Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Kæra móðir,
tengdamóðir og
amma. Það er
hrikalega sárt til
þess að hugsa að þú sért fallin
frá, en svona er nú gangur lífs-
ins. Minningar um þig hrannast
upp í huga mínum þegar ég
skrifa mína fyrstu minningar-
grein á lífsleiðinni. Þú varst
kraftmikil, félagslynd, ákveðin
og góð kona. Þú vildir alltaf
hafa nóg fyrir stafni. Þú sinntir
félagsstörfum af ýmsum toga
og samhliða því sinntir þú
heimilinu af mikilli natni ásamt
pabba. Þú varst algjör gullmoli,
fjársjóður sem ég átti smá hlut
í. Þú passaðir upp á það að
maður væri alltaf snyrtilegur
til fara og stóðst stundum við
straubrettið vel fram yfir mið-
nætti. Þú varst lífsglöð og með
góðan hug til þeirra sem minna
máttu sín. Ungur að árum fór
ég að hjálpa þér við smáköku-
baksturinn og endaði sem bak-
ari. Ég skreytti fyrir þig tertur
þegar þú hélst saumaklúbbana,
já þetta þurfti allt að vera flott
og fínt. Mörg skondin atvik
skilur þú einnig eftir og það
besta heyrði ég þegar við
systkinin sátum með pabba eft-
ir andlát þitt og rifjuðum upp
gamla tíma.
Þannig var að þegar þið
pabbi hófuð búskap lét pabbi
þig hafa pening til matarinn-
kaupa. Eitthvað gekk nú illa
hjá þér að láta peningana duga
og kom pabbi þá með þá tillögu
að þú héldir bókhald, en það
breytti engu, peningarnir ein-
faldlega dugðu ekki. Pabbi
spurði þig hvort hann mætti
kíkja aðeins á bókhaldið sem
þú að sjálfsögðu leyfðir honum
en sagðir einnig að framvegis
myndi hann versla í matinn.
Þegar pabbi fór að glugga í
bókhaldið hjá þér var einn liður
sem var ansi útgjaldamikill en
það var liðurinn „Ýmislegt.“
Þegar pabbi fór að kanna betur
þennan lið kom í ljós að þetta
var gos og sælgæti. Hin glæsi-
legu jólaboð ykkar og hin róm-
aða pönnukökulykt þegar við
fjölskyldan kíktum á ykkur í
Lækjasmárann mun lifa í minn-
ingunni um ókomna tíð. Kæra
móðir, það voru algjör forrétt-
indi að hafa þig á meðal okkar
á lífsleið þinni.
Minningin um þig mun lifa í
hugum okkar og hjörtum um
ókomna tíð.
Örn Már Guðjónsson,
eiginkona og börn.
Min elskulega, fallega
tengdamóðir og vinkona kvaddi
23. júlí í fallegum kvöldroða.
Rannveig var í mínum huga al-
gjör hetja í baráttu við krabb-
ann. Missir er mikill fyrir fjöl-
skylduna. Hún hélt
fjölskyldunni saman og vildi
hafa sem flesta í kringum sig.
Henni var mikið í mun að allir
væru glaðir.
Hún var mikil samkvæmis-
kona, hélt glæsilegar veislur og
þó hún væri ekki mjög hress
seinustu vikurnar mætti hetjan
mín ef það var veisla. Rannveig
var Hafnfirðingur af lífi og sál,
var Haukakona og skáti. Ég
votta þér, elsku tengdapabbi,
mína samúð. Elsku fína og fal-
lega gulldrottningin mín, ég
sakna þín, þú varst mín besta
vinkona. Þín,
Eyrún Ásta.
Rannveig
Ólafsdóttir
✝ RannveigÓlafsdóttir
fæddist 3. maí
1927. Hún lést 23.
júlí 2015.
Útför Rann-
veigar fór fram 6.
ágúst 2015.
Það eru svo
margar góðar
minningar sem
streyma fram þeg-
ar ég minnist þín
og mun ég geyma
þær og minnast
þeirra ávallt í
hjarta mínu.
Ég gleymi því
aldrei en fyrir um
níu árum síðan, þá
var ég nýbúin að
eignast dóttur mína, Eyrúnu
Erlu, og framundan var afmæli
hjá ömmu og maður mætti að
sjálfsögðu alltaf smart í afmæli
til ömmu. En ég hafði haft
augastað á skóm í nokkurn
tíma og ég bara einfaldlega
varð að eignast þá. Ég ákveð á
leiðinni í afmælið að láta slag
standa og kaupa skóna sem og
ég gerði. Arkaði alsæl út úr
búðinni og leið okkar mæðgna
lá því næst í afmælið til ömmu.
Amma og afi taka á móti okkur
með bros á vör, varð mér þá lít-
ið á skóna hennar ömmu, hún
var í alveg eins skóm og ég var
að festa kaup á. Það vantaði
ekki stælinn á ömmu, glæsileg,
móðins og skemmtilega hrein-
skilin hvar sem hún kom.
Í síðasta símtalinu okkar þá
sagðistu passa okkur og fylgj-
ast með okkur úr fjarlægð. Ég
veit að þú gerir það elsku
amma mín, ég sakna þín.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Bergrún Ósk Ólafsdóttir.
Elsku fallega amma mín. Ég
þakka þér fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt sam-
an í gegnum tíðina og allt sem
þú hefur gefið mér og kennt því
það mun koma mér að góðum
notum í lífinu.
Þú kenndir mér meðal ann-
ars að prjóna, sauma og baka.
Áður en þú kvaddir okkur
gafstu mér allt prjónadótið þitt
með því skilyrði að ég gerði
eitthvað fallegt úr því. Ég lofa
þér að passa það vel og prjóna
eitthvað fallegt.
Það var alltaf svo gaman og
notalegt að koma til ykkar afa.
Nægar kræsingar á borðum og
þú hafðir frá svo mörgu að
segja og varst alltaf með ein-
hver verkefni fyrir mig sem ég
gat dundað mér við. Ef gestir
litu inn varstu ekki lengi að
reiða fram hlaðborð.
Það sem einkenndi þig helst
var gleði, jákvæðni, hlýja og
hjálpsemi. Þú varst alltaf
reiðubúin að hjálpa öðrum og
sérstaklega þeim sem minna
máttu sín.
Ég mun sakna þess elsku
amma að fá þig ekki í heimsókn
til okkar á laugardagsmorgnum
með bakkelsi og ný föt að sýna
mér og mömmu og fá álit okk-
ar.
Þú varst alltaf svo vel til
höfð og ég vona að ég komi til
með að líta jafn glæsilega út og
þú þegar ég kemst á efri árin.
Elsku amma, ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa náð að eiga
góðar stundir með þér síðustu
dagana þína í þessari jarðvist
og eins að hafa verið hjá þér
daginn sem þú kvaddir. Ég veit
að þú ert á góðum stað, umvaf-
in fólki sem þú varst farin að
sakna.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þín,
Sara Dröfn.
Elsku amma mín og alnafna.
Eins erfitt og það er að trúa
því að þú hafir yfirgefið þennan
heim, þá get ég ekki annað en
verið þakklát fyrir þær ynd-
islegu stundir sem við höfum
átt saman.
Það var alltaf jafn ánægju-
legt að kíkja í kaffi til þín og að
njóta nærveru þinnar og sam-
veru. Stundirnar góðu voru svo
fjölmargar en sérstaklega var
eftirminnilegt þegar þú komst í
heimsókn norður á vit ævintýr-
anna.
Í hvert skipti sem ég hugsa
til þín stekkur á mig lítið bros.
Þú varst einstök kona og verð-
ur ávallt mín fyrirmynd.
Rannveig Ólafsdóttir.
Elsku Rannveig mín. Nú
ertu farin frá okkur, kæra vin-
kona. Að gera kynnum okkar
skil í stuttri grein er ómögu-
legt.
Fyrstu kynni mín af þér voru
þegar þú komst inn á vinnustað
minn og dóttur þinnar, gekkst
inn á mitt gólf, snérir þér í
„hringi“ og spurðir hvort nýja
kápan þín væri ekki falleg.
Þarna stóðstu svo geislandi og
örugg. Á þessum tíma vorum
við dóttir þín, Erla, að kynnast
og urðum við upp frá því góðar
vinkonur. Átti ég því eftir að
hitta þig oft þar sem að þið
mæðgur voruð mjög nánar.
Það var eftir því tekið og
aðdáunarvert hvernig þú barst
aldurinn, ekki bara þú heldur
þið hjónin. Gift í 64 ár, ást-
fangin og lífsglöð fram á síð-
asta dag.
Það var aldrei lognmolla í
kringum þig. Erla sagði oft við
mig „þú ert alveg eins og
mamma, þið eru góðar saman“.
Þá var t.d. verið að meina, að
mæta fyrstar í gleðskap og fara
síðastar.
Ótrúlegt að hugsa til þess að
við vorum síðast saman í gleð-
skap í lok maí. Þrátt fyrir veik-
indi þín varstu harðákveðin í að
„dansa síðasta dansinn“, svo
dásamlegt.
Eða þegar ég kom í heim-
sókn til þín í byrjun júní og þú
hafðir á orði að þú værir ekki á
förum strax, ættir t.d. eftir að
skoða nýja húsið mitt eða
mögulega væri búið að opna
nýja fatabúð í Hafnarfirði sem
þú yrðir að taka út.
Gestrisni þinni var ekki við-
brugðið. Ævinlega dekkað upp
með fínasta stelli og besta
bakkelsi. 88 ára bakandi þessa
frægu marengsbotna þína.
Keyrandi vítt og breitt með
kökur sem þú gerðir til að
gleðja.
Stundum leist þér nú ekkert
á hvað vinkonuhópurinn var
stöðugt að yngjast. Svo gaman,
elsku Rannveig, að spjalla við
þig um lífið og tilveruna. Alveg
fram á síðasta dag spurðir þú
um alla mína nánustu. Fylgdist
vel með öllu og öllum í fjöl-
skyldunni þinni og alltaf með
puttann á púlsinum.
Einstakt hvað þú varst alltaf
vel til höfð, alveg sama á hvaða
degi eða tíma ég hitti þig eða
kom til þín. Varst alltaf eins og
klippt út úr tískublaði og ný-
komin úr lagningu.
Það er ekki erfitt að búa til
mynd af jafn yndislegri mann-
eskju og þér, Rannveig mín.
Mestu máli skiptaminningarnar
sem þú skilur eftir.
Ég verð þér ævinlega þakk-
lát fyrir okkar kveðjustund. Í
mínum huga er fjölskyldan þín
þitt meistaraverk. Þú varst svo
mikið meira en bara eiginkona,
móðir, amma og tengdó. Varst
klettur í hafi allra vina og fjöl-
skyldumeðlima.
Guðjóni og öðrum aðstand-
endum votta ég samúð mína.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guð geymi þig elskuleg.
Þuríður Aradóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
Innilegar þakkir fyrir alla þá auðsýndu
samúð, hlýhug og aðstoð við andlát og
útför elskulegrar móður okkar,
HAFDÍSAR INGVARSDÓTTUR,
Hábergi 5,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
.
Ingvar Örn Hilmarsson,
Svana Fjóla Hilmarsdóttir,
Birna Svanhvít Hilmarsdóttir.
Elskuleg móðir, amma og langamma,
BRYNDÍS NIKULÁSDÓTTIR
frá Ásbrandsstöðum,
Vopnafirði,
sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þann
10. ágúst, verður jarðsungin frá
Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 22. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Atli Jónsson.
Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og
afi,
SÆMUNDUR VALTÝSSON
rafvirkjameistari,
lést á Landspítalanum 12. ágúst. Útförin fer
fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju
miðvikudaginn 19. ágúst kl. 14.
.
Guðrún Milla Sæmundsdóttir,
Mekkín Sæmundsdóttir, Sölvi Leví Pétursson,
Valtýr Sæmundsson, Linda Rós Jónsdóttir,
barnabörn og systkin.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EMILÍA JÓHANNA BALDVINSDÓTTIR,
Víghólastíg 13,
Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum 10. ágúst
síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
.
Jón Baldvin Pálsson, Kristín Sigurðardóttir,
Þorsteinn Pálsson,
Guðjón Heiðar Pálsson, Guðrún Björk Emilsdóttir,
Hlynur Guðjónsson, Lulu Yee,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
VIGFÚSÍNA TH. CLAUSEN,
lést hinn 25. júlí 2015. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hennar. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á að láta
hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi njóta þess.
.
Jón Dofri Baldursson, Lára Baldursdóttir,
Ólöf Petra Jónsdóttir, Freyr Þórðarson,
Baltasar Darri Freysson,
Jóhanna María Jónsdóttir,
D. Margrét Jónsdóttir, Jóhann G. Sigurbjörnsson.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts okkar
kæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
VILHJÁLMS BJARNA
VILHJÁLMSSONAR,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Íslenskrar getspár.
.
Guðrún Árnadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.