Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 18

Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 Hinn 15. apríl 2013 varð Ísland fyrst Evr- ópuríkja til að und- irrita fríversl- unarsamning við Kína. Fríversl- unarsamningur smá- ríkisins við stærstu verslunarþjóð og næst- stærsta hagkerfi heims vakti alþjóðaathygli og opnar ýmis tækifæri til samkeppn- isforskots íslenskra fyrirtækja. Kína hefur einungis undirritað átta aðra tvíhliða fríverslunarsamninga en þeim hafa jafnan fylgt mikill vöxtur í verslun aðila. Til að mynda nánast þrefaldaðist útflutningsverðmæti Nýja Sjálands til Kína á fjórum ár- um frá gildistöku fríverslunarsamn- ings árið 2008, úr 283 milljörðum í 821 milljarð króna. Rúmu ári eftir gildistöku fríversl- unarsamningsins hefur verslun á milli Íslands og Kína ekki tekið þann kipp upp á við sem margir reiknuðu með. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagði í seinasta mánuði reynslu af samningnum hingað til vonbrigði og að lítil aukning hafi átt sér stað síð- an í innflutningi frá Kína (fimmti stærsti innflytjandi til Íslands). Á meðan dróst útflutningur til Kína saman á milli 2013 og 2014, en fór þó ágætlega af stað á fyrsta ársfjórð- ungi 2015. Kína er þó einungis í 21. sæti yfir útflutningslönd Íslands og árið 2014 var viðskiptahalli við Kína nærri nífaldur, eða 4,9 milljarðar í útflutningsverðmæti á móti 42 millj- örðum í innflutning. Það er því ljóst að mikið verk er fyrir höndum í að koma íslenskum vörum betur á framfæri og bæta hag neytenda með tollfrjálsri vöru frá stærsta útflytj- anda heims. Heimur á hraðri ferð Ýmsir hafa gagnrýnt að talað sé um Asíumarkað sem mikilvægan. Staðreyndin er sú að staða efna- hagsmála heimsins hefur breyst og þunginn mun færast enn frekar austur á bóginn. Í maí síðastliðnum kom út áhugaverð bók um framþró- un heimsmála skrifuð af þremur starfsmönnum McKinsey ráðgjafar- fyrirtækisins. Bókin heitir, No Or- dinary Disruption, og setur m.a. þéttbýlismyndun í Asíu í samhengi við breytta heimsmynd. Höfundar áætla að þrír milljarðir manna, að langmestu leyti í Asíu, bætist við „stétt neytenda“ frá 1990-2025. „Millistéttin“ (þeir sem hafa ráðstöf- unartekjur yfir 1.350 kr. á dag) verður því orðin 4,2 milljarðar eða rúmlega helmingur mannkyns árið 2025. Á næstu tíu árum áætla höf- undarnir að helmingur umfram- hagvaxtar heimsins komi frá 440 borgum í nýmarkaðsríkjum, þar af verði 20 þeirra í „risaborgum“ (með yfir 10 milljónir íbúa). Ein þessara risaborga er Tianjin í Kína, 130 km suðaustur af Peking með 11,5 milljónir íbúa. Árið 2010 var hagkerfi Tianjin um 17,5 þúsund milljarðar króna, eða nærri tífalt stærra en hagkerfi Íslands það árið og á stærð við hagkerfi Stokkhólms. Árið 2025 er áætlað að hagkerfi borgarinnar verði nær 84 þúsund milljörðum króna eða á stærð við hagkerfi Svíþjóðar í heild sinni. Lík- legt verður þó að teljast að fá fyrir- tæki á Íslandi hafi litið til Tianjin sem álitlegs markaðar og það á ef- laust við um margar aðrar stórar borgir í Kína að undanskildum Pek- ing, Guangzhou og Sjanghæ. Kné þarf að fylgja kviði Með hliðsjón af ofangreindu má telja að umfang starfsemi utanríkis- þjónustunnar í Asíu endurspegli ekki mikilvægi þess markaðssvæðis. Sem stendur er Ísland með tvo út- senda starfsmenn í sendiráðinu í Peking. Sér til halds og trausts hafa þeir einn viðskiptafulltrúa, tvo rit- ara, túlk og bílstjóra. Auk Kína er sendiráðið í Peking með níu önnur umdæmislönd, þar á meðal stór- þjóðir á borð við Víetnam (93,3 millj. íbúa), Ástralíu (23,6 millj.) og Suður- Kóreu (49,5 millj.). Samkvæmt áætl- un worldmeters.info í júní 2015 var mannfjöldi umdæmisríkjanna tíu samanlagt 1.682.491.633 manns eða um 840 milljónir á hvorn útsenda ís- lenska starfsmanninn við sendiráðið í Peking. Annar höfunda þekkir af eigin raun að sendiráðið í Peking veitir af- bragðsþjónustu og vissulega eru ekki mjög margir Íslendingar á þessu svæði. Það hlýtur hins vegar að vera lögmæt spurning hvort áþreifanlegar áherslubreytingar í takt við aukin tækifæri þurfi ekki að fylgja þegar fríverslunarsamningur er gerður við fjölmennasta ríki heims. Þannig er Ísland jafnframt eitt Norðurlanda ekki með ræðis- skrifstofu í Sjanghæ, stórborg sem rúmar mannfjölda allra Norður- landanna samanlagt og er ein helsta flutninga- og fjármálamiðstöð heims. Dæmin að ofan sýna þörfina til að endurskoða áherslur íslenskra hags- munaaðila í tengslum við fríverslun- arsamninginn við Kína. Nú er lag að nýta samkeppnisforskotið sem samningurinn veitir. Tækifærin eru margvísleg og sé vel að verki staðið getur samningurinn aukið hagsæld á Íslandi, í formi lægra vöruverðs heima fyrir og aukins útflutnings- verðmætis frá Íslandi. Það eru þó nokkur praktísk atriði sem þarf að huga sérstaklega að s.s. kröfur í tengslum við uppruna, leyf- ismál og að sjálfsögðu sjálfur flutn- ingurinn milli landanna en eins og staðan er núna eru möguleikarnir takmarkaðir. Ekkert gerist af sjálfu sér í þessum efnum og ljóst að kné þarf að fylgja kviði í aðgerðum stjórnvalda, ríkisstofnana, hags- munasamtaka og fyrirtækja sem verða að leggjast öll á eitt ef samn- ingurinn á að reynast happafengur fremur en glatað tækifæri. Eftir Egil Þór Níelsson og Helga Má Jósepsson » Ísland varð fyrst Evrópuríkja til að undirrita fríverslunar- samning við Kína. Það er í okkar höndum hvort hann reynist happa- fengur eða glatað tæki- færi. Egill Þór Níelsson Egill er framkvæmdastjóri Kínversk- Norrænu norðurslóðamiðstöðvar- innar. Helgi er lögfræðingur hjá KPMG ehf. Helgi Már Jósepsson Fríverslunarsamn- ingur við Kína: Vannýtt tækifæri eða hæg framför ✝ Magnús Þorsteins-son fæddist í Reykjavík 15. október 1918. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 26. júlí 2015. Foreldrar: Þorsteinn Kristinn Magnússon, verkamaður, fæddur í Kolsholtshelli í Villinga- holtshreppi í Árnessýslu 1892, d. 1976, og eigin- kona hans Helga Þor- gerður Guðmundsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 1896, d. 1967. Helga Þor- gerður var barnabarn sagnaritarans Sighvats Grímssonar Borgfirðings og Ragnhildar Brynjólfsdóttur eiginkonu hans. Systkini Magnúsar: Sigmundur Ólaf- ur, f 1917, d. 1937; Ragnar Gunnar, f. 1920, d. 1920; Gunnar, f. 1921, d. 2013; Sigríður, f. 1922, d. 1923; Steinar, f. 1924, d. 2007; Ragnhildur, f. 1925, d. 2005; Sighvatur, f. 1927, d. 1986; Sigríð- ur, f. 1930, d. 2014. Eiginkona: Helga Guðbjörnsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 13.4. 1923. For- Matthildur, f. 1985; 5) Gunnlaugur, f. 28.8.1957, arkitekt, eiginkona Margrét Aðalsteinsdóttir. Þeirra sonur: Daði, f. 1989. Langafabörn Magnúsar og Helgu sem komust á legg eru 23 talsins. Magnús ólst upp í stórri verka- mannafjölskyldu í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskólann í Reykjavík, en fór ungur að vinna fyrir sér. Vann á sumrin í sveit frá 10 til 12 ára aldurs. Far- mennska Magnúsar hófst í desember 1936 með es. Goðafossi (II). Fyrsta starf: káetu- og vikadrengur, síðar messadrengur, óvaningur, viðvaningur („léttmatrós“) og háseti. Magnús sigldi á Goðafossi í síðari heimsstyrjöldinni á milli þess sem hann stundaði nám í Stýrimannaskólanum en á þeim tíma var Goðafoss skotinn niður af þýskum kafbát. Útskrifaðist frá farmannadeild skólans 1946, fékk stýrimannsstöðu 1948. Á ýmsum „fossum“ Eimskipa- félagsins næstu árin. Tók við skipstjórn í afleysingum 1958 uns hann var ráðinn skipstjóri í júlí 1961. Skipstjóri til árs- loka 1983, fór þá á eftirlaun 65 ára eftir 47 ára sjómennsku. Vann eftir það tvö sumur í afleysingum sem hafnsögu- maður við Reykjavíkurhöfn. Útför Magnúsar fer fram í dag, 10. ágúst 2015, frá Fríkirkjunni í Reykja- vík og hefst athöfnin klukkan 13. eldrar: Guðbjörn Hansson lögregluvarðstj. í Reykjavík og Guðfinna Gunnlaugs- dóttir, húsmóðir. Magnús og Helga gengu í hjónaband 8.7. 1944 sem varði í 71 ár. Þeirra börn: 1) Guðbjörn, f. 11.5. 1944, loft- skeytam. og eftirlitsmaður, eiginkona Elín Birna Sigur- geirsdóttir. Börn: a) Þor- steinn Helgi, f. 1966, barns- móðir: Hallfríður Þorsteinsdóttir. Börn Guðbjörns og El- ínar: b) Sigurgeir, f. 1970 og c) Goði Már, f. 1976; 2) Þorsteinn Helgi, f. 19.5. 1946, loftskeytamaður, eiginkona Guð- rún Margrét Jóhannsdóttir. Dóttir þeirra: Áslaug Erlín, f. 1984; 3) Birna Guðfinna, f. 16.3. 1949, húsmóðir, eigin- maður Bjarni Jónsson, þau skildu. Börn þeirra: a) Helga Lára, f. 1968, b) Ingv- ar, f. 1973, d. 1973, c) Magnús, f. 1974, d) Linda Björk, f. 1979; 4) Magnús Sig- mundur, f. 29.3. 1953, skrifstofustjóri og doktor í hagsögu, eiginkona Guðrún Jóna Óskarsdóttir. Börn þeirra: a) Hlynur, f. 1976, b) Freyr, f. 1979, c) Mig langar að minnast tengdaföður míns, Magnúsar Þorsteinssonar skip- stjóra. Hann varð 96 ára gamall og læt- ur eftir sig eiginkonu, Helgu, sem er 92 ára. Þau bjuggu í farsælu hjónabandi í 71 ár og studdu vel við hvort annað þeg- ar heilsa þeirra varð fyrir skakkaföllum gegnum árin. Fyrir allmörgum árum síðan missti Helga sjónina og var Magn- ús henni mikil hjálparhella meðan kraftar hans leyfðu og samhjálp þeirra var ætíð gagnkvæm. Þau áttu miklu barnaláni að fagna. Magnús varð á lífs- leiðinni fyrir nokkrum áföllum vegna veikinda sem hann náði sér ótrúlega vel upp úr og var nokkuð ern þar til heilsan fór endanlega að gefa sig fyrir þremur árum. Magnús var skipstjóri á fraktskipum Eimskipafélagsins og eru mínar bestu minningar um hann tengdar þeim árum. Við hjónin bjuggum í Lundi í Svíþjóð og voru ófáar ferðir farnar til Helsingborg- ar og Kaupmannahafnar með barna- börnin til að hitta „afa“ þegar Mánafoss lagðist að bryggju þar. Einnig voru nokkur skiptin þar sem við fengum að sigla með afa á skipinu og eru tvær ferðir sérstaklega eftirminni- legar. Önnur ferðin var sigling frá Ham- borg til Íslands í ótrúlega góðu veðri fyrstu dagana og með tilheyrandi sólböð- um á þilfarinu og bridsspili á kvöldin. Hin ferðin var jólaferð frá Kaupmanna- höfn til Riga í Lettlandi sem þá var hluti Sovétríkjanna og upplifðum við í þeirri ferð ýmis spaugileg atvik og ævintýri. Nú eru rúmlega 30 ár liðin frá því að Magnús kom í land og áttu flestir von á að það yrði erfitt fyrir hann að fóta sig á ævikvöldi og vera alltaf heima. En Magnús naut þess og hafði jafnan yndi af barnabörnum sínum og var í miklu uppá- haldi hjá þeim. Þau eiga góðar minningar um afa sinn sem alltaf var til í spila, leika og sprella með þeim. Síðustu árin var skammtímaminni Magnúsar farið að gefa sig en lengst af var auðvelt að ræða við hann um löngu liðna atburði og undir það síðasta mundi hann meira að segja hvað kýrnar hétu á Litlu-Brekku í Borgarfirði árið 1930 þar sem hann var í sveit sem drengur. Eldri sonur okkar hjóna býr í Los Angeles og gat Magnús alltaf áttað sig á hvar í heim- inum hann væri búsettur. Í ljóðabók Matthíasar Johannessen, Fagur er dalur, sem út kom 1966, koma fyrir eftirfarandi línur úr ljóðabálkinum Sálmar á atómöld: Líf mitt er bátur gisinn af sól og löngu sumri. Og hafið bíður. Án þess að eiga annars kost sigli ég yfir hafið í þínu nafni. (Matthías Johannessen.) Ég kveð þig tengdapabbi með þessum ljóðlínum og um leið votta ég Helgu, börnum þeirra og fjölskyldum samúð mína. Guðrún Jóna Óskarsdóttir. Í huga mér var afi minn alltaf sveip- aður hetjuljóma og gerði margt á sínum yngri árum sem barnshugurinn gat bara reynt að ímynda sér. Mig dreymdi oft um að hafa upplifað eitthvað af því sem sög- ur afa gáfu til kynna að hann hefði lent í en eftir því sem árin liðu áttaði ég mig betur á því að þau hversdagslegu æv- intýri sem ég upplifði með honum í gegn- um barnæskuna voru alveg jafn dýr- mætt veganesti út í lífið. Alltaf hafði hann tíma fyrir mig, sama hversu ómerkilegt erindið var og alltaf fundum við eitthvað sniðugt til þess að bralla. Afi hefur reynst frábær fyrirmynd og var yndisleg manneskja. Ég kveð hann með söknuð í hjarta en að sama skapi þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þess heiðurs að eiga hann sem afa. Matthildur Magnúsdóttir. Magnús Þorsteinsson ✝ Ingimar Kristjánssonfæddist í Hafnarfirði 25. september 1934. Hann lést eftir mjög stutta legu á Landakotsspítala 29. júlí 2015. Foreldrar hans voru Kristín Halldóra Guð- mundsdóttir, f. 8. sept- ember 1902, d. 29. nóv- ember 1989, og Kristján Sigurður Sigurðsson, f. 8. desember 1898, d. 29. októ- ber 1956. Búsett í Hafnarfirði. Systkini hans: Sigurður Hákon, f. 1927, Eyjólf- ur, f. 4. ágúst 1929, d. 17.júní 2012, Magnús, f. 1937, og Elísabet, f. 1942. Ingimar var kvæntur Kristínu Gunnbjörnsdóttur. Foreldrar hennar voru Guðbjörg María Sigfúsdóttir og Ottó Níelsson, kjörfaðir Gunnbjörn Jónsson, þau eru öll látin. Ingimar og Kristín hafa búið í Hafnarfirði allan sinn búskap, saman eiga þau soninn Ingimar fæddist og ólst upp í Hafn- arfirði, á sumrin var hann sendur í sveitina vestur á Dýrafjörð til ættingj- anna og síðan norður að Skeggjastöð- um í Miðfirði. Hann fór ungur á sjó og unni sjónum alla tíð og var heiðraður af Sjómannafélagi Hafnarfjarðar 2002. Hann var á sjónum uns byrjað var að byggja álverið í Straumsvík, hann tók þátt í uppbyggingunni þar, vann síðan í kerskála á 4 vaktinni og varð verk- stjóri 1978, hann gegndi því starfi til starfsloka. Ingimar og Eyjólfur bróðir hans áttu saman jörð vestur í Dölum og höfðu þar fjölmarga hesta sem og í Hafnarfirði, þeir fóru síðan í sveitina á vorin með hestana og komu ekki aftur í bæinn fyrr en á haustin, þar reru þeir líka til fiskjar á sumrin og höfðu unun af. Ingimar var heilsuhraustur allt þar til fyrir þrem árum að illvígur gestur lagðist á hann, sem og aðrir fylgikvill- ar, sem að lokum höfðu yfirhöndina. Ingimar verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. ágúst 2015, kl. 13. Ingimar, f. 30. ágúst 1978, tilvonandi eigin- kona hans er Silvía Krist- jánsdóttir, f. 3. ágúst 1985, sonur Ingimars er Skarphéðinn Gauti, f. 12. mars 2009, móðir hans Sigrún Elfa Jónsdóttir. Kristín átti tvö börn af fyrra hjónabandi. 1. Vil- hjálmur Gunnbjörn Vil- hjálmsson, f. 1.júní 1970, eiginkona hans er María Jakobsdóttir, f. 24. ágúst 1971, saman eiga þau Monicu Jökulrós, f. 25. sept- ember 2000. Vilhjálmur átti Arnar Mána, f.4. janúar 1994, með Öldu Rós Jensen og María átti Jakob Valby, Al- exander og Emil Snæ úr fyrri sambúð. 2. Anna María Vilhjálmsdóttir, f. 19.febrúar 1972, synir hennar eru Christopher Andri Hill, f. 4. febrúar 2000, og Dominic Daði Wheeler, f. 3. maí 2007. Elsku kæri pabbi. Fyrsta alvöru minning mín um okkur er að klappa hestum, ég var hræddur en hafði þig. Þannig var það alla tíð, ég hafði alltaf þig. Ég man hversu gaman mér þótti þegar þú last ævintýrin fyrir mig og svo seinna þegar þú lést mig lesa orð og orð, blaðsíðu og blaðsíðu. Hversu stoltum þú lést mér líða. Þessi orð, þessar blaðsíður og þetta stolt gáfu mér ótrúlega margt. Þú varst svo stolt- ur af því að vera Hafnfirðingur og FH-ingur. Ég man þegar þú kenndir mér að grípa, með því að segja að ég væri í FH ef ég gripi en í Haukum ef ég gripi ekki. Vá hvað ég vandaði mig að grípa og vá hvað ég varð mikill FH- ingur, tvær flugur í einu höggi. Húmornum og hlátrinum mun ég aldrei gleyma, þó fíflagangur væri aldrei þinn te- bolli. Allar sögurnar sem þú sagðir mér. Hvort sem þær voru dæmisögur til að hug- hreysta eða skemmtisögur til að gleðja. Alltaf hlustaði ég með athygli, jafnvel þó ég væri að heyra þær í annað skipti. Pólitíkin var aldrei langt undan enda mjög pólitískur. Ég var því fljótur að mynda mér skoðanir á hinu og þessu, ekki alltaf gáfulegar, en þú hjálpaðir mér þá oft og benti mér í rétta átt. Þá sló oft í brýnu, jafnvel þó við værum sammála gat hávað- inn verið óþægilegur fyrir utanaðkomandi. Viðeigandi er að hafa ljóðið sem þú kenndir mér fyrst. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil. með spekingslegum svip og taka í nefið, (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þó þú tapir, það gerir ekkert til því það var nefnilega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr) Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Takk fyrir að styðja mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Takk fyrir að vera til staðar og ýtt á eftir mér þegar eitthvað hef- ur virst óyfirstíganlegt. Takk fyrir mig, þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Ingimar Ingimarsson. Ingimar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.