Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Herðubreið, Askja og Holuhraun: Land í mótun Dagsetning: 29.8.2015 - 2.9.2015 Fararstjórar: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Hámarksfjöldi: 20. Ferðafélag Íslands býður upp á krefjandi fjallgöngur og áhugaverð ferð á spennandi slóðir. Eldstöðvarnar í Holuhrauni. Einnig gengið á tvö hæstu fjöllin á svæðinu, Þorvaldstind í Öskju og eitt fegursta fjall landsins, Herðubreið. Fyrstu tvær næturnar er gist í skála FFA í Herðubreiðarlindum og síðustu tvær í skála FFA í Drekagili við Öskju. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteigna og fyrirtækjasali Sími: 520-3500 og 773-4700 S. 773-4700 og 693-1273 Blómaverkstæði Binna við Skólavörðustíg er til sölu, staðsett í hjarta Reykjavíkur. Verslunin hefur starfað þar í fjölda ára. Mjög sanngjarnt verð, afhending samkomulag. Leitið upplýsinga í síma 773-4700 eða með fyrirspurn á: oskar@atv.is Frábært tækifæri á ferðinni. Ein þekktasta Blómaverslun borgarinnar til sölu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt nýrri júlískýrslu Vinnu- málastofnunar er nú 3% atvinnuleysi á Suðurnesjum og voru að meðaltali 358 atvinnulausir á svæðinu í mán- uðinum. Það skiptist þannig milli kynjanna að 2,3% karla voru án vinnu en 3,8% kvenna. Flestir hinna atvinnulausu á Suðurnesjum búa í Reykjanesbæ, eða alls 257. Þetta er mikil breyting frá því sem mest var eftir hrunið. Þannig var að meðaltali 11,7% atvinnuleysi á Suð- urnesjum í júlí 2009 og 2010 og 10,3% atvinnuleysi í júlí 2011. At- vinnuleysið í júlí hefur síðan verið 7,4%, 5,4% og 4,2% á árunum 2012 til 2014, í þessari röð. Atvinnuleys- iskeiðið að baki Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir tíma at- vinnuþrefs að baki á svæðinu. Hann segir aukin umsvif á Keflavíkurflug- velli eiga mestan þátt í að atvinnu- leysi hefur minnkað mikið. „Svo er talsvert um framkvæmdir á flugvellinum. Þar hafa verktakar ráðið bæði faglært og ófaglært fólk til starfa vegna stækkunar flug- stöðvarinnar og framkvæmda þar í kring. Hér eru iðnaðarmenn að bæta við sig fólki, enda mörg verkefni far- in af stað eða að fara í gang. Stolt Seafarm er að bæta við sig fólki. Fiskeldið er á uppleið. Atvinnuástand er orðið mjög gott hér. Við erum komin á þann stað að það vantar fólk á svæðið. Fyrirtæki í flugstöðinni og fleiri aðilar eru jafn- vel að huga að því fyrir veturinn að bjóða upp á ferðir hingað suður eftir með vinnuafl,“ segir Kjartan Már og vekur athygli á því að þrátt fyrir uppganginn sé enn 3% atvinnuleysi á svæðinu. Skortir vinnuafl  Mikill uppgangur í Reykjanesbæ  3% atvinnuleysi í júlí  Til skoðunar er að sækja vinnuafl á höfuðborgarsvæðið Kjartan Már Kjartansson „Í ættfræðigrunninn okkar í dag eru komin 778.642 manns og tengi- stuðullinn er 93,68%,“ segir Oddur F. Helgason, ættfræðingur, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi ORG- ættfræðiþjónustunnar, en hann verður gestur í þætti Jóns Kristins Snæhólm á sjónvarpsstöðinni ÍNN þann 16. ágúst næstkomandi kl. 20.00 og aftur 24. ágúst kl. 20.00. Þar verður farið yfir starf Odds í ættrakningum og söfnun allra þeirra ættfræðigagna sem Íslendinga varð- ar og þar með talin gögn um Vestur- Íslendinga. Grunnurinn nær til for- feðra og afkomenda hérlendis og er- lendis og segir Oddur það ómögulegt að átta sig á hversu mörg lönd séu nú þegar hluti af grunninum. Í því felist sérstaða ættfræðigrunns ORG í samanburði við aðra, sem markist af landsteinunum. „Við erum til dæmis í samvinnu við Þjóðskjalasafnið í Færeyjum, en það er sú þjóð sem er skyldust okkur.“ Ættfræðiþjónustan hefur nú einn- ig nær fullunnið þær sýslur sem flestir Íslendingar fluttust frá til Vesturheims og þannig fundið út tengsl Íslendinga við Vestur-Íslend- inga í Kanada og Bandaríkjunum. Persónuverndarlög varna því að ættfræðigrunnur ORG sé aðgengi- legur á internetinu en hægt er að kíkja í heimsókn í Skeljanes í Skerja- firðinum og rekja þar ættir sínar á enda. Segir Oddur að ávallt sé heitt á könnunni og allir séu velkomnir. Nú stendur einnig yfir myndlistarsýn- ing á verkum Gylfa Ægissonar. Ættfræðiþjónustan býður upp á ættrakningar gegn vægu gjaldi. Um 800.000 manna ætt- fræðigrunnur hjá ORG  Forfeður og af- komendur hér- lendis og erlendis Ljósmynd/Oddur F. Helgason Út í heim Áströlsk hjón heimsóttu ORG-ættfræðiþjónustu og hyggjast koma þeim í samband við Íslendingafélagið í Ástralíu svo auka megi við grunninn Þröstur Valmundsson Söring, framkvæmdastjóri Keflavíkur- flugvallar, segir það þumalputta- reglu að fyrir hverja milljón far- þega á flugvelli skapist þúsund störf. Tilefnið er þau ummæli Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, í við- talinu hér til hliðar, að jafnvel þurfi að leita að fólki utan svæðisins til að manna stöður á vellinum. Spurður um þessi ummæli seg- ist Þröstur ímynda sér að fyrirtæki sem eru með starfsemi á vellinum muni þurfa að leita að starfsfólki utan svæðisins. „Við erum auðvit- að aðeins einn vinnuveitandi af mörgum á flugvellinum … Það seg- ir sig sjálft að þegar við förum að nálgast fjórar eða jafnvel fimm milljónir farþega á ári erum við að tala um fjögur til fimm þús- und störf, í samfélagi sem telur innan við 20 þúsund íbúa. Þá veltir maður því fyrir sér hvernig því verði mætt og vonandi stóreykst fjöldi íbúa á svæðinu. Ef það gerist ekki eins hratt og fjölgun farþega um flugvöllinn þarf örugglega að leita að starfsfólki á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Þröstur. Spurning hvort bærinn nær að vaxa nógu hratt á næstu árum MIKIL MANNAFLSÞÖRF Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Þröstur V. Söring Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eftirspurn eftir fjárhagsaðstoð í Reykjanesbæ hefur dregist verulega saman og er meginskýringin stór- aukið framboð af störfum í bæjar- félaginu. Hera Ósk Ein- arsdóttir, sviðs- stjóri velferðar- sviðs í Reykjanesbæ, segir að þegar mest var eftir efnahagshrunið 2008 hafi bæjar- félagið greitt 297 milljónir í fjárhagsaðstoð á ári. Upphæðin var komin niður í 290 milljónir króna í fyrra og verður, ef áætlanir ganga eftir, um 230 millj- ónir í ár og er búist við að hún nálgist 200 milljónir á næsta ári. Húsnæðisliðurinn vegur þungt „Beiðnum um fjárhagsaðstoð hjá okkur hefur fækkað verulega. Eftir- spurn eftir félagslegu húsnæði hefur líka dregist saman. Umsóknir um húsaleigubætur eru svipað margar og þær hafa verið. Þar er lítil breyt- ing. Húsnæðiskostnaður brennur á fólki,“ segir Hera Ósk. Fjárhagsaðstoð er í boði hjá sveitarfélögum fyrir einstaklinga sem hafa misst rétt til atvinnuleys- isbóta, eða eiga ekki rétt á annarri opinberri aðstoð. Hún er því neyðar- úrræði. Aðstoðin hljóðar nú upp á 129.766 krónur á mánuði, auk þess sem umsækjendur geta átt rétt á 22 þúsund krónum í almennar húsa- leigubætur og allt að 54 þúsund krónum samanlagt í almennar og sértækar húsaleigubætur. Hera Ósk segir þessar upphæðir mismunandi eftir sveitarfélögum. Úr 580 niður í 348 Að sögn Heru Óskar er áætlað að um 60% af umsækjendum um fjár- hagsaðstoð í Reykjanesbæ hafi verið vinnufærir einstaklingar en 40% óvinnufærir. Þegar mest var fengu um 580 fjárhagsaðstoð í Reykja- nesbæ og hefur sú tala lækkað niður í 348 það sem af er árinu. Hún segir aðspurð að fækkun fólks sem fær fjárhagsaðstoð bendi til að vinnufært fólk kjósi í flestum tilvikum að fara út á vinnumarkað- inn aftur. Það sé ánægjuefni. Hún segir unnið að því að stytta tímann sem líður frá því að óvinnu- fær einstaklingur leitar aðstoðar og þar til greining á viðkomandi liggur fyrir. Í kjölfarið sé metið hvort við- komandi getur komist í starfsendur- hæfingu, og þannig komist aftur út á vinnumarkaðinn, eða hvort viðkom- andi sé í raun óvinnufær til lengri tíma og ekki í þeirri stöðu að geta farið í starfsendurhæfingu. Færri leita aðstoðar  Beiðnum um fjárhagsaðstoð fækkar mikið í Reykjanesbæ  Sviðsstjóri segir flest vinnufært fólk vilja vera í vinnu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Framboð á störfum hefur aukist mikið suður með sjó. Hera Ósk Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.