Morgunblaðið - 10.08.2015, Side 21
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Félagsvist kl. 13.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl.
9.30-16, hádegismatur kl.12, panta þarf með dags fyrirvara í síma
6171503, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14-16.
Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30.Tölvukennsla, hafið sam-
band við umsjónarmann. Blöðin liggja frammi, heitt á könnunni.
Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, lomber kl.
13, kanasta kl. 13.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, molasopi í boði
til kl. 10.30, blöðin og púsl liggja frammi, einnig spjaldtölva, morgun-
leikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30.
Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, leikfimi á Ruv kl. 9.45,
ganga kl. 10, eftir gönguna er boðið upp á slökun í salnum, handa-
vinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, Nánar í síma 411-2790.
Norðurbrún 1 Mánudagur:Tréútskurður kl. 13-16. Þriðjudagur:
Tréútskurður kl. 9-12. Miðvikudagur:Tréútskurður kl. 9-12. Bónus-
bíllinn fer frá Norðurbrún kl. 14.40. Félagsvist kl. 14-16. Fimmtudagur:
Tréútskurður kl. 9-12. Föstudagur:Tréútskurður kl. 9-12.
Sléttuvegur 11-13 Opið frá kl. 8.30-16. Morgunkaffi, dagblöð og
spjall kl. 8.30. Hádegisverður kl. 11.30. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi og
meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Blöðin liggja frammi og púsl.
Smáauglýsingar
Snyrting
ÁSTA Hársnyrtistofa, Bolholti 6
Langar þig i eitthvað nýtt?
Komdu þá til okkar á Hárgreiðslu-
stofu Ástu, fáðu góða ráðgjöf og
klippingu sem passar fyrir þig!
Klipping, litur, greiðsla - hvenær sem
þig vantar þá hringdu i síma 7759388.
Allir nýir viðskiptavinir fá 20%
afslátt! (gildir frá 13. ágúst til 30.
september 2015).
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Tómstundir
Úrval STIGA borðtennisborða.
Til afgreiðslu strax.
F&F kort ehf.
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík.
Sími 568 3920/897 1715.
Íþróttir
Verðlaunagripir -
gjafavara -áletranir
Bikarar, verðlaunapeningar, barm-
merki, póstkassaplötur, plötur á leiði,
gæludýramerki - starfsgreinastyttur
Fannar
Smiðjuvegi 6, Rauð gata
Kópavogi, sími 5516488
Til sölu
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Ríf ryð af þökum,
ryðbletta, hreinsa
þakrennur og tek að
mér ýmis smærri
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
skottast út í bakarí og kaupa eitt-
hvað sem okkur langaði í. Hún var
mikill næturhrafn og þótti gott að
sofa út á morgnana. Manni datt
eiginlega ekki í hug að hringja í
hana fyrr en í fyrsta lagi upp úr 13
því annars átti maður á hættu að
vekja hana.
Hún var einstaklega smekkleg
kona og var alltaf vel tilhöfð og fín.
Hún lét helst ekki sjá sig án vara-
litar, hvort sem hún var að fara í
boð eða lá á sjúkrahúsi. Hún átti
auðvelt með að versla föt á sig og
aðra, sem fóru vel. Svo var hún
líka einstaklega handlagin og þeg-
ar dæturnar voru litlar þá saum-
aði hún mikið af fötum á þær enda
fannst henni úrvalið í búðunum lít-
ið eða ekki nógu fallegt.
Mamma sagði mér stundum
sögur af henni frá því að hún var
lítil og var hún jafn lítið morgung-
löð þá. Afi kom alltaf heim í hádeg-
inu í mat og amma dröslaðist fram
úr rúminu rétt áður en afi kom til
að setja fiskinn í pottinn – enn í
náttfötunum. Mamma, sem var
elst systranna, lék sér því oftast
ein á morgnana meðan amma
dormaði. Einhvern tímann spurði
hún ömmu, sem var hálfsofandi,
hvort hún mætti leika sér með
sparistellið og jújú umlaði amma,
það var allt í lagi. Þegar hún svo
vaknaði um hádegisbilið þá var
hún alveg brjáluð og sagði að það
sem hún leyfði á morgnana væri
bannað. Hún var líka dugleg við að
fara út að leika með krökkunum –
t.d. á skauta og í kýló – en það var
frekar óalgengt hjá mömmum á
þessum tíma – þær voru að baka
og sinna öðrum heimilisstörfum,
en það fannst ömmu ekki
skemmtilegt og fór því frekar út
að leika sér með krökkunum.
Amma var hrifin af alls kyns
íþróttum og fylgdist vel með sínu
uppáhaldsliði í enska boltanum –
Manchester United. Beckham var
í miklu uppáhaldi hjá henni meðan
hann lék enn með United og síðan
Rooney. Það kom henni skemmti-
lega á óvart þegar hún varð níræð
að fá United-treyju í afmælisgjöf,
ég hugsa að það séu ekki margar
níræðar konur sem hefðu kunnað
að meta slíka gjöf.
Ég á eftir að sakna ömmu Rúnu
mikið en minning hennar lifir
áfram í okkur öllum sem þekktum
hana.
Hvíl í friði elsku amma.
Sigrún Óttarsdóttir (Ída).
Fleiri minningargreinar
um Sigrúnu G. Fjeldsted bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Guðrún Hjart-ardóttir fædd-
ist að Klöpp, Mið-
neshreppi, 11.
desember 1926.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skjóli
23. júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Hjörtur
Björgvin Helgason
frá Lykkju á Akra-
nesi, bílstjóri og
bóndi, síðar kaupfélagsstjóri í
Sandgerði, f. 1898, d. 1994, og
kona hans Sveinbjörg Jónsdóttir,
húsfreyja frá Bæjarskerjum í
Miðneshreppi, f. 1903, d. 1978.
Guðrún ólst upp í Miðnes-
hreppi og á Seltjarnarnesi.
Systkini Guðrúnar eru:
Sveinsína, f. 25. ágúst 1924, d. 10.
nóvember 1998; Lilja, f. 30. maí
1929, d. 15. desember 2002; Jón
Einar, f. 3. maí 1931, d. 24. októ-
sambúð með Helenu Aagestad. c)
Marteinn, í sambúð með Marí-
önnu Evu Dúfu Sævarsdóttur. 3)
Valur Þór, kvæntur Guðnýju Pál-
ínu Sæmundsdóttur. Uppeldis-
dóttir hans og dóttir Guðnýjar er
Hrefna Sæunn Einarsdóttir.
Sambýlismaður Hrefnu er Egil
Hansen. Sonur þeirra er Erik
Valdemar. Synir Vals og Guð-
nýjar eru: a) Andri Þór, í sambúð
með Freyju Hrund Ingveld-
ardóttur. b) Ísak Freyr. 4) Tví-
burabróðir Vals, fæddur and-
vana.
Guðrún sat tvo vetur í gagn-
fræðaskóla í Reykjavík. Vorið
1945 útskrifaðist hún frá
Samvinnuskólanum. Sama ár hóf
hún störf hjá Nýbyggingaráði,
síðar Fjárhagsráði í innflutnings-
og gjaldeyrisdeild. Hún lauk
prófi frá Húsmæðraskóla
Reykjavíkur árið 1950. Guðrún
vann frá árinu 1955 til starfsloka
sem fulltrúi á Hagstofu Íslands.
Auk þess sinnti hún húsfreyju-
störfum alla tíð af sérstakri alúð
og umhyggju.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 10. ágúst
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
ber 2014. Eftir-
lifandi er Erla, f. 21.
nóvember 1936.
Guðrún giftist
Marteini Guðjóns-
syni járnsmið 27.
október 1951. For-
eldrar hans voru
Guðjón Vilhjálms-
son og Guðríður
Rósantsdóttir. Synir
Guðrúnar og Mar-
teins eru: 1) Guðjón
Steinar, kvæntur Eddu Guð-
geirsdóttur. Börn þeirra eru: a)
Hrund Guðrún, gift Sævari Dór
Halldórssyni. Sonur þeirra er
Guðjón Atli. b) Ólafur Valur, í
sambúð með Silju Hafliðadóttur.
Dóttir þeirra er Edda Sif. c)
Katrín Heiða. 2) Hjörtur Björg-
vin, kvæntur Guðbjörgu Lind
Jónsdóttur. Synir þeirra eru: a)
Arnaldur, kvæntur Ólöfu Dröfn
Sigurbjörnsdóttur. b) Dagur, í
Einföldu hlutirnir
Mamma stendur við strauborðið. Klætt
hveitilaki
með óþekktum áletrunum fyrir hinn
ólæsa
minnir það á svellið við enda götunnar.
Ég er nýkominn þaðan með kúlu á
hausnum.
Mamma strýkur mér um vanga, hellir
kakói í bolla.
Í bakaraofninum rís nýtt landslag.
Mér sýnist svellið úti byrjað að bráðna.
Heyri krakkaskarann
hlaupa upp stigaganginn. Úr næstu
íbúð ómar píanó. Hljómarnir
renna saman við hlémerkið í útvarpinu.
Nú hafa fuglarnir hér í garðinum gert
það að sínu.
Ég legg við hlustir og velti því fyrir mér
hvar hún hafi búið
þögnin umhverfis blokkina og ‘einföldu
hlutirnir’ sem mamma
kallaði svo – þessir sem voru límið í
tilverunni eins og þegar hún
renndi straujárninu yfir skyrtuna mína
– slétti úr huglægu brotunum
í sálu minni svo ég ætti auðveldara með
að takast á við stóru misfellurnar
þessar sem hún sagði að biðu mín
seinna undir öðrum svellum
þar sem lífið kviknar stöðugt að nýju án
orða.
Hjörtur Marteinsson.
Mig langar að kveðja Gunnu
tengdamóður mína með örfáum
orðum.
Ég kynntist þessari yndislegu
og vel gefnu konu fyrir tæpum 45
árum og bar aldrei skugga á vin-
skap okkar. Hún var heilsteypt
og hjálpfús og vildi allt fyrir alla
gera. Fjölskyldan var alltaf í
fyrsta sæti og hún fylgdist alltaf
med öllum, jafnt börnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum.
Hvernig þeim gekk í skóla, hverj-
ir voru í vinnu og hún átti það til
að hringja og útvega unglingun-
um vinnu ef á þurfti að halda. Við
komu til hennar var alltaf til
bakkelsi, enda var hún góður
kokkur og bakari. Ég nýt enn
handskrifaðra uppskrifta hennar
Það var yndislegt veður kvöldið
sem Guðrún tengdamóðir mín
kvaddi í síðasta sinn. Dagurinn
hafði verið óvenjulega heitur og
sólin, sem farin var að lækka á
lofti, varpaði hlýrri birtu á um-
hverfið. Þetta var veður við hæfi,
því svona var Gunna sjálf. Hlý og
góð kona sem gerði allt sem í
hennar valdi stóð til að fólkinu
hennar liði vel.
Það var í júlí 1986 sem ég hitti
tengdaforeldra mína í fyrsta
sinn. Ég var mjög feimin en þau
tóku mér bæði afskaplega vel.
Hafi Gunna haft einhverjar efa-
semdir um þessa ungu konu sem
var sex árum yngri en sonurinn,
og kom að auki með litla stúlku
með sér inn í sambandið, þá lét
hún mig aldrei finna fyrir þeim.
Hún tók mér og Hrefnu dóttur
minni opnum örmum og það eina
sem hún býsnaðist stundum yfir
var sú staðreynd að á þessum
tíma drakk ég hvorki kaffi né te
og henni fannst ómögulegt að
gefa mér bara mjólk að drekka.
Auk vinnu utan heimilis var
Gunna húsmóðir af gamla skól-
anum. Heimilið var alltaf skín-
andi hreint og snyrtilegt, hún
bakaði dýrindis kökur og var
meistarakokkur. Hún var frábær
gestgjafi sem passaði upp á að
allir fengju nóg að borða og var
endalaust að bjóða meira. Frá
henni fór enginn svangur, svo
mikið er víst. Gunna lagði áherslu
á að vera snyrtileg til fara og
hafði gaman af fallegum fötum.
Ekkert fór framhjá henni, hún sá
strax ef ég var í nýrri flík og
gladdist fyrir mína hönd. „Mikið
er þetta smart,“ varð henni þá að
orði og ekki sparaði hún heldur
hrósið ef henni fannst ég eða aðr-
ir líta sérlega vel út þann daginn.
Upphaflega bjuggum við Val-
ur á Akureyri, síðar fluttum við
til Noregs og svo aftur til Akur-
eyrar. Tengdaforeldrar mínir
hafa hins vegar búið í Reykjavík
alla tíð. Samskipti okkar ein-
kenndust því mest af símtölum
og heimsóknum, og þegar ég sat
hjá Gunnu daginn sem hún dó
flæddu fram óteljandi minninga-
brot af okkur að heilsast og
kveðjast. Mismunandi staðir,
mismunandi tímar, en hún hafði
alltaf sérstakt lag á því að taka
fólki fagnandi og við brottför var
alltaf fast faðmlag og koss á báð-
ar kinnar.
Gunna var amma af lífi og sál
og gladdist innilega yfir öllum
samverustundum við barnabörn-
in. Sem betur fer hafði hún sex
barnabörn og tvö barnabarna-
börn staðsett í Reykjavík en hún
hefði ábyggilega viljað hitta
Hrefnu, Andra og Ísak mun oftar
en tilefni gáfust til. Í staðinn
sendi hún afmælis- og jólagjafir
og með þeim fylgdu kveðjur sem
hún skrifaði með sinni fallegu rit-
hönd. Lengi framan af voru
páskaegg send milli landa og
landshluta. Allt gert til að gleðja
börnin. Gunna var stálminnug og
fram á síðasta dag fylgdist hún
vel með öllu sem gerðist í lífi okk-
ar og barnabarnanna.
Tengdamóðir mín náði háum
aldri þrátt fyrir endurtekin
hjartaáföll og ýmis önnur veikindi.
Hún var ótrúlega seig og lífsvilj-
inn sterkur allan þennan tíma.
Síðustu mánuðina mátti þó greina
að hún var orðin södd lífdaga og
nú hefur hún fengið hvíldina. Með
þessum orðum kveð ég tengda-
móður mína með þakklæti fyrir
allan þann kærleika sem hún
sýndi mér og fólkinu mínu.
Guðný Pálína
Sæmundsdóttir.
Þegar ég kom fyrst með Hirti
á heimili foreldra hans í Ljósa-
landi fyrir 37 árum síðan var mér
tekið af mikilli vinsemd og hlýju.
Greinilegt var að Gunna og Matti
fundu til ábyrgðar gagnvart mér
þar sem ég kom utan af landi og
var bara 17 ára.
Ég fylltist fljótt aðdáun á þess-
ari konu sem hlúði svo vel að
Matta og strákunum sínum og
var alltaf tilbúin að aðstoða þá
sem þess þurftu með.
Gunna var afskaplega vönduð
kona og lagði ávallt áherslu á það
góða og jákvæða í fari fólks. Hún
kunni því illa þegar fólki væri
hallmælt. Hún var mikil smekk-
kona og hafði góða tilfinningu
fyrir efnum, áferð og litum og
naut smekkvísi hennar sín vel á
heimili þeirra Matta, sem var ein-
staklega fágað en jafnframt hlý-
legt og praktískt.
Gestagangur var ætíð mikill á
heimilinu enda móttökurnar ekki
af verri endanum. Hvort sem um
var að ræða saumaklúbbinn,
skákfélaga Matta eða skólafélaga
strákanna og svo seinna barna-
börnin, þá fengu allir jafn höfð-
inglegar viðtökur.
Ilmandi kaffi, brúnkaka með
smjörkremi, nýbökuð hjóna-
bandssæla, þeyttur rjómi og köld
mjólk – allt fallega framreitt og
best af öllu var að með þessu
fylgdi félagsskapur og smitandi
hlátur Gunnu sjálfrar sem hlust-
aði af áhuga á gestina og var
skörp og skemmtileg í tilsvörum.
Mér er minnisstæð frásögn
hennar af ferð þeirra Matta norð-
ur í land með með synina Hjört
og Val, sem biðu spenntir aftur í
fólksvagninum eftir því að hitta
Guðjón bróður sinn, sem þar var í
sveit. Árið var 1967. Farangrin-
um hafði verið hlaðið ofan á bíl-
inn, þar á meðal gamla Alþingis-
hátíðartjaldinu, sem og öðrum
hefðbundnum útilegubúnaði
þeirra tíma ásamt því sem Gunna
taldi afar mikilvægt, að væri með
en það var hveiti, egg, smjör, van-
illudropar og lyftiduft. Þessu var
öllu vandlega pakkað í vatnsheld-
an dúk og fest tryggilega á far-
angursgrindina. Keyrt var eftir
holóttum malarvegunum í roki og
rigningu. Þetta var kalt sumar og
hafís lá inn á fjörðum norðan-
lands.
Þegar komið var að Hraukbæ
hafði bætt svo í vindinn að varla
var stætt utandyra. Húsráðendur
tóku það ekki í mál að láta gestina
liggja úti í kulda og hvassviðri.
Gunnu og Matta var boðin stofan
og strákarnir látnir sofa upp í hjá
Guðjóni. Gunna sagði ferðina hafa
verið hina ævintýralegustu. Þrátt
fyrir napurt veður hefði verið ein-
stakt að kynnast norðlensku gest-
risninni og fornaldarlegum bú-
skaparháttum á Hraukbæ. Þegar
keyrt var til baka í bæinn í örlítið
skárra veðri hafði ekki verið snert
við nauðsynlegum bökunarvörun-
um, sem sátu enn tryggilega fast-
ar á farangursgrind gamla fólks-
vagnsins. Mikilvægasta veganest-
ið var samt ekki á farangurs-
grindinni heldur falið innan í
manni sjálfum, sagði Gunna og
hló. Hún hafði nefnilega góðan
húmor fyrir aðstæðunum og
sjálfri sér. Hún spurði stundum
glettin þegar einhver í fjölskyld-
unni var að leggja upp í ferð, hvort
það væri ekki örugglega hveiti og
lyftiduft meðferðis.
Ég þakka Gunnu fyrir ein-
staka vinsemd og allt góða vega-
nestið sem hún hefur látið mér og
strákunum mínum í té.
Guðbjörg Lind.
sem hún skrifaði með sinni fal-
legu rithönd á afgangspappír frá
Hagstofunni, þar sem hún vann
lengst af. Það var gott að kynnast
þessari góðu konu sem hafði góða
nærveru og eiginleika til að bera,
svo sem húmor léttleika og já-
kvæðni. Minningin um þessa
yndislegu konu lifir.
Takk fyrir samveruna.
Edda Guðgeirsdóttir.
Guðrún
Hjartardóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Hjartar-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.