Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Það ber nú til tíðinda að ríkistjórn Íslands telur sig eiga sök við Rússland og neitar að eiga viðskipti við það fólk sem byggir hið forna Garðaríki. Samt liggur fyrir að Rúss- land er ekki í hópi þeirra ríkja sem beitt hafa hervaldi eða efnahagsþvingunum gegn Íslandi. Rússland hefur þvert á móti lagt okkur lið á erfiðum tímum, þegar nýlenduveldi Evrópu hafa sótt hart að okkur. Varla er neinum horfið úr minni hernám Íslands 1940. Sjálfstæði þjóðarinnar var þá fótum troðið og breytir engu þótt Bretland hafi átt í styrjöld við Þýskaland undir stjórn Hitlers. Þorskastríðin fjögur á árun- um 1948-1976, við Bretland og fleiri Evrópuríki, var ekki léttbær reynsla fámennri þjóð. Gegn Íslandi beittu nýlenduveldin bæði herskipum og viðskiptaþvingunum. Síðustu aðgerð- ir þessara »vinaþjóða« voru í tengslum við Icesave-kúgunina, þeg- ar ríki Evrópusambandsins samein- uðu krafta sína til að koma Íslandi á kné. Ísland taglhnýtingur Evrópusambandsins Staðreyndir sögunnar um sam- skipti okkar við Evrópusambandið ættu öllum að vera ljósar. Einungis sterk samstaða þjóðarinnar og ein- dreginn vilji til að ráða okkar málum sjálf hefur forðað okkur frá tjóni og niðurlægingu. Þrátt fyrir að nýlendu- veldin hafi verið óspör á mútufé hef- ur atlögum þeirra verið hrundið. Áframhaldandi tilvist Evrópustofu, áróðursskrifstofu ESB, er þó skýr vísbending um að núverandi rík- isstjórn er um megn að gæta fjör- eggs landsins. Aumkunarverð linkind við Jóhönnu Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson, vegna brots á Stjórnarskránni, er einnig ljóst merki um vanhæfni ríkisstjórnar- innar til að standa vörð um sjálf- stæðið. Kjarninn í utanríkisstefnu núver- andi ríkisstjórnar er að fylgja Evr- ópusambandinu í öllum málum. Þakkirnar eru þær, að ESB beitir okkur stöðugum hótunum um við- skiptaþvinganir, vegna makrílveiða í okkar eigin landhelgi. Undirlægju- hátturinn kemur meðal annars fram í samningi um loftslagsmál, þar sem Ísland heitir fullum stuðningi við arfavitlausa stefnu ESB sem gengur þvert á vísindalegar staðreyndir. Samningurinn skerðir verulega getu Íslands til sjálfstæðra ákvarðana. Nú bætist við þátttaka Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússlandi, sem jaðarþjóðum ESB er ætlað að bera kostnaðinn af. Á meðal fórnarlamba ESB eru Ísland og Grikkland sem eru matvælaframleiðendur með mik- ilvæga viðskiptahagsmuni í Rúss- landi. Refsiaðgerðirnar gera ekki ráð fyrir skerðingu á sölu Rússlands á jarðgasi til ESB, enda um mikla hagsmuni að ræða fyrir stórfyrirtæki ESB, sérstaklega þó Þýskalands. Útþenslustefna Evrópusam- bandsins ógnar heimsfriði Allt frá því að grunnur var lagður að Evrópusambandinu með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1951 hefur útþensla bandalagsins verið reyfarakennd. Útþenslan hefur gengið hraðar en Hitler þorði að vona og fá hliðstæð dæmi er að finna í mannkynssögunni. Helst er hægt að finna sambærilega útþenslu í Jihad, heilögu stríði sona Al- lah. Merkileg er sú hlið- stæða að arabarnir nefna sín trúarbrögð is- lam (friður) og ESB heldur fram þeirra röngu staðhæfingu að friður í Evrópu sé af- leiðing stofnunar banda- lagsins og ævintýra- legrar stækkunar þess. Útþensla ESB hefur verið stöðug ógn við Rússland því að nýjar bandalagsþjóðir ESB eru að miklu leyti fyrr- verandi Ráðstjórnarríki. Evrópu- sambandið beitir ekki bara mútum og áróðri heldur var hervaldi beitt í Júgóslavíu 1991 og í Úkraínu var lög- lega kosinn forseti, Viktor Yanuko- vych hrakinn úr landi 2014 með blóð- ugu valdaráni. Fullyrðingar ESB um að Rússland sé stöðugt að þenja út landamæri síneru í hróplegri mót- sögn við augljósar staðreyndir. Hagsmunir Íslands liggja í frjálsri verslun á milli ríkja Auðmjúkir þjónar Evrópusam- bandsins eru óeðlilega fjölmennir á Íslandi. Litlu munaði að þeim tækist að þvinga Icesave-klafann á þjóðina og ólögleg umsókn um innlimun landsins í ESB mun að eilífu lifa í þjóðarsálinni. Það sýnir vel niður- lægingu þessa fólks að fyrir nokkrum dögum líkti ESB-vinurinn Vil- hjálmur Bjarnason því yfir að sjálf- stætt Ísland væri engu betra en hóruhús. Hvaða nafngift er sann- gjarnt að gefa þeim sem ekkert vilja fremur en að Ísland afsali sér öllum réttindum sjálfstæðs ríkis? Úkraína er sex sinnum stærri en Ísland og þegnar ríkisins eru um 44 milljónir. Þar af eru nær 18% Rúss- ar, eða um 8 milljónir. Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi að svona fjöl- mennur hópur fái að ráða hvaða ríki hann tilheyrir? Hvers vegna heldur Ísland sig ekki við þá utanríkisstefnu sem við höfum haft allt frá 874? Get- ur verið að núverandi ráðherrar meti svo mikils að fá að sitja veislur í Brussel að hagsmunir þjóðarinnar sitji á hakanum. Almenningur vill vita hvort ríkis- stjórnin hefur sömu viðhorf til sjálf- stæðiskrafna Skotlands og Katalón- íu, eins og upplýst er að hún hefur til krafna Rússa sem búsettir eru á Poltava-svæðinu, austan Dneper- árinnar. Við vitum að ESB berst hat- rammlega gegn sjálfstæði smáþjóða, nema þær hafi tileinkað sér full- komna þrælslund. Getum við vænst þess að Ísland styðji efnahags- þvinganir gegn Skotlandi og Kata- lóníu ef þessar þjóðir heimta rétt- mætt sjálfstæði? Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson » Á meðal fórnarlamba ESB eru Ísland og Grikkland, sem eru mat- vælaframleiðendur með mikilvæga viðskipta- hagsmuni í Rússlandi. Höfundur er verkfræðingur. Ísland á enga sök við Rússland SÆKTU APPIÐ Sæktu Hreyfils appið - þannig ræður þú ferðinni! Nú er auðvelt að panta bíl með snjallsímanum Hreyfill hefur þróað nýtt app. Með því er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú getur líka pantað bíl fram í tímann, á tilteknum tíma næsta sólarhringinn eða lengra. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Það eina sem þarf, er iPhone eða Android snjallsími. Þú hleður niður Hreyfils-appi með App Store eða Google Play. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllin er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Hreyfils-appið er ókeypis. Sæktu þér Hreyfils appið og þú ræður ferðinni. 2 3 Þú pantar bíl, 1 og færð SMS skilaboð að bíllinn sé kominn fylgist með bílnum í appinu Hreyfils appið fyrir iphone og android er komið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.