Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 28
28
Þróunarverkefni í
sauðfjárrækt
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir
umsóknum um styrki til rannsókna og þróunaverkefna í sauð-
fjárrækt samkvæmt verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um
ráðstöfun fjár til stuðnings við kennslu, rannsóknir, leiðbein-
ingar og þróun í sauðfjárrækt, sbr. auglýsingu nr. 703/2014.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
- Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins
- Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu
- Tímaáætlun verkefnisins
- Fjárhagsáætlun verkefnisins
- Hvernig verkefnið nýtist sauðfjárræktinni
- Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar
Umsóknarfrestur til 1. október.
Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á fl.is.
Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er
að finna.
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnað-
arins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um
þróunarfé.
Nánari upplýsingar veitir Þórhildur
Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins;
thorhildur@fl.is
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Hvanneyri – 311 Borgarnes
Sími 430-4300
Verðlag á ýmsum neysluvörum
hefur verið allnokkuð til umræðu
undanfarið og athygli verið vakin
á að verð á ýmsum heimilistækj-
um og raftækjum sé umtalsvert
hærra hér á landi en í nágranna-
löndunum.
Þetta eru ekki ný tíðindi. Í verð-
samanburði Eurostat sem birtist í
júní sl. má lesa að Ísland var í 9. sæti
þegar kemur að verði á neysluvörum
árið 2014. Landið trónir hins vegar
í efsta sæti þegar kemur að verði á
heimilistækjum sem er 53% hærra
en að meðaltali innan ESB, húsgögn-
um og heimilisbúnaði (19%), fatnaði
(39%) og skóm (47%). Um síðustu
áramót voru felld niður vörugjöld af
mörgum vörum, s.s. sjónvörpum, en
bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa
bent á að þessi breyting hafi ekki skil-
að sér til neytenda. Lauslega leiddi
könnun Neytendasamtakanna í ljós
að sjónvarpstæki eru um 50% dýrari
á Íslandi en í Danmörku þrátt fyrir
að bæði tollar og virðisaukaskattur er
lægri á þessar vörur hér á landi en þar.
Athyglisverð eru ummæli fram-
kvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu
þann 13. ágúst sl. þar sem hann er
að svara gagnrýni ASÍ, en þar segir
hann að í greiningu Samtaka atvinnu-
lífsins, þar sem borið var saman verð
á ýmsum vörum í Noregi, Svíþjóð
og Íslandi, hafi komi fram að verð
á sjónvörpum hafi verið 63% hærra
á Íslandi en í Noregi og 67% hærra
en í Svíþjóð á síðasta ári. En eftir
afnám vörugjalda hafi sambærileg
tæki AÐEINS verið 47% dýrari á
Íslandi en Noregi og aðeins 45%
dýrari en í Svíþjóð. Já, gott og vel,
vörugjöld hafa lækkað vöruverð. En
aðeins 47% eða 45% dýrari – hvað er
það? Er það þá vegna legu landsins
– óhagkvæmni í verslunarrekstri ?
Eða hvað er það?
Það var ekki síður athyglisvert
að hlusta á Sigurð Jóhannesson,
hagfræðing hjá Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands, bókstaflega réttlæta
þennan verðmun í viðtali við RÚV
í fréttum þess mánudagskvöldið 10.
ágúst sl. Hann taldi að flutnings-
kostnaður og stærð markaðarins
réði mestu um hátt verðlag hérlend-
is. Lækkun tolla taldi hann koma
fram í verðlagi en um leið sagði hann
að verðhækkanir frá birgjum skili
sér almennt í vöruverði en lækkanir
síður.
Röksemdafærsla þessara tveggja
manna, sem oft eru kallaðir til álits-
gjafar þegar matvöruverð ber á góma,
er einkennileg. Líklega var hag-
fræðingurinn að segja að samkeppni
á markaði hér á landi sé of lítil til
að verðlækkanir birgja (sem lækkun
vörugjalda og tolla hljóta að vera
hluti af) skili sér til neytenda, með
öðrum orðum fákeppni. Á það þá
ekki einnig við um matvörumarkað-
inn? Skýrsla Samkeppniseftirlitsins
frá því í vetur bendir einmitt ein-
dregið til þess að fákeppni sé ráðandi
á þessum markaði. Í skýrslu þess
segir m.a.: „Samkvæmt upplýsingum
um arðsemi skráðra dagvörusmá-
sala (e. grocery retailers) erlendis er
meðalarðsemi eigin fjár um 13% í
Evrópu og um 11% í Bandaríkjunum
samanborið við 35%–40% hér á
landi. Þessar tölur gefa til kynna að
arðsemi stærstu íslensku verslana-
samstæðanna sé mjög góð í alþjóð-
legum samanburði.“ Er það eðlilegt
að verslun með brýnustu nauðsynjar
sé svo arðbær sem raun ber vitni?
Það er því sérstök ástæða til að
hrósa IKEA fyrir að ganga nú fram
á völlinn og benda kollegum sínum
í verslunarrekstri á hið augljósa, að
láta neytendur njóta góðs af lækkun-
um á innkaupsverði hvort sem það
er vegna gengisþróunar eða annarra
ytri aðstæðna sem lækka vöruverð
og koma þeim þannig til hagsbóta.
Erna Bjarnadóttir,
hagfræðingur og forstöðumaður
félagssviðs Bændasamtaka Íslands
Hvað ræður verðlagi á Íslandi?
Erna Bjarnadóttir.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Skjólbelti framtíðar:
Námskeið um val og samsetningu tegunda
fyrir gagnleg og endingargóð skjólbelti
Föstudaginn 4. september verð-
ur opið námskeið um tegundaval
fyrir heppilegar plöntur í skjólbelti
haldið í Landbúnaðarháskólanum
á Hvanneyri.
Til að skjólbelti skili bestum
árangri er nauðsynlegt að þau þjóni
hlutverki sínu sem vindbrjótur vel,
séu þétt, vaxi nokkuð hratt upp og
endist vel. Þau þurfa að haldast
þétt að neðan þannig að ekki nái að
trekkja undir þau en jafnframt verða
þau að ná að vaxa nokkuð hratt upp
því skjólbelti skýla stærra landsvæði
eftir því sem þau eru hærri.
Ný hugsun í ræktun skjólbelta
miðar að því að velja heppilega
samsetningu tegunda fyrir íslenskar
aðstæður, með sjálfbærni að leiðar-
ljósi. Í skjólbeltum ættu að vera
blanda af langlífum, stórvöxnum
stofntrjám sem eru megintré beltis-
ins, hraðvaxta fósturtegundum og
langlífum, skuggþolnum og skugga-
Yndisgarðurinn Hvanneyri.
VEIÐIÁ TIL LEIGU
Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar, Ölfusi óskar eftir
tilboðum í veiðirétt félagsins í Varmá og Þorleifslæk fyrir árin
2016 til 2018, eða árin 2016 til ársins 2026.
Frekari upplýsingar veitir formaður félagsins í síma 892 0367
eða á hsver@simnet.is
Áhugasamir vinsamlegast sendi tilboð fyrir 1. sept 2015, á
heimilisfangið,
Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar,
Hrauni 2, 816 Ölfusi
Sumarið hefur verið misjafnt
eftir landshlutum eins og svo oft
áður og eins og bændur vita hefur
veðurfar mikil áhrif á gróffóðrið,
bæði magn og gæði. Það er því
mjög mikilvægt að gefa sér tíma
á haustin til þess að fara yfir það
hvers var aflað og hvernig það
komi til með að nýtast í vetur.
Þá er fyrsta ráðið að senda sýni
til efnagreininga. Á heimasíðu
RML er hægt að panta heysýna-
töku. Ráðunautar geta einnig ráð-
lagt bændum um hversu mörg sýni
sé heppilegt að taka á hverjum stað
og úr hverju, það þarf að meta út frá
aðstæðum hjá hverjum og einum og
fer eftir því á hversu löngu tímabili
heyskapur fór fram, hversu mikil
ræktun er í gangi á bænum og fjöl-
breytni í ræktun. Eins ræðst af til
hvers á að nota fóðrið hversu miklar
upplýsingar eru nauðsynlegar og að
lokum skiptir verkunaraðferð líka
máli. Ráðunautar RML geta einnig
gefið bændum upplýsingar um þá
möguleika til efnagreininga sem eru
í boði, bæði hvað hægt sé að greina
og verð, en nú býðst bændum að
senda sýnin sín á nýja rannsóknar-
stofu á Hvanneyri, Efnagreiningu
ehf., sem verður góð viðbót við
þann möguleika að senda sýnin út
til Blgg í Hollandi.
Eftir að niðurstöður efnagrein-
inga eru komnar til bænda geta
ráðunautar hjálpað til við túlkun
þeirra. Þá er farið yfir það hvaða
eiginleika fóðrið hefur og hvernig
það kemur þá til með að nýtast til
fóðrunar á þeim gripum sem því er
ætlað. Einnig bendum við á ef eitt-
hvað er athugavert eða mikilvægt
að hafa í huga varðandi viðbótar-
fóður, hvort sem er steinefni eða
kjarnfóður.
Kjósi bændur frekari ráðgjöf
varðandi fóðrunina er bæði hægt
að fá hana sérsniðna að hverjum
og einum en einnig bjóðum við
sér staka ráðgjafarpakka fyrir kúa-
bændur sem við köllum Stabba og
Stæðu.
Stabbi er pakki þar sem farið
er yfir gróffóðurgæði á búinu og
fundið út hvaða viðbótarfóður er
heppilegt að gefa með út frá þeim
markmiðum sem bóndinn setur
varðandi framleiðslu, nyt og efna-
innihald. Áætlanirnar miða að því
að uppfylla næringarþarfir gripanna
og tryggja gott heilsufar og frjósemi,
á sem hagkvæmastan hátt. Hérna er
gert ráð fyrir því að vinna áætlanir
fyrir aðskilda fóðrun, þ.e. þar sem
gróffóður og kjarnfóður er gefið
sérstaklega. Í Stabba er gert ráð
fyrir einni heimsókn yfir veturinn
þar sem farið er yfir áætlunina og
framkvæmd hennar. Í slíkri heim-
sókn horfir ráðunautur eftir holdafari
hjá kúnum og fóðrunaraðstöðu og
kemur með ábendingar sem eru í
takt við framkvæmd áætlunarinnar.
Stæða er stærri pakki með sömu
grunnmarkmið og Stabbi, þ.e. að
fara yfir gróffóðurgæði og finna við-
bótarfóður sem hentar og enn eru
markmiðin að uppfylla næringar-
þarfir til framleiðslu, tryggja gott
heilsufar og frjósemi og allt þetta á
sem hagkvæmastan hátt. Innifalin í
Stæðu er heysýnataka og í kjölfar-
ið túlkun á niðurstöðum. Unnin er
fóðuráætlun út frá þeim markmiðum
sem bóndinn setur sér og aðstæð-
ur leyfa. Hérna er hægt að vinna
áætlanir hvort sem er með aðskilda
fóðrun en einnig ef blanda á saman
gróffóðri og einhverju viðbótarfóðri,
hvort sem um ræðir bygg, kjarnfóður
eða hrávöru. Tvær heimsóknir eru
innifaldar í Stæðu og ráðunautur
metur hold og ástand gripa, aðstöðu
til fóðrunar og framkvæmd og kemur
með ráðleggingar sem því tengjast
og svo að framkvæmd fóðuráætlunar
gangi sem best upp. Hérna býðst
bændum einnig að fá ráðleggingar
varðandi fóðurverkun og beit.
Fjölbreytt fóðurráðgjöf hjá RML