Morgunblaðið - 10.08.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.08.2015, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 222. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Blind kona rekin út af McDonalds 2. Svona færðu pottþétt fullnægingu 3. Aldrei áður jafn fjölmennt … 4. Aðskildust í straumharðri á »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Djasshátíð Reykjavíkur hest nk. miðvikudag og stendur í fimm daga. M.a. mun bandaríski trommuleikarinn Allison Miller koma fram á hátíðinni ásamt hljómsveit sinni BOOM TIC BO- OM. Allison hefur verið valin „rising star drummer“ í hinu virta Downbeat- tímariti. Nánar á reykjavikjazz.is. Djasshátíð Reykjavík- ur hefst í vikunni  Á morgun, þriðjudag, kemur kvartett söngkon- unnar Kristbjarg- ar Kari Sólmunds- dóttur fram á KEX hosteli. Auk henn- ar skipa hljóm- sveitina Vignir Þór Stefánsson, Jón Rafnsson og Kári Íbsen Árnason. Hljómsveitin spilar klassíska djass- standarda. Ókeypis er á tónleikana og þeir hefjast kl. 20.30. Kvartett Kristbjargar Kari á Kexinu  Á morgun, þriðjudag, á síðustu tónleikum sumarsins í sumar- tónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, verður bresk og amerísk stemning. Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran syngur við undirleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Á efnisskrá eru Seven Elizabethan Lyrics eftir Roger Quilter, Three Songs eftir William Walton og söng- lög eftir Amy M.C. Beach, Leonard Bernstein, Ned Rorem og Ern- est Charles. Hefjast kl. 20.30. Breskt og amerískt í Sigurjónssafni Á þriðjudag Suðvestan 3-8 m/s. Skýjað að mestu á Suður- og Vesturlandi, en yfirleitt þurrt. Hiti 10 til 17 stig. Á miðvikudag Gengur í suðaustan 13-20 m/s með rigningu. Held- ur hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í vestan 10-15 norðantil á landinu með rigningu, en hægari vindur annars staðar. Skýjað með köflum. VEÐUR „Þessi árangur er mikil viðurkenning fyrir íslensku sundhreyfinguna. Ég er afar stoltur af því að vera lands- liðsþjálfari Íslands þessa stundina og hjarta mitt er hjá íslensku keppendunum sem hafa lagt á sig gríðar- lega vinnu til þess að kom- ast á þann stað sem þeir eru á,“ sagði Jacky Pell- erin, landsliðsþjálfari Ís- lands í sundi, að loknu HM í sundi. »1 Þjálfarinn segist afar stoltur Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik vann einn leik og tap- aði öðrum í vináttu- landsleikjum gegn Hollandi hérlendis. Í gær höfðu Hollendingar betur í Höllinni en á föstudaginn vann Ísland í Þorláks- höfn. Leikirnir voru góður undirbúningur fyrir íslenska liðið fyrir lokakeppni EM í september því þar verður Holland einn- ig en ekki í riðli með Ís- landi. »4 Ísland og Holland unnu sitt hvorn leikinn ÍBV vann Leikni 2:0 í miklum fallslag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær og kom sér úr fallsæti í leiðinni. Breiðhyltingar eru aftur komnir í hið óvinsæla næstneðsta sæti. Stjarnan og Víkingur skildu jöfn 1:1 í miklum hitaleik í Garðabæ þar sem heimamenn enduðu leikinn tveimur leikmönnum færri og gríðarlega pirraðir. »7, 8 ÍBV úr fallsæti ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, var heiðursgestur á tveimur hátíðum í Vesturheimi um verslunar- mannahelgina. „Þetta var meirihátt- ar upplifun,“ segir hún um fyrstu ferð sína á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og Manitoba í Kanada. Hátíðin í Mountain í Norður- Dakóta, Deuce of August, var haldin í 116. sinn en Íslendingadagshátíðin í Gimli í 126. sinn. Agnes segir að fyrir sig, landsbyggðarkonuna, hafi verið gaman að koma á þessa staði og sér- staklega til Mountain. „Á þessum slóðum hugsaði ég mjög til hjónanna Ragnars H. Ragn- ar, fyrrverandi skólastjóra Tón- listarskóla Ísafjarðar, og Sigríðar Jónsdóttur, því þau bjuggu þarna þangað til þau voru kölluð til Ísa- fjarðar 1948 og áttu stóran þátt í uppeldi mínu þar eins og fjölda ann- arra barna sem fóru í Tónlistar- skólann.“ Agnes segir það hafa verið áhrifa- ríkt að hitta 100% Íslendinga, sem séu hreyknir af uppruna sínum þrátt fyrir að tala ekki íslensku. „Og börn- in segja afi og amma,“ heldur hún áfram. „Það var líka merkilegt að heyra.“ Ást og kærleikur Hátíðirnar fara fram í fámennum smábæjum og segir Agnes dugnað fólksins með ólíkindum, að halda þessa viðburði ár eftir ár með til- heyrandi vinnu og kostnaði. „Það sem vakti ekki síður athygli mína er að margir af íslenskum ættum hafa ekki aðeins komið sér vel áfram í samfélaginu heldur hvað þeir sem eiga fjármagn deila því með öðrum. Okkur var til dæmis þrisvar boðið í fjölmennar matarveislur í heima- húsum þar sem viðkomandi fjöl- skyldur borguðu allan kostnað. Þetta þótti mér mjög merkilegt, til eftir- breytni og til umhugsunar. Þarna er ekki bara verið að hugsa um sjálfan sig heldur hópinn og heildina, meðal annars vegna ástar á landi og þjóð. Þetta er umhugsunarvert fyrir okk- ur. Þessi samkennd þjóðarinnar hef- ur að vissu leyti horfið á Íslandi, að við þorum að vera stolt af landi okk- ar og þjóð og bera kærleika til henn- ar.“ Samskiptin við afkomendur Ís- lendinga í Vesturheimi hafa eflst mikið undanfarna áratugi. Agnes segist hafa fundið fyrir því hvað þessi samskipti séu mikilvæg fyrir fólkið vestra og miklu skipti að halda þeim áfram. „Frændræknin hefur mikið að segja og ég vona að ég eigi eftir að fara aftur vestur.“ „Meiriháttar upplifun“  Samkennd Vestur-Íslendinga til eftirbreytni Ljósmynd/Shirley J. Olgeirson Mountain Jolene Halldorsson, forseti félags Íslendingabyggða í Norður-Dakóta, og Loretta Bernhoft, kjörræðismaður Íslands í Norður-Dakóta, gáfu Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, gjafir. Ljósmynd/Sveinbjörg Pálsdóttir Gimli Anna Birgis og Agnes M. Sigurðardóttir heilsa upp á íbúa í Betel. Sumir þeirra tala og skilja íslensku, þó að þeir hafi aldrei til Íslands komið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.