Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu jafn mikla orku og skákklukka þarf til að ganga í næstum 100 ár Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Verið velkomin. Opið 10-17 alla daga. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Fyrirhugað er að bora ofan í jarð- grunn á Austurbakka, þar sem byggja á hótel, og kanna hvort jarð- vegurinn sé olíumengaður, en vís- bendingar eru um að svo sé. Þetta kemur fram í fundargerð hjá um- hverfis- og skipulagsráði Reykja- víkur. „Sótt er um takmarkað bygg- ingarleyfi til að hefja jarðvegs- framkvæmdir á byggingareit nr. 5 á lóðinni Austurbakki 2. Tilgangur- inn er að kanna hvort þar sé að finna olíumengaðan jarðveg í byggingarstæðinu, sbr. vísbend- ingar um slíkt í tilraunaborholum frá árinu 2006,“ segir í fundargerð- inni. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikil umsvif hafi verið á svæðinu áður fyrr. „Framkvæmdaraðilar vilja fá að rannsaka jarðveginn aðeins bet- ur, þ. á m. bora einhverjar holur, vegna þess að vitað er að þarna voru áður mikil umsvif. Þarna var t.d. Kolakraninn. Þeir vilja fullvissa sig um að þarna sé jarðvegurinn í lagi en ef svo er ekki þurfa jarð- vegsskipti að fara fram.“ Hann segir heilmikla reynslu vera af jarðvegsskiptum á svæðinu. „Hafnarstjórnin fór í verulegar jarðvegsskiptaframkvæmdir á svæðinu milli Sjóminjasafnsins og Slippsins. Jarðvegurinn þar var mjög mengaður af endalausri máln- ingu og olíu sem hafði seytlað niður og setið í sjónum þar við. Þá var jarðvegurinn grafinn upp og nýr settur í staðinn,“ segir Hjálmar. Kanna mengun hjá Hörpu Gamall Kolakraninn stóð í tæplega 41 ár við höfnina. Hann var rifinn 1968.  Kolakraninn gæti hafa mengað jarðveginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.