Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þessir strákar eru rosalegahæfileikaríkir, sérstaklegaí ljósi þess hversu ungirþeir eru. Þegar ég sá þá
fyrst á Gauknum í vor, þá var ég
heillaður og fór beint til þeirra og
bauðst til að gerast umboðsmaður
þeirra. Þeir eru mjög „retro“ í ljósi
ungs aldurs,“ segir Smutty Smith,
sem býr á Íslandi, en hljómsveitin
Lucy in Blue skrifaði nýlega undir
samning við hann sem umboðs-
mann. Strákanir í hljómsveitinni
eru allir undir tvítugu, Steinþór
Bjarni Gíslason leikur á gítar og
syngur, Arnaldur Ingi Jónsson leik-
ur á hljómborð og syngur, Matthías
Hlífar Pálsson á bassa og Kolbeinn
Þórsson á trommum.
Smutty er með framleiðslu-
fyrirtæki á Íslandi og hefur unnið
með nokkrum íslenskum hljóm-
sveitum, þar á meðal Kaleo, sem
hann kynnti fyrir heiminum, en
hann starfar einnig í London og
New York og hefur verið í þessum
bransa í 35 ár.
„Ég vil ekki að þeir klippi
af sér síða hárið“
„Lucy in Blue mun spila á
giggum í London, ef ekki á þessu
ári, þá á næsta. En við byrjum á
því að kynna þá. Ég vil ekki að þeir
klippi á sér síða hárið, það vinnur
með þeim að þeir eru allir síðhærð-
ir, það gefur flotta heildarmynd.
Það hæfir líka tónlistinni sem þeir
spila. Ég vil ekki að strákarnir
breyti sér eða tónlist sinni, þeir eru
frábærir eins og þeir eru,“ segir
Strákarnir komnir
með umboðsmann
Hljómsveitin Lucy in Blue er aðeins tæplega tveggja ára en hefur gengið vel, var í
öðru sæti á Músíktilraunum í fyrra og hefur m.a spilað á Airwaves og á Eistna-
flugi. Hljómsveitina skipa fjórir ungir menn, allir undir tvítugu og nú eru þeir
komnir með erlenda umboðsmenn, Wiktoriu Joanna Ginter og Smutty Smith,
þau sömu og komu Kaleo á kortið. Það eru því spennandi tímar framundan.
Morgunblaðið/Þórður
Gaman saman Fjórmenningarnir með umboðsmanninum Smutty. Frá
vinstri Matti, Kolli, Smutty og Arnaldur. Fyrir framan situr Steinþór.
Flinkur Arnaldur fer hér fimum fingrum um hljómborðið.
Á morgun, sunnudag, er svokall-
aður alþjóðlegur
„pop-up“-veitingahúsadagur og af
því tilefni ætla þær Sylwia Ols-
zewska og Donata H. Bukowska að
vera með „pop-up“-veitingastaðinn
sinn Polka Bistro í garði Listasafns
Einars Jónssonar á Skólavörðuholt-
inu í Reykjavík kl. 13-17.
Þær munu bjóða upp á pólskan
dýrindis mat, en það hafa þær gert
nokkrum sinnum áður í tengslum
við þennan dag, sem er fjórum
sinnum á ári, en þá spretta fram
óteljandi veitingastaðir um allan
heim í örfáa klukkutíma. Þær
Sylwia og Donata voru í garði Ein-
ars um miðjan nóvember í fyrra og
þá braust út hið besta sumarveður
og garðurinn ómaði af íslenskum
og pólskum röddum sem borðuðu
saman í allsherjar gleði með við-
burðinn.
Á morgun er því tilvalið tækifæri
á að upplifa pólska matargerð frá
fyrstu hendi, en þær stöllur bjóða
upp á pólskan mat sem er eldaður
frá grunni eins og amma og
mamma gerðu. Þær halda verðinu á
matnum í lágmarki og taka vel á
móti öllum gestum og þær tala ís-
lensku, ensku og pólsku.
Í Polka Bistro er allt eldað frá grunni
Girnilegt Donata í glerskálanum í Listasafni Einars síðastliðið haust.
Veitingahús í einn dag í garð-
inum við safn Einars Jónssonar
Garðurinn Gestir höfðu það gott þegar veitingastaðurinn var þar síðast.
Á morgun, sunnudag, verður af-
sláttur af aðgangseyri í Þjóðminja-
safnið og Safnahúsið við Hverfis-
götu. Í Safnahúsinu er sýningin
Sjónarhorn sem er nokkurskonar
ferðalag um íslenskan myndheim
fyrr og nú. Heimsókn í Safnahúsið
er tilvalið tækifæri til samveru-
stundar eldri og yngri kynslóða en
á sýningunni er fræðsluefni sem
býður upp á leik og hvetur til skap-
andi hugsunar um verk og inntak
sýningarinnar. Auk þess eru
fræðslurými í Safnahúsinu þar sem
sýningargestir geta skoðað, leikið
og slakað á. Í húsinu er auk þess
starfrækt veitingasalan Kapers og
safnbúð. Í Þjóðminjasafni standa nú
yfir auk grunnsýningarinnar sýn-
ingin Hvað er svona merkilegt við
það? í Bogasalnum, Bláklædda kon-
an í Horninu, I Ein/Einn í Myndasal
og Fólkið í bænum á Veggnum auk
nýrrar sýningar á Torginu, Að vefa
saman DNA, en sú sýning er sam-
vinnuverkefni íslenska vöruhönn-
uðarins Hönnu Dísar Whitehead og
skoska textílhönnuðarins Claire
Anderson. Hönnuðirnir leitast við
að veita íslenskum og skoskum
textíl nýja merkingu með því að
flétta saman aðferðum og þáttum
úr handverki og þjóðarímynd.
Tveir fyrir einn í Þjóðminjasafn og Safnahúsið á morgun
Hvað er svona merkilegt við það? er
sýning um störf kvenna í 100 ár.
Samverustund fyrir
alla fjölskylduna
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEGT
•100%
NÁTTÚRUL
EG
T
•
Fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt
öðrum öflugum góðgerlum
Oft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð-
gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga-
erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang,
uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa
ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana.
Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur
þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum,
vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir
sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari.
- Prófaðu og upplifðu muninn