Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015
Hæfileikahross á síðsumarssýningum
Rúmlega 200 hross voru sýnd á
þremur kynbótasýningum sem
fram fóru í síðustu viku, á Selfossi,
á Mið-Fossum í Borgarfirði og á
Sauðárkróki. Komu þar fram
mikil getuhross sem reyndust
meðal hæst dæmdu hrossa ársins.
Um helmingur hrossanna var
sýndur á Selfossi, 104 talsins.
Hnokki frá Þóroddsstöðum stóð
þar hæstur hrossa, með 8,59 í aðal-
einkunn. Hnokki er 8 vetra geldingur
undan Aroni frá Strandarhöfða og
Dömu frá Þóroddsstöðum. Hnokki
hefur verið að sanna sig á keppn-
isbrautinni undir stjórn Bjarna
Bjarnasonar sem sýndi hann fyrir
dómi. Hnokki hlaut þar 8,13 fyrir
sköpulag og 8,89 fyrir hæfileika sem
reynist vera 5. hæsta einkunn fyrir
hæfileika á Íslandi í ár. Hann hlaut
m.a. einkunnina 9 fyrir tölt, brokk,
skeið, vilja og geðslag og fegurð
í reið.
Næsthæstu aðaleinkunn hlaut
Vegur frá Kagaðarhóli, 5 vetra,
undan Óperu frá Dvergsstöðum og
Seið frá Flugumýri II. Vegur hlaut
8,05 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir
hæfileika, þar af 9 fyrir tölt og vilja
og geðslag. Sýnandi og þjálfari Vegs
er Jóhann Kristinn Ragnarsson.
Alls hlutu 40 hross fyrstu verð-
laun, þ.e. með aðaleinkunnina 8,00
eða hærra, á sýningunni.
Úr keppni í dóm
Hryssan Arna frá Skipaskaga hefur
vakið athygli á þessu ári. Fyrst
á töltmótinu Þeir allra sterkustu
undir stjórn Sigurðar Sigurðarsonar
sem vann mótið. Í vor mættu þau
Sigurður og Arna á úrtökumót fyrir
Heimsmeistaramótið og tryggðu sér
þar sæti í landsliði Íslands. Mánuði
síðar dró Sigurður sig úr liðinu. Arna
var nú sýnd á kynbótasýningunni á
Mið-Fossum og stóð hún þar efst
hrossa með 8,47 í aðaleinkunn.
Arna hlaut 8,57 fyrir sköpulag og
8,40 fyrir kosti, en Sigurður sýndi
hryssuna fyrir dómi.
Næsthæstu aðaleinkunn hlaut 5
vetra hryssa, Augsýn frá Lundum II,
undan Kappa frá Kommu og Auðnu
frá Höfða, sem hefur sannað sig sem
gæðingamóðir. Augsýn hlaut 8,28 í
aðaleinkunn, 8,29 fyrir sköpulag og
8,28 fyrir kosti. Önnur ung hryssa,
Auðlind frá Brúnum, hlaut hæstu
einkunn fyrir kosti á sýningunni, 8,51.
Auðlind er undan Auði frá Lundum,
bróður Augsýnar. Móðir Auðlindar
er Átta frá Eystri-Hól. Hún hlaut
8,26 í aðaleinkunn. Sýnandi bæði
Augsýnar og Auðlindar var Jakob
Svavar Sigurðsson.
Alls voru 56 hross sýnd á Mið-
Fossum og hlutu 16 hross fyrstu verð-
laun á sýningunni.
Kostagóð á Sauðárkróki
Á Sauðárkróki hlaut 10 vetra hryssa
hæstu aðaleinkunn sýndra hrossa,
8,49. Þar af hlaut Birta frá Laugardal
fyrir kosti, og er þar með á meðal 10
hæst dæmdu hrossa fyrir kosti á árinu
á Íslandi. Birta hlaut 9 fyrir tölt, hægt
tölt og fegurð í reið og 9,5 fyrir vilja og
geðslag og brokk. Birta er undan Aris
frá Akureyri og Brá frá Laugardal. Hún
hefur þegar átt tvö folöld en eigendur
hennar eru Þorvarður Björgúlfsson og
Magnús Bragi Magnússon sem sýndi
hana fyrir dóm.
Ungur stóðhestur, Hlekkur frá Ytra-
Vallholti, hlaut næsthæstu aðaleinkunn
sýningarinnar, 8,42. Hlekkur, sem er
undan Arnoddi frá Auðsholtshjáleigu
og Gnótt frá Ytra-Vallholti, hlaut 8,24
fyrir sköpulag og 8,54 fyrir kosti.
Sýnandi Hlekks var Bjarni Jónasson.
Alls voru 54 hross skráð til dóms á
sýninguna og hlutu 26 þeirra fyrstu
verðlaun.
Uppskera fram undan
Alls voru 1.165 dómar kveðnir upp
á kynbótasýningum á Íslandi í ár.
Alls hlutu 475 aðaleinkunnina 8 eða
hærra. Um 41% sýndra hrossa fengu
því fyrstu verðlaun. Fram undan er
uppskeruhátíð hrossaræktarinnar en
hún fer jafnan fram í nóvember sam-
hliða aðalfundi Félags hrossabænda.
Þar verður farið yfir hrossaræktarárið
2015 og ræktendur verða heiðraðir
fyrir árangur sinn í hrossarækt, þar
sem afkvæmahross og afkastamikil
hrossaræktarbú hljóta verðlaun. /GHP
HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com
Hæst dæmdu hross ársins á Íslandi 2015
Fæðingarnúmer Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Eigandi Sköpulag Kostir Aðaleinkunn
IS2003182454 Glóðafeykir Halakoti Daníel Jónsson Svanhvít Kristjánsdóttir 8.31 9.04 8.75
IS2008186002 Nói Stóra-Hofi Daníel Jónsson Bæring Sigurbjörnsson 8.61 8.7 8.67
IS2005158843 Blær Miðsitju Tryggvi Björnsson Tryggvi Björnsson 8.29 8.87 8.64
IS2008287198 Sending Þorlákshöfn Helga Una Björnsdóttir Helga Una Björnsdóttir, Þórarinn Óskarsson 8.55 8.7 8.64
IS2005288560 Kolbrá Kjarnholtum I Daníel Jónsson Magnús Einarsson 8.25 8.87 8.62
IS2010187013 Andvari Auðsholtshjáleigu Árni Björn Pálsson Stephanie Wagner 8.74 8.52 8.61
IS2008201166 Þota Prestsbæ Þórarinn Eymundsson Prästgårdens Islandshästar 8.49 8.67 8.6
IS2009101044 Skaginn Skipaskaga Jakob Svavar Sigurðsson Skipaskagi ehf 8.76 8.5 8.6
Hæstu hæfileikadómar ársins á Íslandi 2015
Fæðingarnúmer Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Eigandi Sköpulag Kostir Aðaleinkunn
IS2003182454 Glóðafeykir Halakoti Daníel Jónsson Svanhvít Kristjánsdóttir 8.31 9.04 8.75
IS2008280519 Freyja Baldurshaga Teitur Árnason Teitur Árnason 7.94 8.93 8.54
IS2008187937 Þór Votumýri 2 Daníel Jónsson Gunnar Már Þórðarson, Kolbrún Björnsdóttir 8.00 8.91 8.55
IS2009225086 Nípa Meðalfelli Daníel Jónsson Sigurbjörg Ólafsdóttir, Sigurþór Gíslason 8.13 8.9 8.59
IS2007188805 Hnokki Þóroddsstöðum Bjarni Bjarnason Margrét Hafliðadóttir 8.13 8.89 8.59
IS2005158843 Blær Miðsitju Tryggvi Björnsson Tryggvi Björnsson 8.29 8.87 8.64
IS2005288560 Kolbrá Kjarnholtum I Daníel Jónsson Magnús Einarsson 8.25 8.87 8.62
IS2009257005 Bylgja Sauðárkróki Tryggvi Björnsson Pétur Vopni Sigurðsson, Sigríður Pétursdóttir 7.93 8.83 8.47
IS2005257795 Birta Laugardal Magnús Bragi Magnússon Magnús Bragi Magnússon, Þorvarður Björgúlfsson 7.99 8.82 8.49
IS2008276264 Edda Egilsstaðabæ Guðmundur Friðrik Björgvinsson Einar Ben Þorsteinsson, Melanie Hallbach 8.14 8.81 8.55
Hnokki frá Þóroddsstöðum stóð efstur hrossa á Selfossi með 8,59 í aðaleinkunn. Hnokki hefur farið mikinn á mótum í vor og sumar og sannað sig sem
frambærilegur keppnishestur. Hér er hann á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Knapi er Bjarni Bjarnason. Mynd/Guðrún Hulda
Birta frá Laugardal hlaut hæstu einkunn hrossa á Sauðárkróki. Hún hlaut
m.a. 9,5 fyrir vilja, geðslag og brokk og 9 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið.
Sýnandi hennar og annar eigandi er Magnús Bragi Magnússon.
Mynd / Elisabeth Jansen
Arna frá Skipaskaga fór ekki á Heimsmeistaramótið en á sannarlega fram-
tíðina fyrir sér hvort heldur sem keppnis- eða kynbótahryssa. Hún hlaut 8,47
í aðaleinkunn á Mið-Fossum. Hér er hún á töltmótinu Þeir allra sterkustu.
Knapi er Sigurður Sigurðarson. Mynd / Guðrún Hulda