Bændablaðið - 27.08.2015, Page 19

Bændablaðið - 27.08.2015, Page 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 SUMARHÚS TIL SÖLU Fallegt 65 fm SUMARHÚS á frábærum ÚTSÝNISSTAÐ í landi Skriðukots í Haukadal í Dalabyggð, 370 Búðardalur). ENGINN BÚSTAÐUR ER NÁLÆGT. Eignin skiptist í: forstofa, eldhús, stofa, baðherbergi, 3 svefnherbergi og geymslu. Rafmagnskynding með hitakút og vatnsofnum. Kalt vatn kemur frá lind ofar í fjallinu. Stór og góð timburverönd. Stórt bílaplan. Geymsla er í bústað en einnig hefur verið komið fyrir gám á lóð sem er nýttur sem bátaskýli og geymsla. Lóðin er afgirt og hefur mikið hefur verið plantað á henni. Ekkert er greitt af lóðinni og mun ekki verða í nánustu framtíð. TILVALIN EIGN FYRIR ÞÁ SEM VILJA VERA EINIR OG SÉR MEÐ FALLEGT ÚTSÝNI YFIR HAUKADALSÁ FREMRI OG HAUKADALSVATN. Eiríkur Svanur Sigfússon Löggildur fasteignasali. Sími 862-3377 Til sölu færanleg heykögglaverksmiðja Óskað er eftir tilboði í færanlega heykögglaverksmiðju. Verksmiðjan er staðsett í Eyjafirði, eina sinnar tegundar og hefur starfað samfellt frá 1979. Auk hefðbundinnar kögglunar á heyi hafa á síðustu árum verið gerðar ýmsar tilraunir með aðrar afurðir til úrvinnslu: · Þurrkun á heyi og hálmi · Kögglun á hálmi til undirburðar · Söxun/mölun á hálmi til undirburðar · kögglun á grisjunarvið (lerki og stafafura) Vakin er athygli á að samkvæmt tilraunaniðurstöðum er hægt að ná umtalsverðum vaxtarauka hjá kálfum þegar fóðrað er með heykögglum. Einnig nýtast þeir afar vel fyrir gemlinga og sem sauðburðarfóður. Hér er um að ræða mjög spennandi tækifæri fyrir drífandi aðila. Nánari uppl. veita Stefán í síma 893-7426 og Sigurgeir í síma 863-1356 Bateson 4ra hesta kerra á hausttilboði *) Kerrurnar eru einnig fáanlegar lengri og með meiri lofthæð. 2-3ja hesta kerrur sem passa aftan í jepplinga eða minni bíla. Inn í allar stærri kerrurnar er fáanlegt milligólf sem hentar vel fyrir fjárflutninga. Stórar og rúmgóðar 4ra hesta kerrur á tveimur öxlum. Rist framan á kerru tryggir góða loftun um kerruna. Öflugir flexitorar veita mjúka og góða fjöðrun. Minna skrölt og minni hávaði. Stórir og breiðari hjólbarðar á 16” felgum sem hentar vel á slóðum og sveitavegum. Rampur með timburgólfi sem leikur einn er að setja niður og reisa upp. Ljós inni í kerru, gúmmímottur í gólfi og þverskilrúm er staðalbúnaður. Hægt er að fá milligólf inn í kerrurnar fyrir fjárflutninga. Því má líka bæta við eftirá. Aðeins kr. 1.290.000- án vsk. / 1.599.600- kr. með vsk. *) Gildir út september á meðan birgðir endast ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Staðan í efnahagsmálum í ESB- ríkjunum virðist lítið vera að lag- ast. Atvinnuleysi stendur nánast í stað samkvæmt tölum Eurostat og dregið hefur úr ýmsum þáttum eins og mannvirkjagerð. Frá maí til júní 2015 dró úr byggingastarfsemi hjá evruríkjunum um 1,6% og úr ýmsum framkvæmd- um sem ekki teljast til opinberra framkvæmda og hernaðar um 2,7%. Er staðan í mannvirkjagerð með því versta sem sést hefur á undanförnum árum. Mestur var samdrátturinn í mann- virkjagerð í Þýskalandi eða sem nemur 4,5% og í Póllandi 4,2%. Þá var samdrátturinn í Svíþjóð 2,7% og í Frakklandi 2,5%. Aftur á móti jukust framkvæmdir í Rúmeníu um 3,5%, um 2,6% í Búlgaríu og um 2,5% í Bretlandi. Einnig hefur orðið samdráttur í mannvirkjagerð sem nemur 2,3% að meðaltali frá júní 2014 til júní 2015. Ef eingöngu eru teknar almennar framkvæmdir fyrir óbreytta borgara þá er samdrátturinn 3,1% og 2% í byggingariðnaði. Samdráttur í mannvirkja- gerð í Evrópu

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.