Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Mallorca
10. og 17. september
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444
Verð frá 154.900 kr.*
*Á mann m.v. 2 í íbúð með hálfu fæði
á Sa Coma Platja 17.sept. í 13 nætur
Fararstjóri er Rebekka Kristjánsdóttir
Gott Fólk 60+
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
an í júní samkvæmt tölum frá Land-
spítala. Þar af eru flestir í Fíh, eða
265 talsins. Ólafur veit ekki til þess
hvort að hjúkrunarfræðingar ætli að
draga uppsagnirnar til baka, enda
komi það ekki inn á borð félagsins.
Anna Sigrún Baldursdóttir, að-
stoðarmaður forstjóra Landspítala,
segir að ekkert liggi fyrir um það
hvort hjúkrunarfræðingar ætli að
draga uppsagnir til baka, enda
myndi slíkt ekki berast strax inn á
borð forstjóra. Hún segir þessi mál
líklega skýrast betur eftir helgina.
Samningur BHM út ágúst 2017
„Þarna eru stigin skref til að meta
menntun til launa sem er og hefur
verið aðalkrafa BHM,“ segir Þórunn
Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Hún er ánægð með að úrskurður
gerðardóms gildi aðeins til tveggja
ára, en samningur BHM við íslenska
ríkið framlengist frá 1. mars 2015 til
31. ágúst 2017.
Forystumenn aðildarfélaga BHM
lágu yfir úrskurðinum og kynntu sér
hann þegar Morgunblaðið náði tali
af Þórunni en þrjár launahækkanir
koma til á samningstímanum. Sú
fyrsta er afturvirk frá 1. mars sl. og
hljóðar upp á 7,2 prósenta hækkun.
5,5 prósenta hækkun kemur til þann
1. júní 2016. 1,65 prósenta hækkun
kemur til viðbótar sama dag, en
hækkunin er ætluð til útfærslu
menntunarákvæða.
Þá fær hver starfsmaður í fullu
starfi í apríl 2017 eingreiðslu að fjár-
hæð 63 þúsund kr.
„Þetta er skref í rétta átt“
Gerðardómur kvað upp úrskurð í kjaradeilu BHM og Fíh Óvissa með uppsagnirnar á Landspítala
Hjúkrunarfræðingar fá tæplega 25 prósenta hækkun og gildir samningur þeirra út mars árið 2019
Morgunblaðið/Eggert
Kjör Fulltrúar Fíh og BHM voru viðstaddir uppkvaðningu úrskurðarins.
Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, stendur fyrir aftan.
Kjarasamningar
» Fjölmennasti launaflokkur
hjúkrunarfræðinga fær hækk-
un upp á 24,9 prósent.
» Skref stigin til að meta
menntun til launa, segir Þór-
unn Sveinbjarnardóttir, for-
maður BHM.
» 265 hjúkrunarfræðingar
hafa sagt upp síðan í júní.
SVIÐSLJÓS
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Gerðardómur kvað upp úrskurð í
kjaradeilu íslenska ríkisins og
Bandalags háskólamanna (BHM)
annars vegar og Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga (Fíh) hins vegar.
Enn var legið yfir úrskurðinum
og breytingum á launatöflum þegar
Morgunblaðið náði tali af forystu-
mönnum BHM og Fíh í gær en af
hljóðinu í þeim að dæma eru fé-
lagsmenn nokkuð jákvæðir í garð
úrskurðarins og nýrra kjarasamn-
inga.
„Útkoman er betri en margir
bjuggust við. Þetta er meira en ríkið
bauð okkur svo þetta er skref í rétta
átt,“ segir Ólafur G. Skúlason, for-
maður Fíh. Kjarasamningur hjúkr-
unarfræðinga gildir frá 1. maí 2015
til 31. mars 2019. Úrskurður gerð-
ardóms verður kynntur félagsmönn-
um á þriðjudagskvöld.
Tæplega 25 prósenta hækkun
Ólafur segir að þegar allar launa-
hækkanirnar hafi skilað sér, þann 1.
júní 2018, hafa dagvinnulaun hjúkr-
unarfræðinga hækkað um 23,9 pró-
sent hjá launaflokki 3-1, um 28,5
prósent hjá launaflokki 22-8 og um
24,9 prósent hjá algengasta launa-
flokki hjúkrunarfræðinga, flokki 7-5.
Þetta er um það bil 33 prósenta
hækkun frá því sem ríkið bauð, sem
var 18,6 prósenta launahækkun í
launaflokki 7-5.
Beinar launahækkanir til Fíh eru
7,7 prósent afturvirkt frá 1. maí
2015, 6,5 prósenta hækkun þann 1.
júní 2016, 4,5 prósenta hækkun
þann 1. júní 2017 og 3 prósenta
hækkun þann 1. júní 2018. Loks
kemur til eingreiðsla að fjárhæð 70
þúsund kr. þann 1. febrúar 2019.
Alls hafa 318 einstaklingar sagt
starfi sínu lausu hjá Landspítala síð-
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir óskandi
að niðurstaða gerðardóms leiði til sátta og að þeir sem
sagt hafa upp kjósi að starfa áfram á Landspítala.
„Það er auðvitað undir hverjum starfsmanni komið að
meta hvort þessi niðurstaða sé þannig að uppsagnir
verði dregnar til baka. Við vonumst svo sannarlega til
þess að þessi niðurstaða leiði til sátta í þessum erfiðu
deilum, enda hefur starfsemin látið undan síðustu miss-
eri og biðlistar vaxið,“ segir Páll og bætir við að gríðar
mikilvægt sé að komast til að sinna biðlistunum sem og
öðrum mikilvægum verkefnum. „Og til þess að svo megi verða þurfum við
á öllu okkar frábæra fólki að halda,“ segir hann.
Mestan hluta yfirstandandi árs hafi spítalinn starfað í skugga kjara-
deilna og hefur það haft veruleg áhrif á starfsemina og starfsandann.
Vonandi leiðir þessi niðurstaða til sátta
„Ég get eiginlega ekki svarað því. Hver og einn ákveður
það sjálfur, út frá eigin forsendum,“ segir Ólafur G.
Skúlason, formaður Fíh, spurður hvort úrskurður gerð-
ardóms og nýr kjarasamningnur hjúkrunarfræðinga og
ríkis dugi til þess að halda hjúkrunarfræðingum á Land-
spítala. „Þannig að ég geri ráð fyrir því að hjúkr-
unarfræðingar máti sig núna inn í þennan samning og
sjái til hvort þetta sé nægilegt til að þeir dragi uppsagn-
irnar til baka,“ segir hann.
Ólafur segir það helst hafa komið á óvart hversu lang-
ur samningurinn er en bendir þó á að í samningnum séu endurskoðunar-
ákvæði sem geri hjúkrunarfræðingum kleift að segja upp samningnum
komi til endurskoðunar á samningum á almennum vinnumarkaði.
Ákveði sjálf hvort af uppsögnunum verði
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gagnrýnir
að ekkert endurskoðunarákvæði sé í samningnum hjá
BHM eftir úrskurð gerðardóms.
„Eitt af því sem okkur finnst bagalegt við úrskurðinn
er, að ólíkt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, þá er
ekkert endurskoðunarákvæði í okkar samningi,“ segir
Þórunn.
Samningur BHM er styttri en hjá hjúkrunarfræð-
ingum, sem kann að vera skýringin á þessu að sögn Þór-
unnar, „en það verður ekki fram hjá því litið að flestir, ef
ekki allir, samningar sem hafa verið gerðir á vinnumarkaði á þessu ári
hafa slík ákvæði. Það er ekki gott til þess að vita ef eini kjarasamningurinn
án endurskoðunarákvæðis er lögþvingaður,“ segir Þórunn.
Ekkert endurskoðunarákvæði hjá BHM
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er niðurstaða Gæðaráðs
háskóla á Íslandi sú að takmarkað
traust sé borið til þess að Háskól-
inn á Bifröst geti tryggt að próf-
gráður sem skólinn veitir standist
gæðakröfur. Allir aðrir háskólar á
Íslandi hafa verið metnir svo að
gæðaráðið beri traust til þess að
þeir geti tryggt gæði prófgráða.
Í handbók um gæðamat háskóla
segir að slík einkunn sé ekki fall-
einkunn, en einkunnin hafi í för
með sér að gæðaráðið geri at-
hugasemdir við gæði prófgráða frá
viðkomandi háskóla og að ýmsar
umbætur þurfi að gera til þess að
skólinn geti tryggt að prófgráður
þeirra standist gæðakröfur.
Bifröst mun gera
verulegar athugasemdir
Vilhjálmur Egilsson, rektor há-
skólans á Bifröst, segir að skýrslu-
drögin, þar sem niðurstöðurnar
koma fram, séu trúnaðarmál og að
um alvarlegt trúnaðarbrot sé að
ræða. Skýrsludrögin séu í umsagn-
arferli hjá Háskólanum á Bifröst,
sem mun gera verulegar athuga-
semdir við þau, en hann geti ekki
tjáð sig efnislega um málið að svo
stöddu. Vilhjálmur er spurður
hvort það sé eðlilegt að opinberu
fjármagni sé varið í skóla sem get-
ur ekki tryggt gæði prófgráða
sinna. „Við erum með samning við
ríkið um framlag þess til skólans
með sambærilegum hætti og Há-
skólinn í Reykjavík en við erum
einnig með skólagjöld. Að sjálf-
sögðu erum við að reyna að tryggja
gæði námsins sem best við getum
og leggjum metnað okkar í það.
Annað förum við ekki fram á,“ seg-
ir Vilhjálmur og bætir við að samn-
ingurinn sé til endurskoðunar á
næsta ári.
Úttekt eftir nýju gæðakerfi
Þetta er í fyrsta skipti sem út-
tekt undir nýju gæðakerfi, sem var
tekið í gildi í upphafi árs 2011, fer
fram en Háskólinn á Bifröst er síð-
asti skólinn í ferlinu. Gefnar eru
einkunnir fyrir tvo þætti; annars
vegar gæði prófgráða og hins vegar
gæði námsupplifunar. Úttektirnar
fara fram á fimm ára fresti og eru
framkvæmdar af umræddu gæða-
ráði sem er skipað sex erlendum
sérfræðingum. Einkunnaskalinn
spannar fjórar einkunnir; fullt
traust, traust, takmarkað traust og
ekkert traust.
Nú í fyrstu úttektarlotunni er
ekki notast við einkunnina fullt
traust og er því traust hæsta ein-
kunn. Allir skólar hafa hingað til
fengið traust fyrir bæði gæði próf-
gráða og gæði námsupplifunar að
undanskildum Háskólanum á Hól-
um sem hlaut takmarkað traust
fyrir gæði námsupplifunar.
Gera athugasemdir við
gæði prófgráða á Bifröst
Gæðaráð háskóla ber takmarkað traust til Bifrastar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bifröst Prófgráður sem skólinn
veitir njóta takmarkaðs trausts.
Strandveiðum 2015 er lokið á þremur svæðum af fjórum og var gærdag-
urinn síðasti dagur strandveiða þar á þessu ári. Bátar sem róa á þessum
svæðum máttu því veiða sjö daga í ágústmánuði. Aðeins á svæði D, frá
Hornafirði til Borgarness, hefur viðmiðunarafla ekki verið náð og geta
þeir haldið áfram veiðum.
Alls hafa 630 bátar stundað þennan veiðiskap í ár, en útgefin leyfi eru
648. Flestir, eða 227, hafa sótt á A-svæði, frá Arnarstapa til Súðavíkur, 141
á B-svæði, frá Norðurfirði til Grenivíkur og 147 á C-svæði frá Húsavík til
Djúpavogs og 115 á D-svæði.
Strandveiðum lokið á þremur svæðum