Morgunblaðið - 10.08.2015, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Notaðu fádæma gáfur þínar til að
greiða úr fjármálavanda. Vertu bara þú sjálf/
ur og sinntu þínum störfum sem best þú get-
ur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú skalt varast óþarfa eyðslu í dag, að
öðrum kosti áttu á hættu að lenda í skuld.
Kannaðu málið vandlega áður en þú lætur til
skarar skríða.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú munt eiga mikilvægar samræð-
ur við foreldra þína eða yfirmenn í dag. Ef þú
þarft að leggja spilin á borðið skaltu gera það
kurteislega. Bjóddu þeim sem þú hefur auga-
stað á út.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er alltaf best að taka á hlutunum
með skilningi og þolinmæði því ekkert vinnst
með frekju og yfirgangi. Nú ertu í miðjunni og
veist hvað þarf til að komast í mark.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Grunnurinn þarf að vera góður til þess
að það sem á honum rís sé til frambúðar.
Bíddu til morguns með að gera ferðaáætlanir.
Batnandi manni er best að lifa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú veltir fyrir þér ólíkum viðhorfum en
þegar öllu er á botninn hvolft þarft þúi sjálf/
ur að taka ákvarðanir. Gerðu þá kröfu að
hann geri hreint fyrir sínum dyrum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert ákaflega trygglynd/ur vinum þín-
um og vandamönnum og gerir þér grein fyrir
því að lífið hefur upp á ýmislegt óvænt að
bjóða.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er nauðsynlegt að afgreiða
fortíð sína til þess að geta haldið lífinu áfram.
Reyndu að gera sem mest úr því.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samræður þínar við vini þína og
kunningja verða líflegar og uppörvandi.
Stundum virðast hlutirnir frekar í lagi ef þeir
eru í ólagi. Stutt ferðalag gæti gert krafta-
verk.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú átt ekki annars úrkosta en að
taka því sem að þér er rétt þessa dagana.
Sýndu kjark og leyfðu hæfileikum þínum að
blómstra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er ekki rétti tíminn til að
vænta stöðuhækkunar. Fólk finnur til örlætis
og þarf að fá tækifæri til að sýna það.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að fara vel með þig því at-
hugunarleysi getur leitt til þess að þú verður
að leggjast í rúmið. Ekki skella skollaeyrum
við því sem þú veist að er rétt og hjálpar þér.
Á fimmtudaginn var hér í Vísna-horni pistill um hagyrð-
ingamót eftir Ólaf Stefánsson. Hér
eru sýnishorn af þvílíkum kveðskap
og farið í vísnasarp Ólafs G. Ein-
arssonar, en hann var vinsæll og
snjall stjórnandi slíkra móta. Á
vísnakvöldi á Selfossi í desember
2002 var margt kveðið um nið-
urstöðu prófkjara. Séra Hjálmar
kvað:
Nú er offramboð mætra manna
sem mörg nýleg dæmin sanna.
Fyrst er prófkjör og röðun
svo pólitísk böðun,
og svo grátur og gnístran tanna.
Ég hafði látið þá í ljós þá skoðun
mína í þinginu að friða ætti endur.
Steingrímur J. Sigfússon orti:
Honum Drottinn gáfur gaf
góðan munn og styrk til handanna.
Halldór Blöndal héðan af
má heita faðir andanna.
Ég svaraði:
Áðan hraður upp hann sté
heiðursmaðurinn snjalli
að mér glaður gjörir spé
Gunnarsstaðaskalli.
Steingrímur svaraði með annarri
hringhendu:
Vísur hraðar Halldór má
í hauga raða meður galla
er gæfan baðar geislum þá
minn Gunnarsstaðaskalla.
Þessi orðaskipti eru tekin úr
„Enn hlær þingheimur“ eftir Árna
Johnsen. Einhverju sinni var ég í
óvenju þungum þönkum á þing-
flokksfundi: Þá orti sr. Hjálmar:
Ábúðarmikill inni hér
athugar gögn og blöð.
Halldór í þungum þönkum er
þriðja daginn í röð.
Ég svaraði:
Ýmsum finnst það ærugalli,
ekki er trúarþörfin rík:
Hlaupinn burt frá kjóli og kalli
klerkur lenti í pólitík.
Sr. Hjálmar svaraði um hæl:
Allt er þetta indælt starf
og eftir settum línum.
Fleiri sauðum sinna þarf
en Sauðkrækingum mínum.
Stefán Jónsson orti einhverju
sinni í tilefni af því að flokkssystir
hans Guðrún Helgadóttir var ekki
mætt á þingflokksfund:
Það er lán í sjálfu sér,
sérlega vegna flokksins,
að Guðrún Helga okkar er
annars staðar – loksins.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kastað fram vísum
Í klípu
AÐ GANGA Á LAUSRI LÍNU.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SÉRÐU?! ÉG GLEYMDI AÐ HERÐA RÓNNA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að muna.
ÉG ER ÆÐI, ÆÐI, ÆÐI. ÉG ER BESTUR, BESTUR,
BESTUR.
ÞEMALAGIÐ
MITT.
STUNDUM LÍÐUR MÉR EINS OG
ÉG SÉ EKKERT MEIRA EN ÞÍN
PERSÓNULEGA ELDABUSKA.
SVONA,
SVONA,
HELGA...
ÉG MYNDI
EKKI NOTA
NÁKVÆMLEGA
ÞESSI ORÐ...
ÉG SÉ ÞIG MEIRA
EINS OG MINN
PERSÓNULEGA KOKK!
ÖRYGGI ER NR. 1
TIL HAMINGJU MEÐ
AFMÆLIÐ!
Spámenn sem kynna ýmiss konarnýmæli nota gjarnan háfleyg
orð til þess að öðlast virðingu í sam-
félaginu. Upphafið tungutak er
verkfæri til að smeygja sér inn í um-
ræðu dagsins og fá svonefnda álits-
gjafa og eftir atvikum stjórn-
málamenn til að taka undir. Þannig
hefur spekingastóð mikið gert sig
gildandi að undanförnu í umfjöllun
um svonefnt deilihagkerfi. Sé málið
og innistæða orðsins krufin er fátt
nýtt í málinu, því að hagkerfi þetta
byggir einfaldlega á vöruskiptum og
sjálfsagðri greiðasemi.
x x x
I dönskum einokunarverslunumfyrri alda á Íslandi var bæði deilt
og skipt. Bændur lögðu inn afurðir
sínar, til dæmis ull og vaðmál, og
fengu á móti til dæmis hveiti og syk-
ur. Frá fyrri árum í Reykjavík eru
til margar rómantískar frásagnir
þar sem ungt fólk hjálpaðist að við
að koma sér þaki yfir höfuðið. Verð-
andi nágrannar aðstoðu hver annan í
steypuvinnu og meðal iðnaðarmanna
byggðist allt á vinnuskiptum. Múr-
ari setti slettur á veg og rafvirkinn
lagði í og svo var málið möndlað
þannig að báðir komu út á sléttu.
x x x
Svo þekkjum við að þegar fólkfærir sig milli íbúða koma vinir
og kunningar og bera búslóðina. En
þá er líka sjálfsagt að við gjöldum í
líku síðar, þegar eftir því er leitað.
Af því sést að deilihagkerfið er ekk-
ert nýmæli, þótt annað sé sagt.
x x x
Annað skrýtið orð hefur fengiðvægi, það er nágrannavarsla,
sem þykir þjóðráð fólks sem býr við
sömu götu ef stugga þarf við vafa-
sömu liði. Tryggingafélög og lög-
regla hvetja fólk til samstöðu og
gefa ráð um hvernig staðið skuli að.
En þarf þess? Hefur ekki alltaf tíðk-
ast eins og krakkar þekkja að lykill
að húsinu heima sé geymdur hjá
konunni í næsta húsi, sem gefur
kettinum og vökvar blómin ef ein-
hver bregður sér af bæ? Að granna-
gæsla sé ný uppgötvun er því skrýt-
ið, að mati Víkverja sem býr í blokk
og er vel á verði, bæði á nótt sem
nýtum degi. víkverji@mbl.is
Víkverji
Allra augu vona á þig, þú gefur þeim
fæðu þeirra á réttum tíma, lýkur upp
hendi þinni og seður allt sem lifir með
blessun. Sálmarnir 145:15-16
mbl.is