Morgunblaðið - 10.08.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.08.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Berkshire Hathaway, eignarhalds- félagið stóra sem Warren Buffett stýrir, er nálægt því að ganga frá kaupum á Precision Castparts fyrir um það bil 30 milljarða dala, jafnvirði rösklega 4.000 milljarða króna. Wall Street Journal greindi fyrst frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem koma að kaupunum. Precision Castparts framleiðir búnað fyrir flug-, olíu- og gasiðnað og er með bækistöðvar sínar í Port- land í Oregon. Í dag er markaðsvirði fyrirtækisins um það bil 26,7 millj- arðar dala og starfsmenn um 30.000 talsins. Á Berkshire fyrir 3% eign- arhlut í fyrirtækinu. Að sögn FT hefur Precision Castparts átt undir högg að sækja síðustu misseri vegna minnkandi eft- irspurnar á gashverfisrafölum, sök- um lækkandi eldsneytisverðs. Hafa hlutir í Precision lækkað um 19,5% frá ársbyrjun. Gangi kaupin eftir verður samn- ingurinn sá stærsti sem Berkshire hefur gert. Fyrra met áttu kaup fé- lagsins á Burlington Northern Rail- road árið 2009 sem Berkshire eign- aðist að fullu með kaupum á 77% eignarhlut fyrir 26 milljarða dala. Síðasti stóri kaupsamningur Berks- hire var kaup á Van Tuyl-bílasölu- keðjunni sem eignarhaldsfélagið eignaðist í mars fyrir 4,1 milljarð dala. ai@mbl.is Reuters Auður Warren Buffett heldur áfram að stækka Berkshire-veldið. Buffett gerir risasamning  Kaupir Precision Castparts fyrir tugi milljarða dala VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hinsegin dagar eru að baki og að vanda var hátíðin bæði fjölsótt og vel heppnuð. Við þetta tækifæri er áhugavert að skoða hvernig bætt staða hinsegin fólks endurspegl- ast í markaðsefni fyrirtækja. Hin- segin fólk er áhugaverður markhópur fyrir margra hluta sakir og greini- legt að margir seljendur vöru og þjónustu leggja sig fram við að bjóða þennan hóp velkominn í við- skipti. Hannes Páll Pálsson er mikill reynslubolti á þessu sviði. Hann er einn af eigendum hinsegin ferða- skrifstofunnar Pink Iceland og hef- ur komið víða við í rekstri og við- burðahaldi sem stílað er á hinsegin fólk. „Hinsegin samfélagið, það sam- félag sem ég tel mig vera hluta af, er miklu stærra en bara hommar og lesbíur,“ segir hann. „Fjöldi fólks sameinast undir hinsegin regnhlíf- inni en það er staðreynd að hommar og lesbíur hafa náð lengst í sinni baráttu fyrir jafnrétti á meðan aðrir hópar eins og t.d. tvíkynhneigðir, trans og intersex eiga mun lengra í land. Sú þróun sést kannski einmitt á því að markaðsöflin hafa ekki séð hag sinn í því að markaðssetja vörur gagngert fyrir þessa hópa, né innlima þá að nokkru leyti inn í markaðsefni sem notað er í þeim til- gangi að sýna jákvæða mannrétt- indastefnu fyrirtækja.“ Hannes bendir á þróunina vest- anhafs þar sem samkynhneigðir sjást núna reglulega í auglýsingum stórfyrirtækja, hvort sem verið er að markaðssetja tryggingar, morg- unkorn eða tískufatnað. Er þetta mikil breyting frá því sem áður var þegar samkynhneigðir voru nær al- farið hundsaðir í markaðsstarfi fyr- irtækja, og þær fáu auglýsingar sem áttu að höfða til þessa hóps birtust þá einvörðungu í dagblöðum og tímaritum fyrir samkynhneigða. Heyrst hafa gagnrýnisraddir á þá leið að sum fyrirtækin séu jafnvel að nýta sér tíðarandann. „Hefur orðið „bleikþvottur“ verið nefnt í þessu sambandi og lýsir því þegar fyrirtæki sjá tækifæri á að hagnýta sér skriðþunga þeirra breytinga sem hafa orðið í samfélaginu til að sýna hvað þau eru frábær og rétt- sýn,“ segir Hannes og gerir þann fyrirvara að hann voni og telji markaðsefni íslenskra fyrirtækja gert með hreinu hjarta og af metn- aði. Hannes hvetur um leið íslensk fyrirtæki til að sýna stuðning sinn í verki og styrkja hinsegin málefni um sömu upphæð og þau eyddu í birtingar auglýsinga þar sem fjöl- breytileikanum er fagnað. Breytt viðhorf auglýsenda til hin- segin fólks á undanförnum áratug eða svo hefur líka verið að hluta skýrt með því að seljendur komu auga á kaupmátt samkynhneigðra. Þóttu homma- og lesbíupör mjög bitastæður hópur, með tvær fyr- irvinnur en engin börn, og mikið af peningum aflögu fyrir kaup á alls kyns lúxusvarningi, græjum og glingri. Nú gæti þetta verið að breytast þegar meira fer að bera á barneignum og ættleiðingum hjá þessum hópi. Sett í gagnkynhneigð hlutverk Bendir Hannes líka á að það sé undarlegur galli við þróunina að í auglýsingunum sem hafa verið hvað mest áberandi undanfarin misseri birtist samkynhneigðir iðulega í hefðbundnum gagnkynhneigðum hlutverkum, að kalla má. Hinsegin fólk er þar sýnt á mjög „heteró- normatívan“ hátt eins og það heitir í fræðunum; með börn, hund, bíl og fallegt hús í friðsælu úthverfi. „Um leið erum við kannski óafvitandi far- in að jaðarsetja þá hópa innan hin- segin samfélagsins sem falla ekki að þessari hugmynd um kjarnafjöl- skyldu með tveimur pöbbum eða tveimur mömmum,“ segir Hannes. Hættan er kannski sú að mark- aðsefnið miðli óvart þeirri hugmynd að hinsegin fólk eigi, þrátt fyrir allt, að falla að ákveðinni staðalmynd. „En við erum ekki hrærigrautur heldur frekar eins og salat. Þú set- ur ekki salatið í blandara til að mauka það, heldur viltu njóta allra bitanna, þar sem hver er með sínu bragði.“ Er sérstaðan að hverfa? Hitt gæti líka gerst að litlu fyr- irtækin sem gerðu gagngert út á það að þjónusta hinsegin fólk muni lúta í lægra haldi fyrir stóru fyr- irtækjunum sem nú hafa breitt út rauða dregilinn fyrir samkyn- hneigðu viðskiptavinina. Þekkt er hvernig það t.d. gerðist vestanhafs að sérhæfðar hinsegin bókabúðir lognuðust út af hver af annarri þeg- ar stóru bókabúðakeðjurnar ákváðu að taka frá nokkrar hillur fyrir hin- segin bókmenntir. Í stórborgunum sést þróunin í því að í götunum sem áður voru hjartað í borgarhlutum samkynhneigðra eru homma- og lesbíubarir farnir að víkja fyrir bak- aríum, kaffihúsum og kjörbúðum. Sérhæfingin er ekki lengur nauð- synleg, og ekki heldur eins arðbær, þegar hommar og lesbíur eru vel- komin alls staðar. Segir Hannes að um leið og það sé jákvætt að ákveðnir hópar hin- segin fólks verði eðlilegur hluti af samfélaginu í heild sinni þá geti verið ákveðinn missir að því ef að tengslin verða veikari innan hinseg- in samfélagsins sjálfs. „Það er gott að vera hluti af því samfélagi sem orðið hefur til á meðal hinsegin fólks, bundið saman af vináttu og kærleik, sameiginlegri sögu, bar- áttu og sigrum en þó að einn hópur fái aukin réttindi þarf að halda áfram í þágu hinna.“ Sumir hópar fá ekki enn að vera með  Þó að samkynhneigðir séu orðnir meira áberandi í markaðsefni eru t.d. transfólk og tvíkynhneigðir enn á jaðrinum  Samkynhneigðir í auglýsingum oft sýndir í „gagnkynhneigðum hlutverkum“ Morgunblaðið/Þórður Meðbyr Hannes segir hugtakið „bleikþvott“ lýsa því þegar fyrirtæki nýta sér bætt viðhorf í garð samkynhneigðra til að bæta eigin ímynd. Sumir hópar eru þó enn að mestu hundsaðir í auglýsingaefni. Mynd úr göngu helgarinnar. Hannes Páll Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.