Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 19

Morgunblaðið - 10.08.2015, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 ✝ Björn Vagns-son fæddist í Reykjavík 3. nóv- ember 1949. Hann lést á heimili sínu 31. júlí 2015. Björn var sonur hjónanna Vagns Kristjánssonar, f. 1921, d. 2011 og Svönu H. Björns- dóttur, f. 1923. Hann var næst- elstur sex bræðra. Þeir eru: 1) Kristján, f. 1946, kvæntur Hólm- fríði Ingvarsdóttur, f. 1950. Börn þeirra eru Álfheiður Svana, Rannveig, Vagn og Inga Jóna. 2) Björn, f. 3.11. 1949, d. 31.7. 2015. 3) Stefán, f. 1951, kvæntur Guð- veigu S. Búadóttur, f. 1952. Börn þeirra eru Davíð, Árdís Hulda, Stefán Veigar og Búi. 4) Hreinn, f. 1953, kvæntur Guðrúnu Sverr- isdóttur, f. 1955. Börn þeirra eru Halldór Vagn, Íris Ösp, Svana Björk og Hermann Elí. 5) Birgir, f. 1959, kvæntur Kristínu Kristins- dóttur, f. 1959. Börn þeirra eru Linda Rós, Birgir Örn og Harpa Dögg. 6) Gunnar, f. 1963, kvæntur El- ísabetu H. Sigur- björnsdóttur, f. 1962. Börn þeirra eru Erna Guðrún, Sigurbjörn Eðvald og Hreinn Fannar. Björn fór að vinna strax að loknu unglingaprófi í Langholts- skóla. Hann vann hjá Ölgerð Eg- ils Skallagrímssonar alla starfs- ævi sína, eða um 45 ár, er hann varð að hætta vegna heilsu- brests. Björn hélt heimili með foreldrum sínum. Síðast bjó hann í þjónustuíbúð í Boðaþingi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Björns fer fram frá Þórsvogskirkju 10. ágúst 2015, kl. 13. Blessaður, hefurðu heyrt í nokkrum? Nei, viltu brauðsneið með mér? Nei, ég kom með holl- ustu. Svona byrjuðu margir morgnar þegar Bjössi kom í heim- sókn til mín í vinnuna sem hann gerði nánast alla virka daga í mörg undanfarin ár. Bjössi vakn- aði snemma og oft þegar hann kom til mín var hann búinn að fara í sund, koma við í bakaríi, fletta blöðum og fá sér hollustu með. Minning um Bjössa mun lifa með okkur öllum sem hann þekktu sem ljúfan, hlýjan og góðan mann sem aldrei sagði eitt styggðaryrði um nokkurn. En stríðinn var hann, sérstaklega á árum áður, um það geta fyrrum vinnufélagar hjá Ölgerðinni borið vitni, en þar starfaði Bjössi í 45 ár. Það kom reyndar fyrir að frændsystkini eða mágkonur fundu kartöflu í skó eða kápuvasa, jafnvel óvænt- ur hnútur á skóreim, þegar heim skyldi haldið úr heimsókn úr Fellsmúla. En aldei held ég að þessi stríðni hafi komið illa við nokkurn mann. Fyrir nokkrum árum lenti Bjössi bró í slæmu slysi sem hann náði því miður aldrei að jafna sig á og sjálfs- traustið, sem var ekki mikið fyrir, minnkaði enn meir þannig að hon- um leið ekki vel í fjölmenni. Bjössi bjó alla tíð með foreldrum okkar og þegar þau fengu heimili hjá Hrafnistu, Boðaþingi, flutti hann í góða íbúð í næsta húsi. Það var mikill missir fyrir okkur öll þegar pabbi dó en mestur hjá mömmu og Bjössa því þau þurftu mikið hvert á öðru að halda. Alltaf þegar vel viðraði sátu þau úti og nutu sólar og félagsskapar hvors ann- ars. Á fimmtudagskvöldinu hringdi hann í mig þar sem ég var staddur í sumarbústað okkar til að vita hvernig við hefðum það og við spjölluðum saman og það sein- asta sem ég sagði við hann var ég þyrfti að klára verkefni sem ég væri með í næstu viku og svo skyldum við fara í bústaðinn og hafa það gott og taka mömmu með ef hún treysti sér til þess. En svona fór og við hittumst bara annars staðar í staðinn. Okkur er bæði ljúft og skylt að þakka Bjössa fyrir allt sem hann gerði fyrir foreldra okkar og umhyggju fyrir mömmu fram á seinasta dag. Að lokum viljum við þakka starfs- fólki í Boðaþingi fyrir frábæra umhyggju og hjálp undanfarna daga og ár. Elsku Bjössi okkar, takk fyrir allt og hvíldu í friði. Stefán og Gígja. Í dag fylgjum við til grafar frænda mínum Birni Vagnssyni. Hann var næstelstur sex sona Vagns bróður míns og Svönu mágkonu minnar. Ég minnist Bjössa, eins og hann var kallaður, frá því að hann var lítill, glaðlegur og hrekkjóttur hnokki, sem öllum þótti vænt um. Björn var alinn upp við mikið ástríki í foreldrahúsum og sam- band bræðranna var einstakt alla tíð. Það mátti segja að þar færi einn fyrir alla og allir fyrir einn. Bjössi var ókvæntur og barnlaus, en mikill vinur bræðrabarna sinna sem fannst hann óborganlega skemmtilegur og það var hann vissulega. Ég minnist atviks frá því fyrir mörgum árum, þar sem fjölskyldan öll hafði komið saman. Hann kvaddi mig innilega og sagði um leið: „Þakka þér fyrir samfylgdina, Dúdda mín, það er ekki víst að við sjáumst aftur“. Ég rak upp stór augu og spurði hann hvert hann væri að fara. Þá svar- aði hann. „Bara heim, en mamma ætlar að keyra.“ Mamma hans var þá nýbúin að taka bílpróf. Bjössi keypti íbúð í blokk í Boðaþingi fyrir nokkrum árum til að geta verið nálægt foreldrum sínum sem þá voru flutt á Hrafn- istu. Hann var afar nátengdur þeim og tók lát föður síns, sem andaðist 2011, mjög nærri sér. Hann reyndist móður sinni líka góður sonur, leit til hennar oft á dag og dreif hana út ef vel viðraði. Elsku Bjössi minn. Nú er kom- ið að mér að þakka fyrir sam- fylgdina. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig til að auka skilning okkar og fordómaleysi. Það verður vel tekið á móti þér hinum megin, það er ég viss um. Svo sendi ég þér, elsku Svana, strákunum mínum og fjölskyldum þeirra, innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa ykkur. Geirþrúður K. Kristjánsdóttir. Í dag er borinn til hinstu hvílu kær föðurbróðir okkar, Björn Vagnsson, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 31. júlí síðastliðinn. Við systkinin viljum gjarnan minnast Bjössa frænda með nokkrum orðum og þakka honum fyrir samfylgdina. Það verður ekki orðað öðruvísi, en Bjössi frændi var í æsku okkar alræmdur og skemmtilegur stríðnispúki og sú arfleifð fylgdi honum langt inn í fullorðinsárin. Minningar okkar um ótal heim- sóknir til ömmu og afa í Fells- múla, þar sem Bjössi var löngum búsettur, eru litaðar af návist Bjössa frænda, sem alltaf kom töltandi í sínum hæga gangi fram í eldhúskrókinn þegar hann heyrði að gestir voru mættir á svæðið. Bjössi var stríðnispúki við okk- ur frændsystkini sín en aldrei kvikindislegur – þetta var hans leið til að ná sambandi við okkur og mynda með okkur tengsl. Fyrst og fremst var hann hæglæt- ismaður sem lítið fór fyrir. Það var einna helst að blóðið í Bjössa færi af stað þegar hann fékkst til að spila kasínu við gesti við borð- stofuborðið í Fellsmúlanum. Eins lengi og við munum eftir vann Bjössi í Ölgerðinni og var þar lif- andi goðsögn eftir langan starfs- aldur sinn og óvenjulegt lundar- far. Þannig var rútínan sem hélt honum gangandi; vinna, sund og heiti potturinn í Laugardalnum, bíltúr um bæinn, afslöppun heima. Bjössi var næstelstur í sam- hentum sex bræðra hópi og í fé- lagsskap bræðranna og ömmu og afa leið honum allra best. Hann var afar hlýr á sinn sérstaka hátt og fullur af kærleika í garð ætt- ingjanna í þessari stóru fjöl- skyldu; það sást berlega í stórum fjölskylduboðum. Bjössi frændi hafði náð 65 ára aldri þegar hann lést, en á einhvern sérstakan hátt var hann samt aldurslaus og tíma- laus; alltaf eins og samur við sig og óbreytanlegur. Þannig var hann alltaf og þannig verður hans alltaf minnst. Davíð, Árdís Hulda, Stefán Veigar og Búi Stefánsbörn. Björn Vagnsson mágur minn er látinn. Birni kynntist ég árið 1972 þeg- ar ég ung kom inn í hans fjöl- skyldu. Bjössi var einn af þessum sérstöku einstaklingum sem lita mannflóruna. Hann vann í Ölgerð Egils Skallagrímssonar og þar varði hann sínum starfsvettvangi í 40 ár. Þar sem Bjössi kvæntist aldrei og átti ekki börn nutu bræðra- börnin ástríkis hans og ósjaldan var aurum laumað í litla lófa. Það var gaman að sjá hversu liprum höndum hann meðhöndlaði ung- börn fjölskyldunnar og þegar þau stækkuðu hændust þau að hon- um, þó auðvitað fengju þau sinn skerf af stríðni hans. Glettin stríðni var Bjössa eðlislæg og flestir sem honum kynntust muna efalaust marga hans hrekki sem allir voru til gamans gerðir. Milli Vagnssona hefur ætíð verið einstakt samband sem ein- kennist af „einn fyrir alla, allir fyrir einn“. Samhent stórfjöl- skyldan ferðaðist mikið saman um Ísland og Bjössi naut þessara ferða vel. Sveitasælan heillaði og ferðir Bjössa í sumarbústaði bræðra sinna voru ófáar. Þar naut Bjössi útiverunnar og að aðstoða við að bera á viðinn, slá og hirða og ýmislegt viðhald sem til féll. Að loknu góðu dagsverki var farið í heita pottinn og ekki þótti Bjössa verra ef góður baukur var við höndina. Bjössi var lunkinn í spil- um og varla leið sá dagur að kas- ína væri ekki spiluð af mikilli inn- lifun með tilheyrandi hlátri og gleði. Bjössi hafði gaman af dýrum og átti um tíma kött. Það var ósjaldan sem heimilisdýr bræðra hans nutu hans umönnunar um lengri og skemmri tíma þegar á þurfti að halda. Dýrin hændust fljótt að honum, þau fundu hvað að þeim sneri. Bjössi vaknaði allt- af snemma og mætti í laugarnar, ósjaldan fór hann svo í bakarí og hringdi dyrabjöllunni hjá ein- hverjum bræðra sinna með ný- bakaðar brauðbollur og vínar- brauð. Þegar komið var til dyra kvað við, hæ, áttu kaffi? Bjössi heimsótti móður sína daglega og var henni innan handar eftir bestu getu sinni. Komin var sú venja á að Bjössi var með okkur fjölskyldunni á að- fangadagskvöldi. Kirkjuferðin var ómissandi hluti af jólunum hans og hátíðarstemningunni og mun hans verða saknað við hátíð- arborðið. Bjössi tók þátt í gleði og sorg- um ástvina sinna en var dulur um eigin tilfinningar og líðan. Öllum sem hann þekktu var þó ljóst að þar fór drengur góður. Fyrir allmörgum árum lenti Bjössi í alvarlegu slysi sem hafði mikil áhrif á heilsu hans sem hrakaði mikið síðustu árin. For- eldrar hans, bræður þeirra og fjölskyldur, studdu vel við hann og léttu honum lífið af fremsta megni. Með fráfalli Bjössa myndast stórt skarð og með hlýhug og kærleika mun minning þessa góða drengs lifa. Guðrún Sverrisdóttir. Björn Vagnsson ✝ Jón ArnfinnurÞórarinsson fæddist 28. desem- ber 1926 á Eyri í Gufudalssveit í nú- verandi Reykhóla- hreppi. Hann lést 30. júlí 2015 á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópa- vogi. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Jónsdóttir, f. 4. apríl 1896 í Kálfadal í Gufudalshreppi, d. 12. september 1986 og Þór- arinn J. Einarsson, f. 3. sept- ember 1897 á Haukabergi á Barðaströnd, d. 23. maí 1989. Systkini Jóns: Gyða Sigurveig, f. 1923, Elín Helga, f. 1925, d. 2013 og Jarþrúður Ragnhild- ur, f. 1934. Jón kvæntist þann 17. mars 1951 Guðlaugu Ólafs- dóttur frá Efri-Brúnavöllum á Skeiðum, f. 9. febrúar 1928, d. 8. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. 1893 , d. 1969 og Ólafur Gestsson, f. 1888, d. 1968. Börn Jóns og Guðlaugar eru Guðný Rut, leikskólakenn- ari, f. 15. desember 1950, Ólafur Haukur, landfræð- ingur, f. 20. apríl 1953 og Arnfinnur Sævar, fram- kvæmdastjóri, f. 22. júlí 1958. aðist úr Íþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni undir lok fimmta áratugarins. Þar kynntist hann verðandi eigin- konu sinni og hófu þau búskap sinn á Egilsgötunni. Jón starf- aði um nokkurra ára skeið í matvöruverslunum, fyrst í Varmá á Hverfisgötu og síðar í Vísi, Laugavegi 1. Árið 1959 opnaði hann eigin matvöru- verslun, Vörðufell, sem var til húsa í Hamrahlíð 25 í Reykja- vík fram til ársins 1970. Þá var verslunarreksturinn fluttt- ur í Þverbrekku 8 í Kópavogi þar sem þau hjón versluðu fram á níunda áratuginn. Um tíma sat Jón í stjórn Kaup- mannasamtaka Íslands. Ungur maður gekk hann í hús og seldi Íslendingasögur og aðra eftirsótta bókaflokka og í lok starfsferilsins annaðist hann innheimtustörf fyrir ýmis líkn- arfélög, sem m.a. fólst í því að sækja heim fjölmörg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og ná- grenni. Jón var ávallt einlæg- ur Valsmaður og spilaði sjálf- ur marga meistaraflokksleiki í handbolta og knattspyrnu með félaginu og var hann duglegur að sækja leiki félagsins langt fram eftir aldri. Hann sat í stjórn Vals 1949-1951. Þá var hann virkur í starfi Lions- klúbbi Kópavogs í hartnær 50 ár. Útför Jóns Arnfinns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 10. ágúst 2015, kl. 15. Jarðsett verður í Kópavogs- kirkjugarði. Eiginmaður Guð- nýjar Rutar er Lárus Valberg. f. 26. desember 1951. Börn: 1) Al- dís, f. 1968, eigin- maður Ívar Braga- son. 2) Guðjón, f. 1974, eiginkona Valgerður Ósk Ómarsdóttir. 3) Snorri, f. 1978. 4) Eiríkur, f. 1981, eiginkona Elín Njálsdóttir. Eiginkona Ólafs Hauks er Inga Lára Helgadóttir, f. 1. júlí 1954. Börn: 1) Helgi Már, f. 1977, sambýliskona Árný Ösp Sigurðardóttir. 2) Jón Örn, f. 1981, sambýliskona Edda Guðríður Ævarsdóttir. 3) Hrafnhildur, f. 1983, sam- býlismaður Kristinn Már Ingi- marsson. Eiginkona Arnfinns Sævars er Helga Daníels- dóttir, f. 10. apríl 1966. Börn: 1) Andri Pétur, f. 1983, sam- býliskona Þóra Björg Sigurðardóttir. 2) Ísabella Erna, f. 1994. 3) Gabriela Rut, f. 1996. 4) Daníela Sara, f. 1997. Barnabarnabörn Jóns og Guðlaugar eru sautján. Fjögurra ára flutti Jón með foreldrum sínum í höfuðborg- ina og varð æskuheimili hans á Egilsgötu 26. Hann útskrif- Við fráfall föður míns er margs að minnast og margs að sakna. Margar ljúfar minningar hafa skapast á lífsgöngu okkar saman. Minningar æskuáranna mótast af mikilli vinnusemi og elju foreldra minna við að skapa fjölskyldunni sem best viðurværi en alltaf var þó tími til að gera eitthvað skemmti- legt saman eins og að fara í Heiðmörk á sunnudögum, í sparifötunum, með nesti og oft- ar en ekki með góðu frænd- fólki. Sunnudagarnir voru líka gjarnan notaðir til heimsókna til ættingja og vina. Foreldrar mínir áttu trygga vinahópa bæði frá æskuárum og vini sem þau eignuðust síðar á lífsleiðinni og oft var farið með fjölskyldurnar í útilegur og ýmsar ferðir og allir skemmtu sér saman. Mörgum sumrum var líka varið á Efri- Brúnavöllum á Skeiðum hjá ömmu okkar og afa í móðurætt. Síðar þegar tók að hægjast um var ráðist í að byggja sum- arbústaðinn Dalbæ í Grímsnes- inu og þar undu þau sér vel og dvöldu þar oft heilu sumrin, mikið var gróðursett og sífellt bætt og lagað. Þar komu leynd- ir hæfileikar pabba í ljós, hann gat gert miklu meira í hönd- unum en hann hafði ætlað, smíðað, málað og ýmislegt ann- að sem þurfti að dytta að. Fjöl- skyldan átti þar margar ánægjustundir saman og barnabörnin nutu þess að fá að fara og dvelja þar með afa og ömmu og eiga þaðan margar góðar minningar. Við systkinin áttum svo sannarlega hauk í horni þar sem mamma og pabbi voru, alltaf boðin og búin að aðstoða okkur börnin og okkar fjöl- skyldur hvort sem það var við standsetningu nýs húsnæðis, búslóðaflutninga, barnapössun og hvað annað sem til féll. Einnig nutu foreldrar mínir þess að ferðast og fóru meðal annars í heimsreisur og nokkr- um sinnum til Kanarí. Hann hafði samkennd með fólkinu í kringum sig og ég veit að hann aðstoðaði marga í erf- iðleikum en aldrei talaði hann um það við aðra. Pabbi saknaði mömmu mikið en hún lést fyrir rúmum fjórum árum og hann var stundum ein- mana eftir það enda höfðu þau leiðst hönd í hönd í 63 ár. Hann hélt þó ótrauður áfram á meðan heilsan leyfði var iðinn við að fara út og hreyfa sig, hitta gamla félaga í Múlakaffi, á Lionsfundum, fara í golfpútt og að horfa á Val spila fótbolta, enda sannur Valsmaður alla tíð. Pabbi hafði góða nærveru, var ljúfur og skemmtilegur og hafði góða kímnigáfu og grín- aðist við samferðafólk sitt til síðasta dags, sagði að það auð- veldaði lífið að hafa gaman. Nú er komið að ferðalokum, hann var ferðbúinn og þakk- látur fyrir hvað hann hafði átt góða ævi í leik og starfi alla tíð. Ég kveð elskulegan föður minn með virðingu og hjartans þökk fyrir allt. Guðný Rut. Elsku afi. Þá höfum við þráttað í síð- asta sinn. Við gátum þráttað um allt milli himins og jarðar, en alltaf í mestu vinsemd og með mestu virðingu. Ég hallast að því að ég hafi haft rétt fyrir mér í yfirgnæfandi fjölda til- fella, líklega yrðir þú ekki sam- mála um það. Stundirnar sem ég átti með ykkur ömmu, bæði á Þinghóls- brautinni og í Vaðnesinu, reyndust ungum dreng ómet- anlegar og mikill lærdómurinn sem fylgdi út í alvöru lífsins. Ég minnist þessara stunda með gleði en um leið með söknuði. Ég er þó fyrst og fremst þakk- látur fyrir þær, enda mikil for- réttindi að eiga slíka ömmu og afa sem þið voruð. Davíð Stefánsson sagði að það væri löng leiðin frá Íslandi til himnaríkis. Síðustu árin reyndust þér erfið á tímum. En nú er þinni löngu leið frá Ís- landi til himnaríkis lokið. Ég kveð þig nú í síðasta sinn, elsku afi minn. Kveð þig með söknuði en fyrst og fremst með gnótt góðra minninga. Þinn, Eiríkur. Jón Þórarinsson hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Kynni okkar Jóns tókust fyr- ir 30 árum þegar við vorum kosnir í stjórn Hitaveitu Vað- ness. Jón var ritari félagsins fram til ársins 2009. Nokkrum árum áður höfðum við báðir byggt sumarhús okkar í landi Vað- ness í Grímsnesi. Ekki er hægt að minnast á Jón nema minnast á Guðlaugu eiginkonu hans eða Gullu eins og hún var jafnan kölluð. Eftir að þau hjónin hættu störfum dvöldu þau oft langdvölum í sumarhúsi sínu. Það var gott að koma til þeirra í kaffisopa og ræða hin ýmsu mál. Við stjórnarmenn í hita- veitunni og makar fórum ár- visst í ferðir saman innanlands og héldum í mörg ár þorrablót í sveitinni okkar hjá hvort öðru. Þetta var samstilltur hópur og þau Jón og Gulla voru ætíð hress og kát á meðan heilsan leyfði. Jón var drengur góður í orðsins fyllstu merkingu, hjálp- fús og bóngóður er til hans var leitað. Afburða snyrtimennska og reglusemi einkenndi hann einnig. Fyrir hönd okkar félaga og maka í Hitaveitu Vaðness og Hvítárbrautarveitu vil ég þakka Jóni fyrir það fórnfúsa starf sem hann vann þar og þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Að leiðarlokum þökkum við Jóni fyrir allan þann trúnað, hlýju og traust sem hann ætíð sýndi okkur og aldrei brást. Innilegar samúðarkveðjur sendum við öllum aðstandend- um. Magnús Tryggvason. Jón Arnfinnur Þórarinsson HINSTA KVEÐJA Ég kveð í hinsta sinn elsku afa minn sem mér þótti svo vænt um. Nú er hann kominn á góðan stað og fær loksins að hitta elsku ömmu sem hann saknaði mikið. Minnist hans með hlýju og þakklæti en hann og amma voru miklir vinir mínir og átti ég alltaf góðar og hlýjar stundir með þeim frá því ég var barn. Elsku afi, takk fyrir allt. Ég var rík að eiga þig og ömmu að í hjartanu. Þín, Aldís.  Fleiri minningargreinar um Jón Arnfinn Þórarins- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.