Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Það er ekki létt verk að vera fé-lagsmaður í Bjartri framtíð.    Ekki er nóg með að sumir fé-lagsmenn þurfi að vera með í lokuðum hópi á Fa- cebook og verði þar að fylgjast með um- ræðum um stöðu flokksins og starf- semi.    Þeir geta líka lent í því aðstjórnarformaður flokksins boði þá til fundar til að ræða stöð- una sem upp er komin.    Skyldi engan undra að slíkurfundur taki á. Heill fundur á árinu og ágúst ekki hálfnaður.    Þess vegna er skiljanlegt að eftirfundinn hafi upplýsinga- fulltrúi flokksins ekki treyst sér til að ræða um það sem rætt var á fundinum, þar sem margt mun hafa verið á dagskrá og umræður „tilfinningaríkar og hrein- skiptnar“.    Ekki er síður skiljanlegt að upp-lýsingafulltrúinn hafi beðið fjölmiðla að gefa félagsmönnum svigrúm til að hvíla sig.    Vitaskuld þarf Björt framtíðhvíld eftir langt og erfitt sum- arfrí sem kom í beinu framhaldi af vetri þar sem þingmenn og aðrir flokksmenn létu svo lítið á sér kræla að fylgið hrundi, ef marka má þeirra eigin skýringar.    Það er ekki auðvelt að sitja á sérog segja ekki frá því mán- uðum saman hvað flokkurinn er að vinna gott starf og sjálfsagt að fjöl- miðlar og aðrir gefi flokksmönnum svigrúm til að hvíla sig að lokinni slíkri törn. Miklu meira en verðskulduð hvíld STAKSTEINAR Sturla Friðriksson erfðafræðingur lést á líknardeild Landspít- alans í gær, 93 ára að aldri. Sturla fæddist í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1922, sonur Friðriks Jónssonar kaupmanns og Mörtu Maríu Bjarnþórs- dóttur. Hann varð stúdent frá MR 1941, lauk bakkalárs- og mastersprófi í erfða- fræði frá Cornell- háskóla 1946 og doktorsnámi við Sas- katchewan-háskóla 1961. Frá árinu 1951 vann Sturla hjá búnaðardeild Atvinnudeildar Há- skóla Íslands, var deildarstjóri jarðræktardeildar hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins frá 1965 og var settur forstjóri hennar 1973 til 1974. Sturla var framkvæmdastjóri erfðafræðinefndar Háskóla Íslands frá stofnun 1965 fram til 1992. Sturla var mikill náttúruunnandi og starfaði að fjöl- breyttum vísinda- rannsóknum og fé- lagsstarfi á því sviði. Eftir hann liggur mikið efni um upphaf lífs í Surtsey. Sturla var félagi í Vísinda- félagi Íslendinga og formaður Verðlauna- sjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright frá 1965-2005 auk þátttöku í öðru félagsstarfi. Sturla lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Laxdal, dóttur þeirra Sig- rúnu Ásu, þrjú barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Andlát Sturla Friðriksson finnska búðin Núna einnig í Kringlunni Bíógangi, 3. hæð. Kringlan, s. 787 7744 Laugavegur 27, s. 778 7744 info@finnskabudin.is #finnskabudin Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2016 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17:00. Sækja skal um listamannalaun á www.listamannalaun.is sem leiðir umsækjanda inn á umsóknarsíðu listamannalauna hjá Rannís. Nota þarf íslykil eða rafræn skilríki við umsóknina. Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru: - launasjóður hönnuða - launasjóður myndlistarmanna - launasjóður rithöfunda - launasjóður sviðslistafólks - launasjóður tónlistarflytjenda - launasjóður tónskálda Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki. Umsóknir skiptast í fjóra flokka: 1. Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð. 2. Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð. 3. Starfslaun sviðslistafólks – hópar. 4. Ferðastyrkir. Upplýsingar um listamannalaun, lög og reglugerð, er að finna á www.listamannalaun.is. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga, sími 515 5800, netfang ragnhildur.zoega@rannis.is Stjórn listamannalauna ágúst 2015 Veður víða um heim 14.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skúrir Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 16 skýjað London 18 súld París 20 léttskýjað Amsterdam 25 léttskýjað Hamborg 27 heiðskírt Berlín 32 heiðskírt Vín 35 léttskýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 27 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 31 heiðskírt Aþena 28 skýjað Winnipeg 27 skýjað Montreal 20 skúrir New York 28 heiðskírt Chicago 26 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:19 21:47 ÍSAFJÖRÐUR 5:10 22:06 SIGLUFJÖRÐUR 4:52 21:49 DJÚPIVOGUR 4:45 21:20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.