrfti u.þ.b. 200 þúsund lítra mjólkurfram- leiðslu í viðbót svo mykjan væri nógu orkurík og gasframleiðslan væri sambærileg en skýringin felst í uppgufuninni frá haughúsum og orkutapi þar með. Minnsta staðlaða einingin frá Biolectric kostar uppsett, á megin- landi Evrópu, 95 þúsund evrur eða um 14 milljónir króna og slíkt Utan úr heimi Libramont 2015 - Myndir / SS Gæði - Reynsla - Þjónusta Bestun Birtingahús Borgartúni 22 Rvk. - Dugguvogi 4 Rvk. - Dalshrauni 11 Hafnarfirði - Gleráreyrum 2 Ak. Sími: 588-8000 www.slippfelagid.is Opnunartími: Virka daga: 08.00 – 18.00 Laugardaga: 10.00 – 14.00 Veljum íslenskt Bændur athugið Hjá Slippfélaginu færðu gæða málningu fyrir íslenskar aðstæður Hafið samband og fáið faglega ráðgjöf Sendum hvert á land sem er Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsókn- um um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt, sbr. aug- lýsingu nr. 702/2014. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: - Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins - Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu - Tímaáætlun verkefnisins - Fjárhagsáætlun verkefnisins - Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni - Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Umsóknarfrestur er til 1. október Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á fl.is. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; thorhildur@fl.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes Sími 430-4300 Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.