Bændablaðið - 27.08.2015, Qupperneq 37

Bændablaðið - 27.08.2015, Qupperneq 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 gasorkuver framleiðir 77 þúsund kWh á ári að meðaltali. Bændur í flestum löndum Evrópusambandsins fá styrki fyrir að framleiða sk. umhverfisvænt rafmagn og er áætl- aður uppgreiðslutími á fjárfestingu sem þessari einungis um fimm ár. Heimsendingarþjónusta á léttvíni Það eru ekki bara tæki, tól og kynbótagripir á Libramont heldur einnig fjölmargir bændur sem eru í heimavinnslu og sölu beint frá býli. Betrand Guindeuil er einmitt einn þeirra en hann er ungur vínbóndi með tiltölulega litla framleiðslu í Villenave de Rions-héraði suðaustan við Bordeaux í Frakklandi. Í hörðum heimi samkeppninn- ar í léttvínssölu hefur hann fundið snjalla leið til þess að koma sinni vöru á markað en hann býður upp á heimsendingarþjónustu um allt meginland Evrópu, þ.e. sé yfirhöf- uð heimilt að selja léttvín utan sér- stakra áfengisverslana. Áhugaverð leið við markaðssetningu á vörum beint frá býli. Ókeypis mold fyrir bændur Allt er nú til kann einhver að segja en í Belgíu veitir fyrirtækið GrondDepot afar sérstaka þjónustu sem felst í því að bændur geta haft samband og fengið ókeypis jarðveg frá fyrirtækinu til þess að jafna út land sitt! GrondDepot kemur þá á svæðið með jarðveginn, fyllir í lautir og dældir og jafnar sjálft út og gerir tilbúið fyrir sáningu. Virkar einkar undarleg ókeypis þjónusta en tilfellið er að í Belgíu eru margir verktakar í vandræðum með uppmokstur frá t.d. vegstæðum og byggingareitum. Þann jarðveg sem kemur upp þarf að losna við með ærnum tilkostnaði og því varð til þessi skemmtilega þjónusta sem bændur geta notfært sér. Til þess að koma til greina sem móttakandi á jarðvegi þarf bóndinn þó að tryggja að geta tekið við að lágmarki 100 rúmmetrum jarðvegs og að hafa fyr- irfram heimild sveitarfélags síns fyrir verkinu. Nýr mjaltaþjónn GEA Stórfyrirtækið GEA sýndi á sýn- ingunni nýjan mjaltaþjón sinn, en einn slíkur verður einmitt tekinn í notkun hér á landi í ár. Hönnun og útlit mjaltaþjónsins er nokk- uð breytt frá því sem áður var, en mjaltaþjónninn var áður seldur undir merkjum Westfalia Surge. Eftir að GEA tók yfir WestfaliaSur- ge hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú virðist sem fyrirtækið sé í raun í fyrsta skipti komið með lausn sem gæti hentað fyrir flesta kúa- bændur. Í samtölum við söluaðila Lely og DeLaval kom fram að GEA er nú að leggja afar mikla áherslu á markaðssetningu mjaltaþjónsins víða í Evrópu og hafa náð allgóð- um árangri enda bjóða þeir þennan mjaltaþjón á töluvert lægra verði en samkeppnisaðilarnir hafa boðið sína mjaltaþjóna til þessa. Nýtir spænið betur Á Libramont sýningunni er meira um hestavörur og búnað fyrir hesthús en á mörgum öðrum land- búnaðarsýningum. Ótal sölubásar voru með reiðfatnað og reiðtygi en einnig margir aðrir aðilar með sýn- ingarbása fyrir margs konar búnað eins og hestakerrur, reiðkerrur og svo að sjálfsögðu alls-konar hjálp- artæki og tól fyrir hesthús- og/eða reiðhallareigandann. Einn slíkra aðilar var fyrirtækið EquiTech en það selur margskonar sérhæfð tæki fyrir framangreinda aðila eins og jöfnunarbúnað fyrir reiðhallargólf, hrossataðssugur, innréttingar fyrir keppnisvelli, hlaupabretti og svo m.a. frekar undarlegt tæki sem er sérhannað til þess að nýta sem mest af spæni og sagi og hægt er. Tækið virkar þannig að þegar stía er mokuð, er taðið sett ofan í þar til gerðan hristara, sem sigtar frá sag og spæni en skíturinn sjálfur fer beint ofan í hjólbörur. Snorri Sigurðsson Ráðgjafi hjá SEGES P/S sns@seges.dk Hér sést Jan Palmaers fyrir framan gerjunartank fyrirtækisins Biolectric, en það er sérhæft í framleiðslu á hauggasorkuverum fyrir kúabú sem framleiða í kringum 600 þúsund lítra. Á sýningunni var fyrirtækið Nord Attelage með ótal léttikerrur fyrir hestamenn til sölu, bæði keppniskerrur og einnig kerrur fyrir skemmtireið. Þessar kerrur eru til í öllum stærðum og gerðum og einnig fyrir minni hestakyn eins og íslenska hestinn. Fyrirtækið GrondDepot er með sérstaka þjónustu því það sér um að keyra út jarðveg til bænda, án endurgjalds! Betrand Guindeuil var á sýningunni að kynna áhugaverða þjónustu sem var léttvínssala beint frá býli með heimsendingarþjónustu! Sem dæmi er hægt að setja tvær tveggja metra grindur á VIG stálstaura og setja loku sem hægt er að læsa, eða setja eina fjögurra metra grind á tréstaura með VIG-lömum sem ætlaðar eru í þá. Létthlið er hag- kvæm og góð lausn en hliðunum er hægt að raða saman að vild. Létthliðin eru seld í einingum þannig að það er hægt að raða saman hliði sem hentar mismunandi aðstæðum, hvort heldur á að girða af sumarhús eða tún. VIG framleiðir tvær gerðir af léttgrindum, bæði með stand andi pílárum úr röri og með gegnheilum teinum. Létthlið er afar hagkvæmur kostur. Vélsmiðja Ingvars Guðna Vélsmiðja Ingvars Guðna Tanga · 801 Selfoss Sími 486 1810 · Fax 486 1820 www.vig.is · vig@vig.is Íslensk framleiðsla - fæst um allt land

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.