Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015
Ekki of bjartsýn fyrir næsta
uppboð
Þau Tómas og Bergdís hafa
marga fjöruna sopið þegar kemur
að rekstri loðdýrabúa, en miklar
sveiflur eru jafnan í rekstrinum,
stundum gengur vel, stundum ekki.
Þannig urðu nokkur umskipti í
rekstri íslenskra loðdýrabúa á liðnu
ári. Það voru viðbrigði því fjögur ár
þar á undan voru loðdýrabændum
afar hagstæð. Mikil verðlækkun
varð á skinnum á uppboðsmörk-
uðum á síðasta ári og segja þau
Tómas og Bergdís að það hafi í
sjálfu sér ekki komið loðdýrabænd-
um á óvart. Verðlækkun hafi legið
í loftinu.
„Við erum ekki of bjartsýn fyrir
uppboðið í Kaupmannahöfn núna í
september, verðið lækkaði aðeins
á síðasta uppboði sem var fyrr í
sumar og það má allt eins eiga von
á að sveiflan verði áfram niður á
við,“ segja þau. Ástand og horfur í
Kína, þar sem hlutabréf hafa fallið í
verði síðustu mánuði, sé eitt þeirra
atriða sem setja strik í reikninginn.
Þau hjónin nefna þó að markaður-
inn sé ótrúlega góður þrátt fyrir að
verð sé lágt.
„Það er mikill markaður fyrir
skinn, það selst allt sem inn á upp-
boðið kemur, eftirspurnin er ágæt,
enda eru skinn nú notuð í ýmis-
legt annað en pelsa. Fjölbreytnin
er mikil, það er m.a. verið að nota
skinn í púða, veski,skartgripi,
skór eru bryddaðir með skinnum
og þannig mætti lengi telja,“ segir
Bergdís.
Óvissa engin nýlunda
Þau segja óvissu í rekstri loðdýra-
búa enga nýlundu, svo hafi verið alla
tíð, enda séu það margir þættir sem
hafi áhrif á hvernig gengur, oftast
utanaðkomandi þættir sem íslensk-
ir loðdýrabændur hafi litla stjórn á.
Þeir séu hins vegar með pálmann í
höndunum þegar kemur að marg-
víslegum sjúkdómum sem herja á
minkabú í Evrópu, Ísland sé laust við
þá erfiðu sjúkdóma og liggi styrk-
leiki greinarinnar ekki hvað síst þar.
„Það eru alltaf sveiflur í þessari
grein og maður veit aldrei nákvæm-
lega hvað er handan hornsins, en
við það höfum við búið alla tíð og
gerum okkur vel grein fyrir þeirri
stöðu,“ segja þau.
Reksturinn ber ekki
umfangsmiklar fjárfestingar
Fyrir vikið segja þau ekki svigrúm
til að ráðast í umfangsmiklar fjár-
festingar, reksturinn beri þær einfald-
lega ekki.
„Við höfum verið að endurnýja hjá
okkur, tökum bara eitt skref í einu,“
segja þau. Þannig hafa þau endurnýj-
að öll búr á búinu og segja að þau búr
sem nú eru í notkun séu á allan hátt
mun betri en þau sem voru í notkun
hér á árum áður.
„Þau eru úr rústfríu stáli, örugg
og góð, ryðga til að mynda ekki eins
og stundum gerðist með eldri gerð
búa, en þá gátu minkar nagað sig út
úr þeim. Stundum kom fyrir að þeir
sluppu af búum við litlar vinsældir
eins og gefur að skilja. Það er algjör
viðburður ef minkar sleppa úr búrum
en þá nást þeir fljótt í gildrur sem eru
víða um húsin,“ segir Tómas.
Mikilvægt að ná upp stórum og
hraustum dýrum
Hvað búskapinn varðar segja þau
mest um vert að ná upp frjósemi í
stofninum og þar sé að mörgu að
hyggja til að vel takist til. Þá þurfi
að huga að holdafari dýranna, mikil-
vægt sé að það sé rétt fyrir pörunina
og sé mikil vinna að baki við að skoða
hvert einasta dýr.
„Það er mikilvægt að ná ræktun-
inni upp með stórum og hraustum
dýrum,“ segja þau. Alls eru þau með
8 litafbrigði á sínu búi og segja það
einnig skipta máli þegar að loðdýra-
rækt kemur, að vera ekki með öll egg
í sömu körfunni því tískusveiflur séu
miklar á markaði og það sem gengur
út eitt árið og nýtur vinsælda vilji
menn ef til vill síður næsta ár á eftir.
Bindandi búskapur en
skemmtilegur
„Þetta er skemmtilegur búskapur,“
segja þau. „Það er gaman á gottíman-
um á vorin, í apríl og maí, þá er mikið
að gera og viðveran löng. Það er líka
skemmtilegur tími á haustin þegar
verið er að flokka dýrin og skoða
gæðin. En vissulega er þetta mjög
bindandi, maður hleypur ekki neitt
í burtu í frí. Það er ekki auðvelt að
fá afleysingu í starf af þessu tagi, sá
sem hleypur í skarðið þarf að kunna
til verka,“ segja Tómas og Bergdís,
en þau eru svo lánsöm að hafa slík-
an mann innan seilingar, Arvid Kro
á Lómatjörn, en hann sinnir hluta-
starfi á búinu og er öllum hnútum
kunnugur.
Hvergi bangin þótt
á móti blási núna
Þau hjónin segjast hvergi bangin þótt
á móti blási nú um stundir og ætla sér
ótrauð að halda loðdýrabúskap áfram.
„Það er nú líka þannig að maður
dettur ekki inn í hvaða vinnu sem er
á þessum aldri. Það er líka ákveðið
frelsi fólgið í því að vera sjálfs síns
herra, og geta ráðið sér sjálfur og ekki
víst að maður kunni við sig í starfi hjá
öðrum,“ segir Tómas. „Við munum
því halda þessu áfram á meðan starfs-
orkan endist.“
/MÞÞ
Loðdýrabúið Rándýr er staðsett í Grenivíkurhólum skammt sunnan Grenivíkur. Það er eina loðdýrabúið í sveitarfélaginu en þegar mest var voru þar níu loðdýrabú.
Helgarmaturinn í húsi
Fóðurkostnaður er stór hluti útgjalda þegar kemur að loðdýrarækt og á brattann að sækja þegar að
honum kemur. Jón fóðurbílstjóri Sigurðsson á Sauðárkróki og „gamall refur“ í loðdýrarækt renndi í
hlað með fulllestaðan fóðurbíl þegar Bændablaðið var í heimsókn hjá Rándýrshjónum.
Tvö loðdýrabú eru við Eyja-
fjörð, hvort sínum megin fjarðar-
ins og kaupa þau bæði fóður frá
Fóðurfélaginu á Sauðárkróki.
Leiðin frá Króknum til Grenivíkur
og til baka er um 300 kílómetrar
og því um nokkuð langan veg
að fara. Bíllinn kemur að jafnaði
þrisvar í viku yfir sumartímann.
Rándýrsbúið tekur fóður í fimm
tonna síló sem er inni á búinu en
annað sem rúmar um tvö tonn
er úti.
Í eina tíð var fóður framleitt á
Grenivík og því hægt um vik að
sækja það eftir hendinni. Sú starf-
semi var lögð niður og um tíðina
hefur fóður verið keypt víða að,
m.a. frá Dalvík og Húsavík.
Það þarf margt að spjalla þegar fóðurbílstjórinn rennir í hlað. Hér eru þeir Jón bílstjóri og Tómas á spjalli við
fóðurbílinn.
Jón og Tómas koma fóðrinu ofan í sílóið.
Á Íslandi í 15 ár - 10 ára verksmiðjuábyrgð
Á Íslandi eru 2,6 ha gólfbita frá Andersbeton
Gólf - Einstök hönnun
léttari - sterkari -
hreinsa sig betur - hálkuvörn
Þolir 4000kg öxulþunga
www.andersbeton.com
G. Skaptason, Starengi 13, 800 Selfoss. Sími 481 1020
gsm 893 4334, netfang: gskapta@internet.is
Sala og ráðgjöf Norðurlandi: Benedikt Hjaltason,
Akureyri. Sími 894 6946, netfang: bigben@simnet.is