Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR FÁGAÐURFATASTÍLL HREYFIFLÆÐI MIKILVÆGT AÐKRAKKAR HLUSTI ÚTTEKT 44TÍSKA 34 HEILSA 16 FJÖLSKYLDAN 30 FJÖLBREYTTHEILSURÆKT 16. ÁGÚST 2015 KAFFISALA ER UNDIR-STAÐATEKNA DUNKIN´DONUTS ÞÓTT KLEINU-HRINGIRNIR VEKI MESTA ATHYGLI 4 Minning SÓLVEIG ANSPACH, SEMLÉST Á DÖGUNUM,VARMIKILL KVIK- EIKSTJÓRI 46 AFKASTA MYNDAL ÖSKUBUSKAFRÁ KLAUSTRI* Dýft í kaffið L A U G A R D A G U R 1 5. Á G Ú S T 2 0 1 5 Stofnað 1913  190. tölublað  103. árgangur  EIGA AÐ SPILA Í LONDON OG HALDA HÁRINU SÖGUR Í GALLERÍI FOLD GUNNELLA OG LULU MEÐ SÝNINGU 38SVEITIN LUCY IN BLUE 10 Bann gæti staðið lengi  Sigmundur Davíð gerði Medvedev grein fyrir áhrifum efnahagsþvingana Rússa  Viðræður við Evrópusambandið um tollaívilnanir á sjávarafurðum á næstunni herra Rússlands. Sigmundur segir að hann hafi sagt Medvedev að áhrifin af innflutningsbanni Rússa væru meiri fyrir Ísland en hjá flestum eða öllum öðrum löndum vegna þess hversu matvælaframleiðsla er hlutfallslega stór hluti af útflutningi landsins. Í því fælist mikið misræmi. Áhrifin á Rússa af þátttöku Íslands í viðskiptaþving- unum gegn þeim væru hverfandi. Þá sagði Sigmundur þátttöku Ís- lands í þvingunum gegn Rússlandi hafi verið rædda innan ríkisstjórnar- innar. Þátttakan hafi svo verið end- urnýjuð án sérstakrar umræðu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra sagði í gær að skoða þyrfti með hvaða hætti bannið hefði „áhrif á einstaka byggðir, einstök fyr- irtæki og á þjóðarbúið í heild sinni.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra átti í gær samtal við utanrík- ismálastjóra ESB. Ákveðið var að við- ræður munu hefjast á næstunni við ESB um tollaívilnanir af hálfu sam- bandsins í þeim vöruflokkum sem verða verst úti í kjölfar innflutnings- banns Rússa. Þorsteinn Ásgrímsson Bjarni Steinar Ottósson Á fundi í utanríkisráðuneytinu nýver- ið með forystumönnum í útgerðinni og fulltrúum Íslandsstofu var rætt um að ef kæmi til viðskiptabanns gæti það staðið í langan tíma. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins nefndi fimm til tíu ár í því sambandi, samkvæmt heimildum blaðsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti í gær símafund með Dmitry Medvedev, forsætisráð- Viðskiptabann » Rússar og Íslendingar hafa aldrei fyrr í sögu þjóðanna beitt hvor aðra beinum efna- hagslegum þvingunum eða við- skiptalegum refsiaðgerðum. MLeiðin til Nígeríu ekki... »4 Viðskiptaþvinganir »16 Þó sumri sé farið að halla eru enn margir á ferð- inni eins og við Goðafoss í gær. Tækifærið var óspart notað til að mynda kraftinn í fossinum og mikilfenglega náttúruna. Veður var milt og á milli sást til sólar. Í dag er að mestu spáð björtu veðri á norðanverðu landinu, en úrkomu syðra. Morgunblaðið/Einar Falur Myndasmiðir við Goðafoss Kraftmikill foss og mikilfengleg náttúraVegna eftirgjafa á vörugjöldum bíla- leigubíla hefur ríkissjóður orðið af rúmum tveimur milljörðum króna það sem af er þessu ári samkvæmt upplýsingum tollstjóraembættisins. Á sex ára tímabili frá árinu 2010 nemur þessi upphæð níu milljörðum króna samtals, auk 2,3 milljarða virðisaukaskatts. Bílaleigum og bíla- leigubílum hefur fjölgað mikið á síð- ustu árum. Um 150 bílaleigur eru með starfsleyfi og hefur fjöldi bíla- leigubíla þrefaldast á síðustu fimm árum. Rúmlega 18.000 bílaleigubílar eru nú skráðir. Bílaleigubílar fá eftirgjöf af vöru- gjöldum en almennt er skylt að greiða í ríkissjóð vörugjald af öku- tækjum. Töluverður munur er á því sem almenningi ber að greiða og því sem bílaleigur greiða. Fyrirhugað er að endurskoða vörugjöldin, einfalda kerfið og draga úr ívilnunum. »18 Ríkissjóður verður af tekjum  9 milljarðar vegna bílaleigubíla frá 2010 Morgunblaðið/Styrmir Kári Vörugjöld Bílaleigubílum fjölgar ört og bílaleigur fá undanþágur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, segir að úrskurð- ur gerðardóms feli í sér talsvert meiri launahækkanir til félags- manna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en sambærilegir hópar aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands hafi fengið í sínum samningum. Hann bendir á að hóparnir innan BHM og Fíh eru ekki lágtekjuhópar en sérstök áhersla var lögð á launahækkanir hjá lágtekjuhópum við kjaraviðræð- urnar í vor. Gerðardómur kvað upp úrskurð í kjaradeilu BHM og Fíh og íslenska ríkisins í gær. Gylfi segir að aðildar- félög ASÍ muni nú leggjast yfir þessa kjarasamninga og sjá hvað launahækkanirnar þýða fyrir félags- menn aðildarfélaga ASÍ. „Kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ var tilraun til að ná niðurstöðu og samkomulagi eftir nokkra mán- uði af þrefi. Gerðardómur hefur nú úrskurðað um launahækkanir og að- ildarfélög ASÍ ætla ekki ein og sér að leggja grunn að stöðugleika,“ segir Gylfi aðspurður um hvort samningarnir hafi áhrif á endur- skoðunarákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ. Hann segir að metið verði hvort og hvernig brugð- ist verði við þessum nýju kjara- samningum enda hafi þeir sömu áhrif á félagsmenn aðildarfélaga ASÍ hvort sem þeir hafi komið til vegna úrskurðar gerðardóms eða með samningum. Hann segir það vel geta farið svo að aðildarfélög ASÍ ákveði að end- ursemja í vor. Morgunblaðið/Eggert Úrskurður Formenn BHM og Fíh ræðast við hjá ríkissáttasemjara. Meiri hækkanir en hjá ASÍ  Gerðardómur kvað upp úrskurð í kjaradeilu BHM, Fíh og íslenska ríkisins Gangi spár Isavia um farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli eftir gætu 2 þúsund störf skapast á vellinum í ár og á næsta ári. Þröstur Valmunds- son Söring, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar, segir það vera þumalputtareglu að fyrir hverja milljón farþega skapist um eitt þús- und störf á flugvelli. Isavia áætlar að farþegum á vell- inum gæti fjölgað úr 3,87 milljónum 2014 í 5,93 milljónir árið 2016. Skv. þumalputtareglunni sem Þröstur bendir á ættu að bætast við tvö þús- und störf á flugvellinum árin 2015 og 2016. Eftirspurnin eftir fólki er slík að rætt er um að sækja vinnuafl til höfuðborgarsvæðisins í vetur. »12 Morgunblaðið/Júlíus Uppgangur Á Keflavíkurflugvelli. Gæti skapað 2 þúsund störf  Ör vöxtur í fluginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.