Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 ✝ Einar SigurðurIngvarsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1935. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 2. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Sigfríð Gróa Tómasdóttir mat- ráðskona, f. á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 31. maí 1907, d. 23. október 1995, og Ingvar Guð- jónsson, skipstjóri og útgerðar- maður á Siglufirði, f. 17. júlí 1888, d. 8. desember 1943. Sig- urður ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni, en Sigfríð hélt alla tíð heimili með mágkonu sinni, Oktavíu Sigurðardóttur, og eig- inmanni hennar, Sigurði Bald- vinssyni póstmeistara, sem jafn- framt voru fósturforeldrar Garðars, eldri sonar Sigfríðar. Systkini Sigurðar voru sam- mæðra Garðar Björgvin Ein- arsson, f. 1929, samfeðra Björn, f. 1917, Kristín, f. 1918, Helga, f. 1924, Hulda, f. 1926, Gunnar, f. 1930, Hjördís, f. 1932, og Kári, f. 2002, og Daníel Örn, f. 2005. Sigurður stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri, Samvinnuskólann í Reykjavík og Pitmans College í London. Hann vann mestalla starfsævi sína hjá Loftleiðum og Flug- leiðum, fyrst á Reykjavík- urflugvelli, síðan sem stöðv- arstjóri Loftleiða í Kaupmannahöfn og síðustu þrjá áratugina sem sölustjóri og deildarstjóri á söluskrif- stofum Flugleiða í Reykjavík. Sigurður var mikill garð- yrkjumaður og var garður þeirra hjóna í Safamýri ein- stakur og rómaður fyrir feg- urð. Fyrir utan garðrækt var myndlist helsta áhugamál Sig- urðar og lærði hann m.a. hjá Valtý Péturssyni. Sigurður tók þátt í nokkrum samsýningum frístundamálara, bæði hér heima og erlendis. Hann ferð- aðist mikið alla ævi, bæði í tengslum við starf sitt og með fjölskyldunni, og hafði mikinn áhuga á að kanna ólíka menn- ingu og sögustaði. Í nokkur ár eftir starfslok stundaði hann golf meðan heilsa hans leyfði. Sigurður missti heilsuna árið 2010 og var í blóðskilun á skil- unardeild Landspítalans við Hringbraut frá árinu 2011. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga, f. 1933. Öll eru þau látin nema Inga. Þann 18. ágúst 1972 kvæntist Sig- urður Kirsten Frið- riksdóttur fram- haldsskólakennara, f. 8. maí 1942 í Kaupmannahöfn. Foreldrar Kir- stenar voru Inge- borg Korsbæk Ein- arsson, f. 21. mars 1921, d. 24. júlí 2014, og Friðrik Einarsson yfirlæknir, f. 9. maí 1909, d. 27. september 2001. Börn Sigurðar og Kirstenar eru Sigrún Alba, menningarfræðingur, f. 26. febrúar 1973, og Örn (Valdi- marsson, Hergeirssonar), hag- fræðingur, f. 21. september 1968. Sigrún er gift Birni Þor- steinssyni heimspekingi, f. 23. maí 1967, og eru börn þeirra: Snædís, f. 1999, Matthildur, f. 2003, og Lena Charlotta, f. 2009. Örn er kvæntur Aðalheiði Ósk Guðbjörnsdóttur fé- lagsráðgjafa, f. 4. janúar 1964. Börn þeirra eru Guðbjörn, f. 1999, Ársól, f. 2000, Friðrik Pabbi minn fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík í júlí fyrir rétt rúmlega áttatíu árum. Ég ímynda mér að það hafi verið sólbjartur dagur. Pabbi var glaðlegt lítið barn. Um það vitna ófáar ljós- myndir sem teknar voru af honum. Fyrstu árin síbrosandi, seinna bæði íbygginn og glett- inn á svip. Pabbi átti viðburðaríka ævi, ferðaðist mikið og hafði skemmtilegri reynslu að miðla. Við vorum náin feðgin, pabbi var uppátækjasamur, skemmti- legur og kærleiksríkur faðir. Hann var heldur ekki þjakaður af hefðbundnum kynjaímyndum eða hugmyndum um feðraveldi og hikaði ekki við að taka sér frí í vinnunni til að vera heima hjá veikri dóttur eða baka pönnukökur á sunnudögum. Hann kenndi mér að finna ró og frið í að hugsa um blóm og garðrækt, hann kenndi mér að mála og leyfði mér að koma með sér á málaranámskeið hjá Valtý Péturssyni. Þar áttum við tvö saman ógleymanlegar stundir. Pabbi og mamma ferðuðust líka mikið með okkur Örn þeg- ar við vorum lítil. Þau lögðu sig fram við að sýna okkur heiminn og gera okkur þannig bæði grein fyrir smæð okkar og möguleikum. Pabbi var óskaplega glaður þegar fyrsta barnabarnið, Snæ- dís, leit dagsins ljós fyrir rúm- lega sextán árum. Hann var góður afi og bæði Snædís og Matthildur, sem fæddist árið 2003, nutu góðs af uppátækjum hans og umönnun. Þrátt fyrir að pabbi hafi bæði verið farinn að eldast og heilsunni aðeins farið að hraka þegar Lena litla fæddist árið 2009 átti hún sér- stakan stað í hjarta hans. Lena minnir um margt á afa sinn eins og hann var þegar hann var lítill, hún er brosmild og glaðleg lítil stúlka. Ógleyman- legt er mér það augnablik þeg- ar hún kvaddi hann í hinsta sinn fyrir þremur vikum, skreið upp í fangið á honum og strauk honum um kinnina, vel með- vituð um að ef allt færi á versta veg myndi hún ekki sjá hann aftur. Pabbi var orðinn mjög veik- ur þegar við fjölskyldan fórum til Berlínar upp úr miðjum júlí. Það var erfið ákvörðun að fara en við vonuðum það besta. Tíu dögum síðar hringdi mamma og gerði mér grein fyrir því hvern- ig veikindin hefðu orðið erfiðari með hverjum deginum, mátt- urinn minnkað og sársaukinn aukist. Ég flaug heim strax daginn eftir og er óendanlega þakklát fyrir að hafa getað ver- ið með pabba mínum þessa síð- ustu daga og klukkustundir sem hann lifði. Pabbi lést við sólarupprás sunnudaginn 2. ágúst. Hann þjáðist mikið síðustu sólarhringana, engin lækning var framundan og dauðinn því líkn. Það var mikil friðsæld yfir andláti hans og mikill kærleik- ur. Ég trúi því að nú taki eitt- hvað nýtt og gott við hjá pabba. Ég sakna hans mikið en á margar góðar minningar sem veita gleði og hlýju. Þrátt fyrir veikindin átti pabbi nokkra góða daga í sumar, 80 ára af- mælisdeginum fögnuðum við í sumaryl á Þingvöllum og nokkru áður fórum við í ógleymanlega lautarferð í Borgarfirðinum. Pabbi var þá keyrður um skógarstíga í hjóla- stól, glaður og þakklátur fyrir að eiga þessa stund með okkur. Þannig minnist ég hans líka og mun alla tíð gera, með þakklæti og hlýju. Sigrún Alba Sigurðardóttir. Siggi kom inn í líf mitt þegar ég var tæplega fjögra ára og varð pabbi minn og hefur verið alla tíð síðan. Fljótlega fluttum við mamma í Safamýrina til pabba og stuttu seinna kom Sigrún systir í heiminn. Í Safa- mýrinni bjuggum við fjölskyld- an alltaf og minnast meira að segja barnabörnin með mikilli hlýju og söknuði garðsins sem mamma og pabbi ræktuðu þar upp. Margar mínar bestu æsku- minningar tengjast pabba með einum eða öðrum hætti. Má þar nefna ferðalög, allt frá ævin- týraferðum til útlanda til gönguferða á Esjuna. Þá eru minnisstæðar stundir þar sem pabbi kenndi mér að teikna, á svipuðum tíma og hann lærði sjálfur að mála. Þegar barnabörnin komu til sögunnar öðluðust þau strax stóran sess í lífi pabba – og hann að sama skapi hjá þeim. Saman eigum við öll fallegar minningar um ánægjulegar samverustundir og má sérstak- lega geta um einstaklega skemmtilegt sumarfrí stórfjöl- skyldunnar í Danmörku fyrir fáeinum árum. Veikindi settu nokkurn svip á síðustu árin hjá pabba. Að geta ekki tekið fullan þátt, með allri fjölskyldunni í leik og starfi olli honum vaxandi hug- arangri. Pabbi vildi ekki láta mikið fyrir sér hafa og hann gat ekki hugsað til þess að tak- markanir hans yrðu til þess að takmarka valkosti annarra í fjölskyldunni varðandi frístund- ir eða afþreyingu. Á sama tíma hafði hann sterkar skoðanir á því hvað væri skemmtilegt að gera og það var því sérlega ánægjulegt hversu vel tókst til við að halda upp á áttræðisafmælið hans í byrjun júlí. Elsku pabbi, hvíl þú í friði og takk fyrir allt. Örn. Afi og amma áttu stórkost- legan garð í Safamýrinni sem þau ræktuðu af alúð. Í hill- ingum barnæskunnar virtist mér blómstrandi garðurinn töfrum þrunginn. Ég sé afa ennþá fyrir mér við garðverkin: alúðin skín úr svip hans á meðan hendur hans, sem gjörþekkja hverja jurt og hverja trjágrein, grafa upp mold fyrir ný blóm og búa til ný beð. Ég fékk oft að hjálpa til við garðvinnuna. Ég man að eitt sinn, á hlýjum haustdegi, vor- um við afi að vökva blómin og heyrðum þá ókunnar raddir. Nokkrir drengir á aldur við mig höfðu stolist inn í garðinn og lágu á beit í rifsberjunum hans afa. Afi hrópaði upp fyrir sig og skýrði fyrir piltunum að berin væru eitruð og að þeirra biði hræðilega magapína. Það er kannski óþarfi að segja frá því en hinir djörfu drengir drögn- uðust burt með skottið á milli lappanna. Ég efast um að drengirnir hafi fengið magap- ínu en ég sá þá aldrei aftur, og vonandi hafa þeir bara lært sína lexíu. Þannig var afi, hlýr og ljúfur en einnig svolítill grallari, og þannig mun ég ávallt minnast hans. Snædís Björnsdóttir. Látinn er ljúfur vinur, hóg- vær og hlýr, glöggur og glett- inn. Honum eigum við margt að þakka. Við áttum því láni að fagna að kynnast Sigurði sem tengda- föður Björns okkar og föður Sigrúnar Ölbu. Þau kynni urðu fljótt náin og notaleg, sem er ekki sjálfgefið í tengdafjöl- skyldum. Margar og skýrar myndir frá liðnum stundum leita á hugann: Siggi að segja okkur frá trján- um og garðræktinni í Safamýr- inni, miðla okkur reynslu og tegundagreina trén við bústað- inn okkar í Steinaholti. Siggi og Kirsten með okkur að reyta arfa og mosa úr grasflötinni; aufúsugestir komnir til að njóta og samgleðjast okkur með þann sælureit. Tengdirnar þróuðust í sjálf- stæða vináttu, meðal annars með fjörugum samræðum og gagnkvæmum matarboðum þar sem Siggi naut sín vel sem elskulegur og örlátur gestgjafi – alltaf við hlið Kirstenar. Heimili þeirra stóð líka okkar fólki opið, og þau voru samhent sem afi og amma, sem skilar miklu til barna og barnabarna. Síðasta minningin er nálæg og einstök: Sigurður á áttræð- isafmælinu í hjólastólnum með glimt í auga við veisluborð á Valhallarreitnum á Þingvöllum með þeim sem honum voru kærastir. Það var okkur gleðiefni og heiður að fá að tylla okkur við það borð. Sannkölluð sólskins- stund á sumardegi. Sigurðar verður sárt saknað en minningin um hann lifir og vermir. Við sendum Kirsten og öllum afkomendum þeirra hjóna einlægar samúðarkveðj- ur. Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. Sigurður Ingvarsson eða Siggi frændi eins og ég kallaði hann ávallt var jarðsunginn hinn 11.8. síðastliðinn. Ég vil votta fjölskyldu hans og eink- um þeim Kirsten, Sigrúnu og Arnari mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður var hálfbróðir föður míns og erum við frændurnir báðir skírðir í höfuðið á sama manninum honum Sigurði Baldvinssyni. Við vorum alltaf kallaðir Siggi litli og Siggi stóri til að- greiningar. Fjölskyldan okkar var mjög samheldin, eins konar samyrkjubú. Allir tóku þátt í öllu. For- eldrar mínir unnu báðir fulla vinnu, þannig að uppeldið dæmdist að hluta á ömmurnar og Sigga frænda. Siggi frændi hefur séð að Sigga litla veitti ekki af upp- örvun og hughreystingu í lífs- ins ólgusjó og var hann mér ætíð ofurgóður. Við vorum á ei- lífum þeytingi á Þingvöllum, í Hveragerði upp í Borgarfjörð eða bara niður á höfn að fá okkur ís. Hann hafði svo gott lag á að láta manni líða vel. Seinna þegar Sigurður var farinn að vinna fyrir Loftleiðir og fluttur með mömmu sinni til Köben, þá varð nú heldur dauft í Safamýrarkotinu. En hann bætti það upp með því að bjóða mér til sín á sumrum. Þær eru ógleymanlegar stundirnar sem við áttum saman úti í Dan- mörku. Tívolí er ævintýraheim- ur fyrir tólf ára gutta; við frændurnir í rússíbananum og ömmurnar að glíma við ill- skeytta spilakassa. Nú eru dagarnir teknir stytt- ast, haustið sækir á og laufin fölna. Bjástur okkar mannanna virkar lítilfjörlegt í hinu stóra samhengi hlutanna. Þá verður okkur ljóst að ástin og vænt- umþykjan eru kannski það eina sem skiptir verulegu máli. Siggi frændi var svo sannar- lega ríkur að því leyti og kunni að gefa, og örva. Hann sagði gjarnan; „blessaður þetta er ekkert mál, þú ferð létt með það, haltu bara áfram og ekki gefast upp“. Sæll frændi minn, takk fyrir allt. Siggi litli. Sigurður Garðarsson. Sigurður Ingvarsson Elsku mamma okkar. Við kveðjum þig með trega og sorg í hjarta, þú munt alltaf lifa í hugum okkar, fyrst og fremst verðum að ei- lífu þakklátar fyrir að hafa átt þig sem mömmu og allt sem þú kenndir okkur, æðruleysið Hafdís Ingvarsdóttir ✝ Hafdís Ingv-arsdóttir fædd- ist 4. mars 1947. Hún lést 18. júlí 2015. Hafdís var jarð- sungin 28. júlí 2015. þitt, gleðina, um- hyggju þína og hversu góð fyrir- mynd þú varst okkur. Við munum reyna að tileinka okkur þína visku um lífsgildi, um hvað það er sem skiptir máli í lífinu Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Svana og Birna. ✝ Ásdís Jóns-dóttir fæddist á Granastöðum í Köldu-Kinn 8. nóv- ember 1937. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands, Húsavík, 5. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Pálsson bóndi á Granastöð- um, f. 9. desember 1903, d. 10. mars 1990, og Björg Kristjánsdóttir frá Bergsstöð- um, Aðaldal, f. 8. september 1904, og d. 2. maí 1973. Hún var fjórða af sex systrum, Hólmfríð- ur, f. 5. janúar 1930, Ólína, f. 17. janúar 1931, Guðrún, f. 21. októ- ber 1933, d. 3. júní 2011, Arn- heiður, f. 16. maí 1942, og Guðný, f. 11. febrúar 1947. Ásdís giftist 18. júlí 1964 Sig- tryggi Vagnssyni frá Hriflu. Foreldrar hans voru Birna Sig- urgeirsdóttir húsmóðir, f. 21. febrúar 1907, d. 8. maí 2002, og Vagn Sigtryggsson, bóndi, f. 28. júlí 1900, d. 28 júní 1966. Börn Ásdísar og Sigtryggs eru, 1) Hávar Örn, f. 1. apríl 1965, maki Guðbjörg Kristín Jónsdóttir, f. 17. júlí 1965, börn þeirra eru a) Ísey Dísa, f. 4. október 1993, b) Þorgeir Atli, f. 12. apríl 1996. Sonur Guðbjargar, Jón Kjart- ansson, f. 1. mars 1989, maki Steinunn Laufey Skjóldal, f. 9. mars 1989, börn þeirra Bjartur Ingi, f. 21. september 2012 og dóttir, f. 10. ágúst 2015. 2) Sigrún Birna, f. 19. nóv- ember 1967, maki Sigvaldi Óskar Jónsson, f. 21. febr- úar 1965, börn þeirra a) Sóley Ásta, f. 20. maí 1996, b) Sunna Dís, f. 14. janúar 2003, og c) Dagur Smári, f. 22. ágúst 2004. 3) Vagn Haukur, f. 18. september 1970, maki Margrét Sólveig Snorradóttir, f. 4. ágúst 1969, börn þeirra a) Sigríður Diljá, f. 3. janúar 1995, b) Sigtryggur Andri, f. 23. september 1997, og c) Snorri Már, f. 21. september 2001. 4) Björg Jóna, f. 4. mars 1974, maki Ari Rúnar Sigurðs- son, f. 16. september 1970, dæt- ur a) Ásdís Fanney, f. 23. októ- ber 2005, b) Bryndís Birta, f. 29. júní 2009. Ásdís stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum 1954-1955 og Húsmæðraskólann á Laugum 1958-1959. Hún starfaði meðal annars á Saumastofunni Heklu á Akureyri og sinnti einnig ýms- um störfum á Landspítalanum. 1966 fluttist hún með Sigtryggi í Hriflu. Þar stunduðu þau bú- skap allt til ársins 1997 er þau fluttust í Halldórsstaði í Kinn. Ásdís verður jarðsungin frá Þorgeirskirkju við Ljósavatn í dag, 15. ágúst 2015, og hefst at- höfnin kl. 11. Móðir mín. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? --- Ég hef þekkt marga háa sál, ég hef lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði mamma mín – mín góða og göfuga móðir. Sigrún Birna. Hlýja, umhyggja og kærleik- ur eru orð sem koma mér fyrst í hug, þegar ég sest niður við eld- húsborðið til að skrifa kveðjuorð um tengdamóður mína, Ásdísi Jónsdóttur. Og það á vel við að skrifa þessi orð í eldhúsinu í Hriflu því að það var líka eld- húsið hennar. Dísa tók á móti mér á þessum stað þegar ég kom fyrst í Hriflu og strax við fyrstu kynni varð mér ljóst að yndislegri tengdamömmu er vart hægt að hugsa sér. Allt vildi hún gera til að mér liði vel í nýju umhverfi og var alltaf boð- in og búin til að passa börnin okkar og hugsa um allt og alla. Umburðarlyndi er líka orð sem á vel við, enda var hún ákaflega umburðarlynd og fórnfús kona. Eldhúsið hennar varð eldhúsið mitt fyrir rúmum 18 árum, þeg- ar við Vaggi fluttum úr Hall- dórsstöðum í Hriflu. Það hefur sjálfsagt ekki verið sársauka- laust fyrir þau Sigtrygg að fara úr Hriflu og flytja í gamla húsið á Halldórsstöðum en aldrei lét Dísa mig finna fyrir því. Það skipti hana öllu að fólkinu henn- ar liði vel. Og okkur hefur svo sannarlega liðið vel í Hriflu enda var þar fyrir góður andi og eldhúsið hennar Dísu fullt af hlýju. Takk fyrir samfylgdina, elsku Dísa mín. Hvíl þú í friði. Margrét Sólveig Snorradóttir. Ásdís Jónsdóttir Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.